Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.05.2009, Qupperneq 11

Fréttablaðið - 16.05.2009, Qupperneq 11
LAUGARDAGUR 16. maí 2009 11 MENNING Töluvert minna hefur verið um tónleikahald hér á landi síðustu ár ef marka má nýjustu tölur Hagstofunnar. Tónleikahald á Íslandi jókst töluvert árið 2005 en þá voru haldnir vel yfir 2.300 tónleikar. Síðan þá hefur verið stöðug fækkun og árið 2008 voru haldnir færri en 2.000 tónleikar. Ljóst er að kreppan hefur sett mark sitt á tónlistina því tónleikahald dróst um 26 prósent í desember 2008 miðað við desember árið á undan. Hins vegar hefur tónleikum Sin- fóníuhljómsveitar Íslands ekki fækkað. Ágúst er vinsælasti mán- uðurinn fyrir tónleikahald. - hds Tónleikahald innanlands: Færri tónleikar nú en fyrri ár NOREGUR Norðmaður hefur verið í haldi hersins í Kongó í viku en hann og félagi hans, sem hefur verið á flótta undan lögreglu frá því að Norðmaðurinn var hand- tekinn, eru grunaðir um að hafa myrt bílstjóra sinn. Mennirnir neita sök, að sögn dagblaðsins VG, og segja að ræningjar hafi skotið bílstjórann. Samkvæmt lögum má halda mönnum í fangelsi í fimmtán daga í Kongó án þess að ákæra sé gefin út og birt mönnunum. Ekki þarf heldur neinn sérstakan gæsluvarðhaldsúrskurð. Sendi- herra Noregs, Jon Vea, segir bagalegt að ákæra hafi ekki verið gefin út. Norsk yfirvöld reyna að fá fangann fluttan í borgaralegt fangelsi. - ghs Norðmenn í Kongó: Grunaðir um morð á bílstjóra TB W A \R EY KJ A VÍ K \ SÍ A 0 94 60 8 VERKFRÆÐI- OG NÁTTÚRUVÍSINDASVIÐ Framtíðarhorfur í atvinnumálum hér á landi byggjast að verulegu leyti á námi sem kennt er á Verkfræði- og náttúruvísindasviði HÍ. Umsóknarfrestur til 5. júní. Skráning á www.verkognatt.hi.is · Fjölbreytt, lifandi og skemmtilegt nám · Kennarar í fremstu röð · Náin tengsl við atvinnulífi ð · Sterk rannsóknarhefð · Alþjóðlegt samstarf Raun- og náttúruvísindi: Eðlisfræði Efnafræði Ferðamálafræði Jarðeðlisfræði Jarðfræði Landfræði Lífefnafræði Líffræði Stærðfræði Verkfræði, tölvunarfræði: Efnaverkfræði Hugbúnaðarverkfræði Iðnaðarverkfræði Rafmagns- og tölvuverkfræði Tölvunarfræði Vélaverkfræði Umhverfi s- og byggingar- verkfræði uppbyggingu og rekstri Ætlar þú að taka virkan þátt í íslensks þjóðfélags? Þórunn J. Hafstein mun taka við af Þorsteini Geirssyni sem ráðuneytis- stjóri dóms- og kirkjumálaráðuneyt- isins til 1. september. Þorsteinn sótti um leyfi vegna veikinda. STJÓRNSÝSLA Þórunn ráðuneytisstjóri EVRÓPUSAMBANDIÐ, AP Árum og áratugum saman hafa þingmenn Evrópusambandsins verið gagn- rýndir fyrir bruðl á kostnað evr- ópskra skattgreiðenda. Þeir hafa keypt sér dýra flug- miða, boðið vinum og ættingjum út að borða á fínum veitingastöð- um og jafnvel skráð maka sinn og börn sem aðstoðarmenn á háum launum. Á þessu verður nú breyting. Þegar nýtt þing kemur saman að loknum kosningum í júní gengur í gildi bann við slíku bruðli. Heildar- launin verða lægri og strangar reglur settar um útgjöld. - gb Evrópuþingið herðir reglur: Þingmönnum bannað bruðlið VIÐ ÞINGHÚSIÐ Í BRUSSEL Strangar reglur verða settar um útgjöld. NORDICPHOTOS/AFP TÍMAMÓT Það voru kátir krakkar og kennarar sem marseruðu í skrúð- göngu með furðuhatta í gærmorg- un í tilefni af fimmtíu ára afmæli Vogaskóla. Fremst í flokki fór fánaberi sem fékk aðstoð Skóla- hljómsveitar Austurbæjar sem meðal annars er skipuð nemend- um Vogaskóla. Fyrr um morguninn höfðu nem- endur ásamt starfsfólki tekið sig til og búið til hatta sem margir hverjir voru ansi skrautlegir. Þar var meðal annars hægt að líta á prinsessu, álfa, pípu og gítarhatta í mismunandi litum. Skrúðgangan vakti mikla lukku vegfarenda er gengið var um Voga- hverfið veifandi íslenskum fánum og fylgdust þó nokkrir foreldrar með. Félagarnir Kristþór Sæmunds- son og Hlynur Víkingsson voru meðal nemenda og höfðu þeir orð á hversu mikill andi væri yfir þessu öllu og hvað þetta væri frá- bært og skemmtilegt. Eftir á var svo grillað á skólalóðinni og allir fengu pylsur í tilefni dagsins. Í dag verður svo opið hús og hátíðardag- skrá í sal skólans. Nemendur og kennarar í Vogaskóla fagna fimmtíu ára afmæli skólans: Marserað við Öxar við ána í Vogahverfi STUÐ Á LANGHOLTSVEGINUM Hressir nemendur og kennarar Vogaskóla fóru í skrúðgöngu í tilefni af afmælinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.