Fréttablaðið - 16.05.2009, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 16.05.2009, Blaðsíða 43
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 John Thomasson og fjölskylda hans eru mikið afmælisfólk og halda fast í afmælishefðir. Því er ekki að furða að átta ára afmæli miðdótturinnar í dag, hennar Köru Lindar, setji mark sitt á helgar- plönin. „Barnaafmælið ætlum við að halda á mánudaginn en að morgni afmælisdagsins höfum við sérstakan hátt á,“ segir John en þá vakna John, kona hans og hinar dæturnar tvær á undan afmælis- barninu til að blása í blöðrur og búa til göngubraut úr silkislæðum frá rúmi stúlkunnar að eldhúsborð- inu þar sem þau skreyta stól eins og hásæti og útbúa morgunverðar- kræsingar. „Eftir afmælismorgunverðinn höldum við fjölskyldan af stað í Lækjarbotna þar sem er vinnu- helgi í skólanum hjá krökkunum,“ segir John en þar koma allir for- eldrar saman til að þrífa, mála og dytta að því sem þarf. „Ég á að sjá um þrifin og konan mín verður að smíða,“ segir hann og hlær dátt. „Í kvöld ætlum við svo að fara út að borða og þar sem Kara Lind á afmæli og fær að ráða förum við á sushi-stað,“ segir John en dætr- um hans þykir sushi hið mesta ljúf- meti. „Ætli við förum ekki á Osushi í Lækjargötu því stelpunum þykir spennandi að sjá bitana koma á færibandi,“ segir John, sem ætlar að ljúka deginum með því að hitta félaga sinn í töfrabrögðum. John er sjálfur fær í töfrabrögðum enda nýkominn heim af átta daga töfra- námskeiði í Las Vegas. „Við ætlum að fara niður í bæ og gera töfra- brögð fyrir gangandi vegfarend- ur,“ segir hann og upplýsir að þeir félagar geri slíkt einu sinni í mán- uði til að æfa sig á ókunnugum. Á sunnudag heldur vinnuhelg- in að Lækjarbotnum áfram en seinni partinn er svo lokatónninn sleginn í helgina þegar stórfjöl- skyldan mætir til veislu. Blaða- maður minnist á að ekki sé ama- legt að vera barn á þessu heimili þar sem afmæli kalli á margra daga veisluhöld. „Við eigum nátt- úrlega dótabúð þannig að við erum hálfgerð börn sjálf,” svarar John glaðlega en hann og Sigrún kona hans eiga og reka búðina Börn náttúrunnar á Skólavörðu- stíg. John segir reksturinn hafa gengið erfiðlega eftir efnahags- þrengingarnar og hafi þau neyðst til að stytta afgreiðslutímann til að skera niður launakostnað. Verslun- in er því aðeins opin á fimmtudög- um, föstudögum og laugardögum um þessar mundir. John þakkar Börnum náttúr- unnar töfraáhugann en hann varð til samhliða því að verslunin var stofnuð fyrir fjórum árum. „Okkur vantaði leikföng fyrir eldri börn og pöntuðum því töfradót. Um leið og ég opnaði fyrsta kassann heyrði ég englahljóð og tíminn stóð kyrr,“ segir John dreyminn en síðan þá hefur hann eytt allt upp í tíu tímum á dag í að læra og kynna sér hin ýmsu töfrabrögð. „Ég reyni að vera bæði með atriði fyrir börn og full- orðna enda er oft skemmtilegra að plata fullorðna fólkið,“ segir John og hlær en hann tekur að sér að skemmta í barnaafmælum sem og þrítugsafmælum og öllu þar á milli. solveig@frettabladid.is Töfrandi helgarplön Töfraleikföng sem John Thomasson keypti inn fyrir verslunina Börn náttúrunnar urðu til þess að hann fór að stunda töfrabrögð að atvinnu. Helgi Johns er þaulskipulögð og á afmæli dótturinnar stóran hlut að máli. John leikur töfralistir í verslun sinni Börn náttúrunnar á Skólavörðustíg. Hann tekur að sér að skemmta við hin ýmsu tækifæri. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HUNDAHÓTELIÐ Á LEIRUM heldur opið hús í dag frá 13 til 18. Hund- ar og menn fá nammi frá SS og börnin fá Svala. Þetta er tilvalið tækifæri fyrir þá sem vantar umönnun fyrir hundinn sinn í sumarfríinu að koma og skoða aðstöðuna og spjalla við starfsfólkið. Tilboð! Kínverskt heilsute ásamt hágæða handgerðu tesetti Gamalt verð -30% afsláttur Frí heilsuráðgjöf innifalin Skeifunni 3j · Sími 553-8282 mánudaga - föstudaga 10-18 laugardaga og sunnudaga 10-16Opið Margskonar te við: • orkuleysi • svefnleysi • hægðartregðu • grenningu • minkun kolesterols o.fl. o.fl. Weber Q ferðagrillin komin. Söluaðilar.: Járn og gler - Garðheimar - Húsasmiðjan www.weber.is www.lindesign.is/lagersala LAGERSALA Lín Design Úrval rúmteppa, púða, dúka, rúmfatnaðar ásamt ýmsu öðru. Sýniseintök og umbúðalausar vörur með allt að 80% afslætti. LAGERSALAN er á Malarhöfða 8, (í brekkunni fyrir aftan Ingvar Helgason) Opið laugardag & sunnudag 10 – 16. Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.