Náttúrufræðingurinn - 1995, Síða 53
3. mynd. Nyrsti hluti Yngri-Stampagígaraðarinnar. ífjarska sést Eldey lengst til hœgri og
drangurinn Karl við sjónarrönd. - The northernmost part of the Younger-Stampar crater
row viewed toward southwest. Mynd/photo Magnús Á. Sigurgeirsson.
jarðlagaopnur við ströndina gefa einstakt
tækifæri til að kanna byggingu og upp-
hleðslu gjóskugíga sem myndast við slíkar
aðstæður. Þar sem hér er um allsérstaka
gosgerð að ræða, ekki síst vegna þess að
gosmyndanir eru tiltölulega vel varð-
veittar og innbyrðis afstaða skýr, þykir
ástæða til að gera nokkra grein fyrir þeirri
vitneskju sem safnast hefur um Yngra-
Stampagosið.
■ YNG RA-STAMPAH RAUNIÐ
Yngri-Stampagígaröðin er alls um 4 km að
lengd og þekur hraunið frá henni 4,0 km2
lands. Sé gert ráð fyrir að meðalþykkt
hraunsins sé 4 m reiknast rúmmál þess um
0,016 km3 eða 16 milljón m3. Könnun á
nyrðri mörkum hraunsins leiddi í ljós að
útbreiðsla þess þar er nokkru minni en
áður hefur verið talið, eða sem nemur um
0,6 km2. Jafnframt kom í ljós að þeir gígar
sem taldir hafa verið nyrstu gígar Yngri-
Stampagígaraðarinnar eru í raun eldri og
tilheyra Eldri-Stampagígaröðinni (sjá 1.
mynd). Gígaröðin mælist nú rétt um 4 km
að lengd í stað tæpra 5 km áður. Heita má
að gígaröðin sé samfelld ef undan er skil-
inn 400 m kafli nærri miðhluta hennar. Út-
breiðsla hraunsins um miðbik gígarað-
arinnar er víðast hvar lítil og er breidd þess
sums staðar ekki nema um 200 m. Stærstu
hraunflákamir em til beggja enda gígarað-
arinnar og hefur hraunframleiðslan greini-
lega verið mest þar. Þar em og stærstu
gígamir, Stampar í norðri og Eldborg
dýpri í suðri. Mestu hrauntraðimar liggja
frá þessum gígum. Austumiörk hraunsins
fylgja jaðri Tjaldstaðagjárhrauns á löngum
kafla og hefúr útbreiðsla þess til austurs
greinilega stjómast af honum, enda er
jaðarinn úfínn og hár á þessum slóðum. Á
fjórum stöðum hefúr hraunið mnnið í sjó
fram, við Stóm-Sandvík, Kinnaberg, Vala-
hnúk og á einum stað nærri miðhluta gíga-
raðarinnar. Reikna má með að eitthvað
hafí eyðst af hrauninu á þessum stöðum af
völdum sjávar og að upphafleg stærð þess
hafí því verið nokkru meiri en nú er.
215