Fréttablaðið - 16.05.2009, Side 37
menning
[ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM MENNINGU OG LISTIR ]
maí 2009
VERK EFTIR H
U
LD
U
H
Á
KO
N
Þrjár óperur fluttar
á réttri viku
Hið rómantíska æði er frekt
á íslenskum óperusviðum:
Heinesen, Hel Sigurðar Nor-
dal og hinn bráði trúður
Verdis, Rigoletto.
SÍÐA 4
Þ
að er sól og bjart á Akureyri
þegar Hulda er að koma verk-
um sýnum fyrir í vistarverum
Listasafnsins í Gilinu. Hulda
segir verkin vera á milli sextíu
og sjötíu og það hafi komið sér þægilega
á óvart: „Ég komst að því hvað ég á mörg
verk sjálf svo ég á einhverja sjóði sem
geta dugað mér fram á efri ár, Mörg
þeirra hafa ekki sést áður hér á landi,“
segir hún. „Hér er þó ýmislegt sem ekki
hefur ratað saman á vegg, til dæmis eru
hér allir fótboltamennirnir mínir, 22. Þeir
hafa aldrei áður komið saman á vegg.“
Sýningin er hluti af Listahátíð í
Reykjavík – og víðar um land. Samfara
henni kemur út mikilvæg sýningarskrá
sem bætist við fyrri bókverk um feril
Huldu. Hannes Sigurðsson segir þar:
„Allt frá upphafi ferils síns hefur Hulda
Hákon (f. 1956) haft auga fyrir því að
varpa einkennilegum hetjuljóma á hvers-
dagslífið. Verk hennar eru bautasteinar
um litla sigra, óhöpp eða bara forvitni-
leg atvik sem hún varðveitir í uppstill-
ingum, myndum og texta, og minnir á
að þau eru alveg jafn merkileg og þau
viðfangsefni sem oftast eru uppspretta
opinberra skúlptúra.“ Megintexti bók-
arinnar er eftir Auði Jónsdóttur rithöf-
und sem lagði sig fram við að kynna sér
verkin og manneskjuna á bak við þau.
þar eru dregnir saman helstu textar um
Huldu eftir innlenda og erlenda fræði-
menn.
Og hvernig líkar henni dvölin nyrðra
í sólinni og svalanum? „Það er svo mis-
munandi andi í þorpum og smábæjum,
Eyjar og Akureyri gætu verið í sitthvoru
landinu.“ Listasafnið er opið alla daga
frá kl. 12-17 og er aðgangur ókeypis en
hún varir til 28. júní. .
TVEIR MENN, KONA OG SÆSKRÍMSLI
Í dag opnar Hulda Hákon stórsýningu
á verkum sínum í Listasafni Akureyrar:
„Þetta er ekki yfi rlitssýning, hér vantar
fjölda verka úr einkaeign og frá útlend-
um söfnum,“ segir Hulda, „en verkin
eru frá öllum ferli mínum, það elsta frá
1982 og það yngsta fárra vikna.“
MYNDLIST PÁLL BALDVIN BALDVINSSON
Myndlistarsýningar
Kristján Guðmundsson sýnir á
Listahátíðar sýningu Listasafns Íslands
ásamt Hrafnkatli Sigurðssyni. SÍÐA 6