Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.05.2009, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 16.05.2009, Qupperneq 38
MENNING 2 G reining þeirra Mihu Kovac og Rudigers Wis- chenbart hefur birst víða í evrópskum fjöl- miðlum. Hún tekur til magns og skiptir sér lítið af gæðum enda ljúga tölurnar ekki um áhuga lesenda í stærstu löndum álfunn- ar og takið eftir að listinn yfir tíu mest seldu bækur á svæðinu ber þess merki að útgefendur hér á landi fylgjast vel með: helmingur bóka á topp-tíu listanum er kominn út á íslensku. Þau skötuhjú vekja sérstaka athygli á því að höfundar sem skrifa á enska tungu eru ekki alls ráðandi á listanum. Í fjörutíu efstu sætunum eru aðeins þrettán höfundar sem skrifa á ensku, átta á sænsku, sex á frönsku, Niðurlend- ingar og Þjóðverjar eiga fjögur verk hvor þjóð, Ítalir þrjú verk, Spánverj- ar tvö og Portúgalar eitt, sem er reyndar upprunnið í Brasilíu. Það kemur ekki á óvart að í efsta sæti listans er Stieg Larson með Árþúsunda-þríleik sinn, Stephenie Meyer fylgir fast á eftir. Khaled Hosseini er í þriðja sæti en fast á eftir honum er Roberto Saviano með Gómorru sína; um stöðu maf- íunnar á Ítalíu. Krimmahöfundar eru raunar áberandi á listanum og það sem mesta athygli hefur vakið víða í erlendri pressu er sú firnasterka staða sem sænskir rithöfundar hafa um þessar mundir á evrópskum markaði: í för með Larson eru Henning Mankell í tólfta sæti listans með útgáfu á Kín- verjanum í fjórum löndum, gríð- arleg sala á tveimur bókum Lizu Marklund í Svíþjóð einni tryggir henni 14. sætið. Vísast stæðu bæði hún og Larson hærra ef tekið væri með í reikninginn hvernig þau hafa selt í Danmörku og Noregi. Neðar á listanum eru þeir Jens Lapidus, Jan Guillou og Ása Larson. Greining Kovac og Wischenbarts leiðir í ljós að bókamarkaður Evr- ópu er fjarri því að vera einsleitur. Jafnt flæði er milli þjóðtungna og sömu ritin njóta velgegni víða um álfuna. Sterkustu ritin á hverjum markaði eru samt eftir heimamenn, sömu sögu er að segja í útgáfu, dreifingu og lestri bóka eins og sýnir sig í dreifingu kvikmynda og tónlistar, heimamenn hafa bestu tökin á heimamarkaði. Enginn íslenskur höfundur kemst á blað hjá greiningardeild- inni. Eini maðurinn sem á ein- hverja möguleika að rata inn á lista sem þennan er Arnaldur Indriða- son. Hann hefur víða komið út og hljóta útgefendur að skoða vand- lega hvort ekki beri að stefna á sér- stakt átak í að styrkja stöðu hans á evrópskum markaði. Tækifærið er að opnast þegar nær dregur heið- urssæti Íslands á bókamessunni í Frankfurt. Bókmenntahátíðin í Kaupmanna- höfn hófst í gær og stendur fram á sunnudag. Danir eru góðir í að markaðssetja og kalla hátíðina CPH:Litt í stíl við CPH:Doc og CPH:Film. Yfir sjötíu rithöfundar mæta til Hafnar, troða upp á spjalli og upplestrum og er stór hluti þeirra danskur. Þar má þó finna íslensk nöfn: Hallgrímur Helgason er þar einn okkar manna en tromp- ið er Salman Rushdie. Tvær bókmenntahátíðir verða hér á landi í haust en ljóðahátíð Nýhil verður haldin um menning- arnæturhelgina 21.-23. ágúst við lok hundadaga. Svo er Bókmennta- hátíðin í Reykjavík fyrirhuguð 6.- 12. september. Ekki er komin heild- armynd á gestalista hátíðarinnar. Vitað er að hingað koma færeysku skáldin Bergtóra Hanusardóttir. Hún er virkur meðlimur í Kven- félaginu í Þórshöfn og hefur skrif- að fjölda smásagna. Meðal bóka hennar eru skáldsögurnar Skert flog (1990) og Burtur (2006). Hinn færeyski höfundurinn sem kemur í heimsókn er Jóanes Nielsen, en skáldsaga hans, Myndasafnararnir (Bílætasamlararnir), er meðal vin- sælustu skáldverka sem komið hafa út í Færeyjum síðustu árin. Hingað hafa að jafnaði komið tuttugu til tuttugu og fimm erlendir gestir og hafa yfirleitt verið í þeirra hópi höfundar sem eru að senda frá sér verk í íslenskum þýðingum. Bókmenntahátíð í Reykjavík verður haldin nú í september, í níunda sinn. Fyrsta hátíðin var haldin í september 1985 og hefur allar götur síðan verið mikilvægur gluggi út í hinn stóra heim skáld- skaparins. Bókmenntahátíð í Reykjavík 2009 verður í sambandi við kanad- ísku Griffin-ljóðlistarverðlaunin, en einn dagur í dagskrá hátíðar- innar verður tileinkaður ljóðalestri og umfjöllun um ljóðlist. Verðlaun- in hafa verið veitt árlega frá árinu 2000. Að þessu sinni eru sjö ljóða- bækur tilnefndar til verðlaunanna í tveimur flokkum. Lista yfir til- nefningar ársins má sjá hér, en sigurvegararnir verða tilkynntir 2. júní. Bókmenntahátíðin hefur alltaf verið í nánu samstarfi við Norræna húsið. Formaður stjórnar hennar er nú Sigurður G. Valgeirsson en fram- kvæmdastjórar verða þau Kristín Ingvarsdóttir og Hjalti Snær Ægis- son. Helstu styrktaraðilar henn- ar eru menntamálaráðuneyti og Reykjavíkurborg. Um bókmenntahátíðir METSÖLUBÆKUR Í EVRÓPU Þýskir greiningarsérfræðingar hafa sent frá sér lista um mest seldu skáldrit í álfunni frá apríl í fyrra til mars í ár. Listinn er unninn eftir gögnum um bóksölu í Frakklandi, Þýskalandi, Hollandi, Svíþjóð, á Spáni, Ítalíu og Bretlandi. Á óvart kemur sterk staða sænskra glæpasagnahöfunda á evrópskum bókamarkaði. PÁLL BALDVIN BALDVINSSON MENNING Mest seldu skáldsagna- höfundar Evrópu Arnaldur Indriðason kemst ekki á lista yfir fjörutíu mest seldu skáldsagnahöfundana í Evrópu á nýliðnu tólf mánaða tímabili. Nóbelsverðlaunahafinn og sagnaskáld- ið J.M. Coetzee var meðal gesta Bók- menntahátíðar en von er á stórmennum hingað á bókmenntahátíðir í ágúst og september. Lea Helga og Marteinn 1. Stieg Larson: Milennium-bálkurinn 2. Stephenie Meyer: Fjórir titlar, auk Host 3. Khaled Hosseini: Tveir titlar 4. Roberto Saviano: Gomorrah 5. Carlos Ruiz Zafón: El Juego del Angel 6. Ken Follett: World Without End 7. Muriel Barbery: L´Élegance du herisson 8. John Boyne: Drengurinn í röndóttu föt- unum 9. Cecelia Ahern: The Gift 10. Elizabeth Gilbert: Eat, Pray, Love
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.