Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1995, Page 58

Náttúrufræðingurinn - 1995, Page 58
9. mynd. Bergbomba í gígrima Vatnsfells- gígsins syðst í Vatnsfelli. A myndinni má glögglega sjá tvískiptingu Vatnsfellsgígs- ins í neðri jinni hluta (Ijósbrúnn) og efri grófari hluta (dökkgrár). - Ballistically ejected lithic block in the rim of the Vatns- fell tuff cone. Mynd/photo Magnús A. Sigurgeirsson. og þykkt, auk þess sem innfallsstefnur bergbomba (ballistic blocks) voru mældar. Til að skýra upphleðslu gíganna var komastærð, komagerð og Iagskipting gjóskunnar könnuð. Benda halla- og þykktarmælingar til að í Vatnsfelli komi fram þverskurður af gígrima eldri gígsins (6. mynd). Mælingar á þykkt yngri gígsins leiddu í ljós að 5 m þykktarlína gígrimans fylgir allvel hraunjaðri Yngra-Stampa- hraunsins sem þama liggur skammt upp af ströndinni (sjá 1. mynd). Bendir það til að hraunið hafi runnið upp að gígnum á meðan hann var heill og lítt rofinn og marki nú útlínur hans á landi. Að öðru leyti er þykkt gígsins, ásamt halla laga, óregluleg vegna mikils rofs. 10. mynd. Drangurinn Karl. — The rock Karl at the SW-shore of Reykjanes. Mynd/ photo Magnús A. Sigurgeirsson. GlGMIÐJUR. Sú aðferð sem reyndist notadrýgst við að finna miðjur hinna eyddu gíga var mæling á innfallsstefnum bergbomba, en það em framandsteinar, bæði hraungrýti og núið Ijörugrjót, sem þeyst hafa hátt i loft upp í gosstrók og síðan lent víðs vegar á gíg- rimanum. Af förum eftir slíka steina má síðan í mörgum tilvikum greina úr hvaða átt þeir komu og staðsetja þar með gíg- miðjuna (9. mynd). Árangurinn er mjög háður jarðlagaopnum sem aðgengilegar eru á hverjum stað. í gígrimunum við ströndina gekk ágætlega að beita þessari aðferð. Mælingar leiddu í Ijós að um tvær vel aðgreindar gígmiðjur er að ræða (11. og 12. mynd). Hefur eldri gigurinn verið um 650 m í þvermál, sé gert ráð fyrir reglulegri lögun, og haft gígmiðju í íjöru- borðinu við sunnanverðan Kerlingarbás. Yngri gígurinn hefur hins vegar verið mun stærri, um 1600 m í þvermál, og haft gígmiðju skammt norðvestan við dranginn Karl, um 500 m undan ströndu. Drangurinn Karl Athugun á byggingu Karlsins leiddi m.a. i ljós að í honum eru mislægisfletir sem hallar til suðvesturs, inn að áætlaðri miðju stóra gígsins. I honum er einnig mikið af stórum steinum, sem benda til nándar við gígmiðju. Má telja fullvíst að Karlinn sé hluti af yngri gígnum og samsvari þeim hluta gígrimans sem næstur hefur verið gígskál (Magnús Á. Sigurgeirsson 1992a, c). Til aðgreiningar og til að auðvelda síðari umfjöllun um gígana tvo verður sá yngri og stærri framvegis kenndur við dranginn Karl og nefndur Karlsgtgur en sá eldri við Vatnsfell og nefndur Vatnsfells- gígur. Gerðir gjóskugíga Gjóskugígum hefur verið skipt í fjórar megingerðir, gjallgíga, hverfjöll11, sprengi- 11 Hverfjall er hér notað um þá gerð gíga sem al- mennt cru nefndir „tuff cone“ á ensku máli. Hverfjall í Mývatnssveit er gott íslenskt dæmi um slíkan gíg og hefur það heiti því verið notað yfir þessa gerð gíga. 220

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.