Fréttablaðið - 16.05.2009, Page 38

Fréttablaðið - 16.05.2009, Page 38
MENNING 2 G reining þeirra Mihu Kovac og Rudigers Wis- chenbart hefur birst víða í evrópskum fjöl- miðlum. Hún tekur til magns og skiptir sér lítið af gæðum enda ljúga tölurnar ekki um áhuga lesenda í stærstu löndum álfunn- ar og takið eftir að listinn yfir tíu mest seldu bækur á svæðinu ber þess merki að útgefendur hér á landi fylgjast vel með: helmingur bóka á topp-tíu listanum er kominn út á íslensku. Þau skötuhjú vekja sérstaka athygli á því að höfundar sem skrifa á enska tungu eru ekki alls ráðandi á listanum. Í fjörutíu efstu sætunum eru aðeins þrettán höfundar sem skrifa á ensku, átta á sænsku, sex á frönsku, Niðurlend- ingar og Þjóðverjar eiga fjögur verk hvor þjóð, Ítalir þrjú verk, Spánverj- ar tvö og Portúgalar eitt, sem er reyndar upprunnið í Brasilíu. Það kemur ekki á óvart að í efsta sæti listans er Stieg Larson með Árþúsunda-þríleik sinn, Stephenie Meyer fylgir fast á eftir. Khaled Hosseini er í þriðja sæti en fast á eftir honum er Roberto Saviano með Gómorru sína; um stöðu maf- íunnar á Ítalíu. Krimmahöfundar eru raunar áberandi á listanum og það sem mesta athygli hefur vakið víða í erlendri pressu er sú firnasterka staða sem sænskir rithöfundar hafa um þessar mundir á evrópskum markaði: í för með Larson eru Henning Mankell í tólfta sæti listans með útgáfu á Kín- verjanum í fjórum löndum, gríð- arleg sala á tveimur bókum Lizu Marklund í Svíþjóð einni tryggir henni 14. sætið. Vísast stæðu bæði hún og Larson hærra ef tekið væri með í reikninginn hvernig þau hafa selt í Danmörku og Noregi. Neðar á listanum eru þeir Jens Lapidus, Jan Guillou og Ása Larson. Greining Kovac og Wischenbarts leiðir í ljós að bókamarkaður Evr- ópu er fjarri því að vera einsleitur. Jafnt flæði er milli þjóðtungna og sömu ritin njóta velgegni víða um álfuna. Sterkustu ritin á hverjum markaði eru samt eftir heimamenn, sömu sögu er að segja í útgáfu, dreifingu og lestri bóka eins og sýnir sig í dreifingu kvikmynda og tónlistar, heimamenn hafa bestu tökin á heimamarkaði. Enginn íslenskur höfundur kemst á blað hjá greiningardeild- inni. Eini maðurinn sem á ein- hverja möguleika að rata inn á lista sem þennan er Arnaldur Indriða- son. Hann hefur víða komið út og hljóta útgefendur að skoða vand- lega hvort ekki beri að stefna á sér- stakt átak í að styrkja stöðu hans á evrópskum markaði. Tækifærið er að opnast þegar nær dregur heið- urssæti Íslands á bókamessunni í Frankfurt. Bókmenntahátíðin í Kaupmanna- höfn hófst í gær og stendur fram á sunnudag. Danir eru góðir í að markaðssetja og kalla hátíðina CPH:Litt í stíl við CPH:Doc og CPH:Film. Yfir sjötíu rithöfundar mæta til Hafnar, troða upp á spjalli og upplestrum og er stór hluti þeirra danskur. Þar má þó finna íslensk nöfn: Hallgrímur Helgason er þar einn okkar manna en tromp- ið er Salman Rushdie. Tvær bókmenntahátíðir verða hér á landi í haust en ljóðahátíð Nýhil verður haldin um menning- arnæturhelgina 21.-23. ágúst við lok hundadaga. Svo er Bókmennta- hátíðin í Reykjavík fyrirhuguð 6.- 12. september. Ekki er komin heild- armynd á gestalista hátíðarinnar. Vitað er að hingað koma færeysku skáldin Bergtóra Hanusardóttir. Hún er virkur meðlimur í Kven- félaginu í Þórshöfn og hefur skrif- að fjölda smásagna. Meðal bóka hennar eru skáldsögurnar Skert flog (1990) og Burtur (2006). Hinn færeyski höfundurinn sem kemur í heimsókn er Jóanes Nielsen, en skáldsaga hans, Myndasafnararnir (Bílætasamlararnir), er meðal vin- sælustu skáldverka sem komið hafa út í Færeyjum síðustu árin. Hingað hafa að jafnaði komið tuttugu til tuttugu og fimm erlendir gestir og hafa yfirleitt verið í þeirra hópi höfundar sem eru að senda frá sér verk í íslenskum þýðingum. Bókmenntahátíð í Reykjavík verður haldin nú í september, í níunda sinn. Fyrsta hátíðin var haldin í september 1985 og hefur allar götur síðan verið mikilvægur gluggi út í hinn stóra heim skáld- skaparins. Bókmenntahátíð í Reykjavík 2009 verður í sambandi við kanad- ísku Griffin-ljóðlistarverðlaunin, en einn dagur í dagskrá hátíðar- innar verður tileinkaður ljóðalestri og umfjöllun um ljóðlist. Verðlaun- in hafa verið veitt árlega frá árinu 2000. Að þessu sinni eru sjö ljóða- bækur tilnefndar til verðlaunanna í tveimur flokkum. Lista yfir til- nefningar ársins má sjá hér, en sigurvegararnir verða tilkynntir 2. júní. Bókmenntahátíðin hefur alltaf verið í nánu samstarfi við Norræna húsið. Formaður stjórnar hennar er nú Sigurður G. Valgeirsson en fram- kvæmdastjórar verða þau Kristín Ingvarsdóttir og Hjalti Snær Ægis- son. Helstu styrktaraðilar henn- ar eru menntamálaráðuneyti og Reykjavíkurborg. Um bókmenntahátíðir METSÖLUBÆKUR Í EVRÓPU Þýskir greiningarsérfræðingar hafa sent frá sér lista um mest seldu skáldrit í álfunni frá apríl í fyrra til mars í ár. Listinn er unninn eftir gögnum um bóksölu í Frakklandi, Þýskalandi, Hollandi, Svíþjóð, á Spáni, Ítalíu og Bretlandi. Á óvart kemur sterk staða sænskra glæpasagnahöfunda á evrópskum bókamarkaði. PÁLL BALDVIN BALDVINSSON MENNING Mest seldu skáldsagna- höfundar Evrópu Arnaldur Indriðason kemst ekki á lista yfir fjörutíu mest seldu skáldsagnahöfundana í Evrópu á nýliðnu tólf mánaða tímabili. Nóbelsverðlaunahafinn og sagnaskáld- ið J.M. Coetzee var meðal gesta Bók- menntahátíðar en von er á stórmennum hingað á bókmenntahátíðir í ágúst og september. Lea Helga og Marteinn 1. Stieg Larson: Milennium-bálkurinn 2. Stephenie Meyer: Fjórir titlar, auk Host 3. Khaled Hosseini: Tveir titlar 4. Roberto Saviano: Gomorrah 5. Carlos Ruiz Zafón: El Juego del Angel 6. Ken Follett: World Without End 7. Muriel Barbery: L´Élegance du herisson 8. John Boyne: Drengurinn í röndóttu föt- unum 9. Cecelia Ahern: The Gift 10. Elizabeth Gilbert: Eat, Pray, Love

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.