Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.05.2009, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 16.05.2009, Qupperneq 6
6 16. maí 2009 LAUGARDAGUR SKIPULAGSMÁL Síðastliðin tvö og hálft ár ár hafa þau Þorsteinn Máni Árnason og María Sigurjónsdótt- ir unnið að smíði þrjátíu tonna báts í atvinnuhúsnæði í Bráka- rey í Borgarnesi. Deila þeirra við Borgarbyggð, sem á húsnæðið, hefur sett alla þá vinnu í uppnám. Að óbreyttu eiga þau að fjarlægja bátinn út úr húsinu 1. júní næst- komandi. Þau óttast að ef bátur- inn sé settur út núna, þegar húðin á honum er óvarin, gæti það vald- ið verulegu tjóni og jafnvel orðið til þess að ekki fáist haffæraleyfi á hann. Slíkt tjón mætti meta á marga tugi milljóna. Borgarbyggð hefur ákveðið að láta rífa húsið svo hægt sé að hefj- ast handa við framkvæmdir við hreinsistöð sem er fyrir aftan það en nýjar lagnir eiga að koma þar sem húsið er nú. Þorsteinn Máni og María segjast hafa margt út á vinnubrögð Borgarbyggðar að setja. „Í afstöðumynd sem fylgir útboðsgögnunum með framkvæmd- unum við skolpstöðina sést að rörið fer framhjá húsinu og er í tveggja og hálfs metra fjarlægð þar sem það kemur næst,“ segir hann. „Ég fæ ekki skilið af hverju þarf að rífa 1.380 fermetra hús af því að lögn eiga að fara fram hjá því.“ Þau segjast einnig afar ósátt við vinnubrögð Borgarbyggðar í þessu máli. „Ég var hérna fyrir tilviljun einn dag í október síðastliðnum þegar ég varð vör við það að hing- að var kominn hópur sem ætlaði að rífa húsið en því var bjargað,“ segir María. Þau segjast ekki hafa fengið uppsagnarbréf frá bænum en hins vegar heyrt stjórnsýslu- menn segja það í fjölmiðlum að þau eigi að vera komin út 1. júní næst- komandi. „Fyrir mér gildir slík uppsögn ekki en það gerir aftur á móti heiðursmannasamkomulag sem ég gerði við Pál Brynjarsson bæjarstjóra um að ég fengi alltaf sex mánaða fyrirvara.“ Þess ber að geta að þau leigðu húsið í geng- um þriðja aðila svo leigusamning- ur milli þeirra og Borgarbyggðar var aldrei til. „Svo er alltaf verið að tala um nýsköpun og sprotafyrirtæki en svo sést hvernig forgangsröðin er í raun og veru hjá þessu sveitar- félagi þegar skolphreinsilagnir eru látnar verða til þess að ekki sé hægt að smíða bát sem mundi síðan koma sér vel fyrir samfélagið hér og auka tekjur þess.“ Þorsteinn segist helst vilja fá næði til að klára bátinn í þessu hús- næði en það gæti þurft tvö ár. jse@frettabladid.is Á hrakhólum með bát Bátasmiðir lenda á hrakhólum með ókláraðan bát ef ákvörðun Borgarbyggðar gengur eftir. Sýnir forgangsröð sveitarfélagsins að koma bátasmíði fyrir kattar- nef vegna skolphreinsistöðvar, segir Þorsteinn Máni bátasmiður. MARÍA OG ÞORSTEINN MÁNI Í STAFNI Eldborg er í raun handverk bátasmiðanna en nú eru góð ráð dýr því báturinn á að vera kominn út fyrir mánaðamótin. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR ATVINNUHÚSNÆÐIÐ Í BRÁKAREY Bæjar- yfirvöld hyggjast rífa húsið. Í tilefni af degi upplýsingatækninnar, UT-deginum, verður haldin ráðstefna þar sem fjallað verður um hvernig hægt er að nýta upplýsingatækni sem verkfæri til að lækka kostnað og bæta þjónustu. Þar verður m.a. kynnt aðferðafræði til að meta kostnað og ávinning af upplýsingatækni og sagt frá verkefnum þar sem góður árangur hefur náðst. Ráðstefnan verður haldin á Hótel Hilton Nordica þriðjudaginn 19. maí nk. Hægt er að skrá sig á vefnum www.sky.is eða með tölvupósti á sky@sky.is. UPPLÝSINGATÆKNI TIL ENDURREISNAR Bætt þjónusta – lægri kostnaður RÁÐSTEFNA UT-DAGSINS 19. MAÍ 2009 DAGSKRÁ 12:00 Skráning og afhending ráðstefnugagna Samlokuhlaðborð kl. 12:00-13:00 Spjall með sérfræðingum. Umræðuefni eru eftirfarandi: • Rafræn skilríki • Opinn hugbúnaður • Rafræn eyðublöð • Fjarskiptamál og verkefni fjarskiptasjóðs • Rafrænir reikningar • Umbætur í vefmálum 13:00 Ávarp Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra 13:15 Upplýsingatækni til endurreisnar – Netríkið Ísland Guðbjörg Sigurðardóttir 13:35 Hvernig má minnka fyrirhöfn borgara við að sækja opinbera þjónustu – Arðsemi rafrænnar stjórnsýslu og einfaldara regluverks frá sjónarhóli notenda Jón Óskar Hallgrímsson PO RT h ön nu n FORSÆTISRÁÐUNEYTI Ráðstefnustjóri: Þórólfur Árnason, formaður Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja og forstjóri Skýrr 14:00 Aukin þjónusta með minni tilkostnaði Stefán Eiríksson og Halldór Halldórsson 14:20 Kaffi og spjall með sérfræðingum 14:40 Verkfærakista fyrir rafræna stjórnsýslu – í boði forsætisráðuneytis Halla Björg Baldursdóttir 15:00 Opinber gögn: Falinn fjársjóður Hjálmar Gíslason 15:20 Heilbrigðisþjónusta á Netinu Kristján G. Guðmundsson 15:40 Facebook og samskipta- samfélög Maríanna Friðjónsdóttir 16:00 Lokaorð Sigrún Jóhannesdóttir 16:10 Ráðstefnuslit 16:10-17:00 Spjall með sérfræðingum Forstöðumaður framkvæmdasviðs segir húsið rifið vegna skolplagna: Segir velviljann illa launaðan SKIPULAGSMÁL Jökull Helgason, forstöðumaður framkvæmda- sviðs Borgarbyggðar, segir að verið sé að vinna að því að tengja allar skolpleiðslur bæjarins í eina skolphreinsistöð. Skolplagnir eigi að fara um þar sem húsið er nú og eins þurfi verktakar athafnasvæði við framkvæmdirnar. Kannað hafi verið hvort hægt væri að gera þessar framkvæmdir og hlífa hús- inu. „Í svari frá Orkuveitu Reykja- víkur kom í ljós að kostnaður við það næmi tugum milljóna,“ segir Jökull. „Og sveitarfélagið var ekki tilbúið að leggja í þann kostnað.“ Hann segir enn fremur að ef ekki yrði hægt að hefjast handa við fram- kvæmdirnar í júní yrði það til þess að sveit- arfélagið stæði ekki við gerða samninga og yrði fyrir fjár- hagslegu tjóni af þeim sökum. Tvívegis hefur þeim Þorsteini Mána og Maríu verið sent bréf þar sem leigusamningnum er sagt upp. Í fyrra skiptið fengu þau þriggja mánaða fyrirvara sem síðan var lengdur um aðra þrjá mánuði. „Reyndar er varla hægt að tala um leigu því þau eru þarna fyrir vel- vilja Borgarbyggðar og borga enga leigu,“ segir hann. 26. febrúar síð- astliðinn setti Jökull síðan sjálfur í viður vist tveggja votta annað upp- sagnarbréf í bréfalúgu og tekur uppsögnin gildi 1. júní næstkom- andi. Hann segir það af og frá að menn hafi verið sendir til að rífa húsið eins og María heldur fram. Hann segir verkefni þeirra vera afar merkilegt en hins vegar sé það gremjulegt að þau, sem eru þarna með bátinn fyrir velvilja sveitarfélagsins, skuli ekki virða það að nú þarf sveitarfélagið á því að halda og mikið liggi við. - jse JÖKULL HELGASON LÖGREGLUMÁL Það er misskilningur hjá Arinbirni Snorrasyni, formanni Lögreglufélags Reykjavíkur, að kostnaður muni hljótast af fyrir- huguðum skipulagsbreytingum hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæð- inu. Þetta segir Stefán Eiríksson lögreglustjóri. Arinbjörn gagnrýndi í Frétta- blaðinu í gær að ráðast ætti í breyt- ingarnar, sem fela í sér að settar verði á fót fimm sjálfstæðar lög- reglustöðvar í borginni, á meðan lögreglumönnum fækkar og ekki er til fé til að halda þeim í vinnu. Þá sagði hann að félagið hefði kall- að eftir upplýsingum um kostnað- inn en engin svör fengið. „Breytingarnar eru ekki til þess að auka kostnað heldur miklu frek- ar til þess að draga úr kostnaði,“ segir Stefán, og vísar þar bæði til umræddra skipulagsbreytinga sem og fyrirhugaðra breytinga á vaktakerfi lögreglumanna. „Við erum ekki að setja af stað breyt- ingar sem gera það að verkum að við getum ekki ráðið fólk til starfa. Það væri nú býsna skrítið.“ Stefán segir að í fyrstu muni hljótast einhver smávægilegur kostnaður af því að flytja menn á milli staða. „En þetta eru fyrst og fremst tilfærslur á fólki. Það eru engar nýráðningar og það ekki verið að kaupa neinn dýran búnað, þannig að það liggur enginn meiri háttar kostnaður í þessu. Það er alveg á hreinu,“ segir lögreglu- stjórinn. - sh Lögreglustjóri segist ekki fórna lögreglumönnum fyrir skipulagsbreytingar: Breytingarnar kosta ekkert TILFÆRSLUR Stefán, til hægri, ásamt Friðrik Smára Björgvinssyni, yfirmanni rannsóknardeildar lögreglunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN BÚRMA, AP Leiðtogar á Vestur- löndum og mannréttindasamtök fordæma meðferð herforingja- stjórnarinnar í Búrma á Aung San Suu Kyi, Nóbelsverð- launahafa og leiðtoga stjórnar- andstöðunnar þar í landi. Hún hefur verið í stofu- fangelsi árum saman, en átti að losna fyrir mán- aðamót. Herforingjastjórnin lagði hins vegar í vikunni fram nýja ákæru á hendur henni fyrir að brjóta skilmála stofufangelsisins. Norska Nóbelsverðlaunanefnd- in gaf einnig út yfirlýsingu í gær, þar sem þess er krafist að hún verði án tafar látin laus. - gb Stofufangi í Búrma: Meðferð á Suu Kyi fordæmd AUNG SAN SUU KYI Henti gleríláti í síðu manns Ríflega tvítugur maður hefur verið ákærður fyrir sérlega hættulega líkamsárás, en honum er gefið að sök að hafa kastað gleríláti í síðu manns á fimmtugsaldri á tjaldstæðinu við Þrastaskóg. Sá hlaut ílangan marblett og eymsli í aftanverðum brjóstkassa, að því er segir í ákæru, og krefst rúm- lega hálfrar milljónar í bætur. Ákærður fyrir að slá mann Maður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir líkamsárás í Þorlákshöfn í júní í fyrra. Hann sló sér eldri mann í andlitið. Sá krefst rúmlega 400 þúsund króna í bætur. DÓMSTÓLAR Lottóið sýnt seinna í kvöld Dregið verður í Lottóinu í kvöld klukkan 22.30 en ekki 18.45 eins og vanalega. Frestunin er vegna beinnar útsendingar Sjónvarpsins frá Söngva- keppni evrópskra sjónvarpsstöðva. LOTTÓ Á að leggja á sykurskatt í for- varnaskyni? Já 37,4% Nei 62,6% SPURNING DAGSINS Í DAG Á forseti Íslands að hitta Dalai Lama þegar hann kemur hing- að til lands? Segðu þína skoðun á visir.is SÓMALÍA, AP Íbúar í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, hafa varla þorað út fyrir hússins dyr þrátt fyrir að matarleysi sé farið að hrjá marga. Harðir bardagar hafa geisað í borginni, þar sem stjórnarherinn berst við herskáa múslima. Nú er svo komið að stjórnin hefur ekki nema helstu götur borgarinnar á sínu valdi, ásamt nokkrum stjórnarbyggingum. Óttast er að uppreisnarmenn, sem njóta liðsinnis útlendra Al Kaída-liða, nái borginni á sitt vald og fái þar með fullt frelsi til að athafna sig í landinu. - gb Bardagar geisa í Sómalíu: Íbúar að verða matarlausir KJÖRKASSINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.