Fréttablaðið - 16.05.2009, Side 40

Fréttablaðið - 16.05.2009, Side 40
MENNING 4 H el, ópera byggð á til- raunatextum Sigurð- ar Nordal frá 1919 hefur verið nokk- uð lengi í undirbún- ingi og vinnslu. Sigurður samdi textann Hel, sem myndaði síðar helming verksins Fornar ástir, kornungur. Sagan er táknleg og hentar að mörgu leyti í ópera- tískt verk. Það voru þeir félag- ar Sigurður Sævarsson tónskáld, Ingólfur Níels Árnason leikstjóri, Siguringi Sigurjónsson, rithöfund- ur og framleiðandi, og Sigurður Eyberg Jóhannesson, leikari og leiklistarfrömuður, sem stóðu fyrir samningu verksins og nú að flutningi þess. Leiðir þeirra lágu saman í Óperudeiglunni, vinnubúðum fyrir áhugamenn um óperusmíðar sem Íslenska óperan stóð fyrir: „Þeir Ingólf- ur og Siguringi voru búnir að finna þennan texta sem ég þekkti ekki,“ segir Sigurður Sævarsson, tónskáldið í hópnum. Hann hafði reynslu af smíði á óperuverki þó hann kalli Zetu – ástarsögu sem flutt var í Skipasmíðastöðinni í Keflavík 2000 nú byrjendaverk. Kafli úr óperunni þeirra, Hel, var svo fluttur á ársfundi óperustjóra frá Norðurlöndum og Eystrasalts- löndunum sem hér var í fyrra og líka á Ljósanótt. En nú er komið að því að verk- ið fái fulla athygli og komi allt á svið. Hvers má vænta: „Tónmál verksins er aðgengilegt og ég lít á tónlistina sem sviðsmynd fyrir orðin. Raddsviðið er valið til að orðin komist til skila,“ segir Sig- urður. Honum gafst tækifæri til að fullvinna verkið þegar starfs- laun listamanna gáfust, en hann starfar sem skólastjóri Nýja tón- listarskólans. Verkið er skrifað fyrir þrjá ein- söngvara, tólf radda kór og þrett- án hljóðfæraleikara. Það er Caput Þrjár óperur Það rekur vel á fjörur óperuunnenda þessa dagana: á landinu verða þrjár ger- ólíkar óperur fl uttar á næstunni, tvær á Listahátíð í Reykjavík og sú þriðja hjá eldhugunum í Skagafi rði. Fyrsta ber að nefna óperuna Í Óðamansgarði frá Fær- eyjum, nýja íslenska óperu, Hel, sem fl utt verður í Íslensku óperunni og loks Rigoletto sem fl utt verður í Skagafi rðinum. MENNING PÁLL BALDVIN BALDVINSSON Á FÁUM DÖGUM sem kemur að flutningnum en Sig- urður hefur áður unnið með þeim. Helstu viðfangsefni hans síðustu árin hafa verið óperur og kórverk, en nýjasta verk Sigurðar er Hall- grímspassía Verkið er samið fyrir kór, hljómsveit og einsöngvara og textinn er unninn upp úr Passíu- sálmum Hallgríms Péturssonar. Schola cantorum og Caput, undir stjórn Harðar Áskelssonar, fluttu verkið, þá í annað sinn, síðastliðna páska. Einsöngvarar í Hel verða Ágúst Ólafsson, barítón, í hlutverki Álfs, Jóhann Smári Sævarsson, bassi, í hlutverki Skugga og Hulda Björk Garðarsdóttir, sópran, í hlutverki Unu. Leikstjóri er Ingólfur Níels Árnason. Óperan er sett upp í sam- starfi sviðslistahópsins Hr. Níelsar, Caput-hópsins, Íslensku óperunnar og Listahátíðar í Reykjavík. Text- inn í verkinu er saminn af leik- hópnum sem setur hana upp, Hr. Níelsi. Sýningar verða aðeins tvær: 23. og 24. maí kl. 20. Galinn maður í garði Hinn 21. maí hefjast sýningar á vegum Listahátíðar og Þjóðleik- hússins þar í samstarfi við Tjóð- pallinn í Þórshöfn á Í Óðamans- garði, fyrstu færeysku óperunni. Hún var frumsýnd í Þórshöfn haustið 2006 og verður sett upp í nýrri sviðsetningu á Listahá- tíð í Reykjavík í samvinnu Þjóð- leikhússins og Tjóðpallsins í Færeyjum. Verkið er eftir hið þekkta, fær- eyska tónskáld Sunleif Rasmussen, en hann hlaut Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs árið 2002. Óper- an byggist á samnefndri smásögu Williams Heinesen úr safninu Fjandinn hleypur í Gamalíel, sem Þorgeir Þorgeirson þýddi, og er íslenskt heiti sögunnar Garðurinn brjálæðingsins. Hugmyndin að óperunni kvikn- aði árið 2001 þegar meðlimir tón- listarhópsins Aldubáran skoruðu á Sunleif Rasmussen að skrifa óperu. Hann tók áskoruninni og fékk Dánial Hoydal til þess að skrifa líbrettó. Ljóð- og myndræn saga Heinesen reyndist tilvalið efni í óperu. Sagan á sér hvorki tíma né rúm, heldur hverfist um brjál- æðinginn ógurlega sem er einbúi. Helstu sögupersónurnar eru Mars- elius og Stella; par á unglingsaldri sem veltir því stöðugt fyrir sér hver sé saga brjálæðingsins. Býr hann yfir yfirnáttúrulegum mætti? Er hann yfirleitt til? Íslenskir og færeyskir listamenn sameinast í sýningunni. Tveir fær- eyskir leikarar flytja texta sem birtur verður á íslensku á skjá. Einnig koma tveir íslenskir dansar- ar fram í sýningunni. Söngvararnir eru þrír, allir íslenskir. Til gam- ans má geta þess að leikmynda- hönnuður sýningarinnar er Elisa Heinesen, barnabarn Williams Heinesen. Tónlistarhópurinn Aldubáran er skipaður færeyskum og íslensk- um tónlistarmönnum. Leikstjóri er Ria Tórgarð, hljómsveitarstjóri Bernharður Wilkinson. Dans- höfundur er Lára Stefánsdóttir, en söngvarar þau Eyjólfur Eyj- ólfsson, tenór, Þóra Einarsdóttir, sópran, og Bjarni Thor Kristins- son, bassi. Dansarar eru Frank Fannar Pedersen og Unnur Elísa- bet Gunnarsdóttir. Sýningar á Listahátíð verða 22. og 23. maí og hefjast kl. 20. Trúðurinn og dauðinn Fyrsta óperan sem frumsýnd verð- ur hér um næstu helgi er Rigoletto, þekkt verk þótt hún hafi aðeins verið flutt hér í tvígang, fyrst á vegum Þjóðleikhússins 1951 og síðar á vegum Íslensku óperunnar 1990. Það er Ópera Skagafjarðar sem setur verkið á svið og verður frumsýning í Miðgarði fimmtu- dagskvöldið í næstu viku. Ópera Skagafjarðar var stofnuð af Alex- öndru Chernyshovu og Jóni Hilm- arssyni í desember 2006 í þeim tilgangi að setja upp óperur í Skagafirði. Markmið Óperu Skaga- fjarðar er að styrkja enn frekar sterkt tónlistarlíf í Skagfirði með uppsetningu á óperu. Stefnt er að því að gera þetta að árlegum við- burði, þ.e. að setja upp eitt til tvö óperuverk á ári, þrjár til fjórar sýningar hverju sinni. Um er að ræða viðamiklar upp- setningar þar sem að koma 30-35 manna óperukór, 6-10 einsöngv- arar, 14-18 hljóðfæraleikarar, þrír stjórnendur – í fyrsta lagi stjórn- andi hljómsveitar, öðru lagi stjórn- andi óperukórsins og þriðja lagi leikstjóri verksins, 8-10 manns koma síðan að verkefninu með einum eða öðrum hætti í undir- búningi og framkvæmd verksins. Samtals koma því að verkefninu um 60-70 manns. Langflestir sem að verkinu koma, koma frá Skaga- firði og nágrenni. Guðrún Ásmundsdóttir leik- stýrir sviðsetningunni, en tón- listarstjóri er Pamela di Sensi. Undirleik annast Aladar Rácz. Með helstu hlutverk í sýningunni fara Þórhallur Bjarnason sem syngur trúðinn Rigoletto, Sigurður Þeng- ilsson sem syngur hertogann, Alexandra Chernyshova sem fer með hlutverk Gildu, og Stefán Arn- grímsson sem syngur bassann og illmennið Sparafugile. Sjö önnur nafnkennd hlutverk eru í verkinu en að auki kemur fram kór Óperu Skagafjarðar. Í Óðamansgarði. Mynd frá frumflutningi verksins í færeyska Þjóðleikhúsinu: Jamie Boylan and Kajsa Wad- hia og bak við þau Eyjólfur Eyjólfsson sem syngur líka í uppfærslunni hér. Sigurður Sævarsson við æfingar á nýrri óperu sinni.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.