Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.05.2009, Qupperneq 40

Fréttablaðið - 16.05.2009, Qupperneq 40
MENNING 4 H el, ópera byggð á til- raunatextum Sigurð- ar Nordal frá 1919 hefur verið nokk- uð lengi í undirbún- ingi og vinnslu. Sigurður samdi textann Hel, sem myndaði síðar helming verksins Fornar ástir, kornungur. Sagan er táknleg og hentar að mörgu leyti í ópera- tískt verk. Það voru þeir félag- ar Sigurður Sævarsson tónskáld, Ingólfur Níels Árnason leikstjóri, Siguringi Sigurjónsson, rithöfund- ur og framleiðandi, og Sigurður Eyberg Jóhannesson, leikari og leiklistarfrömuður, sem stóðu fyrir samningu verksins og nú að flutningi þess. Leiðir þeirra lágu saman í Óperudeiglunni, vinnubúðum fyrir áhugamenn um óperusmíðar sem Íslenska óperan stóð fyrir: „Þeir Ingólf- ur og Siguringi voru búnir að finna þennan texta sem ég þekkti ekki,“ segir Sigurður Sævarsson, tónskáldið í hópnum. Hann hafði reynslu af smíði á óperuverki þó hann kalli Zetu – ástarsögu sem flutt var í Skipasmíðastöðinni í Keflavík 2000 nú byrjendaverk. Kafli úr óperunni þeirra, Hel, var svo fluttur á ársfundi óperustjóra frá Norðurlöndum og Eystrasalts- löndunum sem hér var í fyrra og líka á Ljósanótt. En nú er komið að því að verk- ið fái fulla athygli og komi allt á svið. Hvers má vænta: „Tónmál verksins er aðgengilegt og ég lít á tónlistina sem sviðsmynd fyrir orðin. Raddsviðið er valið til að orðin komist til skila,“ segir Sig- urður. Honum gafst tækifæri til að fullvinna verkið þegar starfs- laun listamanna gáfust, en hann starfar sem skólastjóri Nýja tón- listarskólans. Verkið er skrifað fyrir þrjá ein- söngvara, tólf radda kór og þrett- án hljóðfæraleikara. Það er Caput Þrjár óperur Það rekur vel á fjörur óperuunnenda þessa dagana: á landinu verða þrjár ger- ólíkar óperur fl uttar á næstunni, tvær á Listahátíð í Reykjavík og sú þriðja hjá eldhugunum í Skagafi rði. Fyrsta ber að nefna óperuna Í Óðamansgarði frá Fær- eyjum, nýja íslenska óperu, Hel, sem fl utt verður í Íslensku óperunni og loks Rigoletto sem fl utt verður í Skagafi rðinum. MENNING PÁLL BALDVIN BALDVINSSON Á FÁUM DÖGUM sem kemur að flutningnum en Sig- urður hefur áður unnið með þeim. Helstu viðfangsefni hans síðustu árin hafa verið óperur og kórverk, en nýjasta verk Sigurðar er Hall- grímspassía Verkið er samið fyrir kór, hljómsveit og einsöngvara og textinn er unninn upp úr Passíu- sálmum Hallgríms Péturssonar. Schola cantorum og Caput, undir stjórn Harðar Áskelssonar, fluttu verkið, þá í annað sinn, síðastliðna páska. Einsöngvarar í Hel verða Ágúst Ólafsson, barítón, í hlutverki Álfs, Jóhann Smári Sævarsson, bassi, í hlutverki Skugga og Hulda Björk Garðarsdóttir, sópran, í hlutverki Unu. Leikstjóri er Ingólfur Níels Árnason. Óperan er sett upp í sam- starfi sviðslistahópsins Hr. Níelsar, Caput-hópsins, Íslensku óperunnar og Listahátíðar í Reykjavík. Text- inn í verkinu er saminn af leik- hópnum sem setur hana upp, Hr. Níelsi. Sýningar verða aðeins tvær: 23. og 24. maí kl. 20. Galinn maður í garði Hinn 21. maí hefjast sýningar á vegum Listahátíðar og Þjóðleik- hússins þar í samstarfi við Tjóð- pallinn í Þórshöfn á Í Óðamans- garði, fyrstu færeysku óperunni. Hún var frumsýnd í Þórshöfn haustið 2006 og verður sett upp í nýrri sviðsetningu á Listahá- tíð í Reykjavík í samvinnu Þjóð- leikhússins og Tjóðpallsins í Færeyjum. Verkið er eftir hið þekkta, fær- eyska tónskáld Sunleif Rasmussen, en hann hlaut Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs árið 2002. Óper- an byggist á samnefndri smásögu Williams Heinesen úr safninu Fjandinn hleypur í Gamalíel, sem Þorgeir Þorgeirson þýddi, og er íslenskt heiti sögunnar Garðurinn brjálæðingsins. Hugmyndin að óperunni kvikn- aði árið 2001 þegar meðlimir tón- listarhópsins Aldubáran skoruðu á Sunleif Rasmussen að skrifa óperu. Hann tók áskoruninni og fékk Dánial Hoydal til þess að skrifa líbrettó. Ljóð- og myndræn saga Heinesen reyndist tilvalið efni í óperu. Sagan á sér hvorki tíma né rúm, heldur hverfist um brjál- æðinginn ógurlega sem er einbúi. Helstu sögupersónurnar eru Mars- elius og Stella; par á unglingsaldri sem veltir því stöðugt fyrir sér hver sé saga brjálæðingsins. Býr hann yfir yfirnáttúrulegum mætti? Er hann yfirleitt til? Íslenskir og færeyskir listamenn sameinast í sýningunni. Tveir fær- eyskir leikarar flytja texta sem birtur verður á íslensku á skjá. Einnig koma tveir íslenskir dansar- ar fram í sýningunni. Söngvararnir eru þrír, allir íslenskir. Til gam- ans má geta þess að leikmynda- hönnuður sýningarinnar er Elisa Heinesen, barnabarn Williams Heinesen. Tónlistarhópurinn Aldubáran er skipaður færeyskum og íslensk- um tónlistarmönnum. Leikstjóri er Ria Tórgarð, hljómsveitarstjóri Bernharður Wilkinson. Dans- höfundur er Lára Stefánsdóttir, en söngvarar þau Eyjólfur Eyj- ólfsson, tenór, Þóra Einarsdóttir, sópran, og Bjarni Thor Kristins- son, bassi. Dansarar eru Frank Fannar Pedersen og Unnur Elísa- bet Gunnarsdóttir. Sýningar á Listahátíð verða 22. og 23. maí og hefjast kl. 20. Trúðurinn og dauðinn Fyrsta óperan sem frumsýnd verð- ur hér um næstu helgi er Rigoletto, þekkt verk þótt hún hafi aðeins verið flutt hér í tvígang, fyrst á vegum Þjóðleikhússins 1951 og síðar á vegum Íslensku óperunnar 1990. Það er Ópera Skagafjarðar sem setur verkið á svið og verður frumsýning í Miðgarði fimmtu- dagskvöldið í næstu viku. Ópera Skagafjarðar var stofnuð af Alex- öndru Chernyshovu og Jóni Hilm- arssyni í desember 2006 í þeim tilgangi að setja upp óperur í Skagafirði. Markmið Óperu Skaga- fjarðar er að styrkja enn frekar sterkt tónlistarlíf í Skagfirði með uppsetningu á óperu. Stefnt er að því að gera þetta að árlegum við- burði, þ.e. að setja upp eitt til tvö óperuverk á ári, þrjár til fjórar sýningar hverju sinni. Um er að ræða viðamiklar upp- setningar þar sem að koma 30-35 manna óperukór, 6-10 einsöngv- arar, 14-18 hljóðfæraleikarar, þrír stjórnendur – í fyrsta lagi stjórn- andi hljómsveitar, öðru lagi stjórn- andi óperukórsins og þriðja lagi leikstjóri verksins, 8-10 manns koma síðan að verkefninu með einum eða öðrum hætti í undir- búningi og framkvæmd verksins. Samtals koma því að verkefninu um 60-70 manns. Langflestir sem að verkinu koma, koma frá Skaga- firði og nágrenni. Guðrún Ásmundsdóttir leik- stýrir sviðsetningunni, en tón- listarstjóri er Pamela di Sensi. Undirleik annast Aladar Rácz. Með helstu hlutverk í sýningunni fara Þórhallur Bjarnason sem syngur trúðinn Rigoletto, Sigurður Þeng- ilsson sem syngur hertogann, Alexandra Chernyshova sem fer með hlutverk Gildu, og Stefán Arn- grímsson sem syngur bassann og illmennið Sparafugile. Sjö önnur nafnkennd hlutverk eru í verkinu en að auki kemur fram kór Óperu Skagafjarðar. Í Óðamansgarði. Mynd frá frumflutningi verksins í færeyska Þjóðleikhúsinu: Jamie Boylan and Kajsa Wad- hia og bak við þau Eyjólfur Eyjólfsson sem syngur líka í uppfærslunni hér. Sigurður Sævarsson við æfingar á nýrri óperu sinni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.