Fréttablaðið - 16.05.2009, Page 44

Fréttablaðið - 16.05.2009, Page 44
 16. maí 2009 LAUGARDAGUR2 „Ég er búin að vera brosandi frá því við byrjuðum söfnunina í byrjun mars,“ segir Sunna Dís Másdóttir sem hefur haft það ljúfa verkefni undanfarna mán- uði að lesa annarra manna ástar- bréf. Sunna Dís er meistaranemi í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands en verkefnið Ást- arbréf óskast! vinnur hún í sam- starfi við Landsbókasafn Íslands – háskólabókasafn. Ástarbréf eru að mati Sunnu vanmetið rannsóknarefni, enda séu varla nokkur skrif jafn ein- læg og ástríðufull og þau. Um helgina verður fjöldi ástar- bréfa og ástarjátninga sem borist hafa til sýnis í hinum ýmsu versl- unargluggum á Laugaveginum. Bréfin eru allt frá hefðbundnum handskrifuðum ástarbréfum til nútímalegri ástarjátninga á borð við smáskilaboð, tölvupóst og Facebook-skilaboð. Flest bréfanna á sýningunni eru nafnlaus en ein undantekning er á því. Þar er að finna bréf ritað af ljóðskáldinu Steini Steinarr árið 1931 þar sem hann játar Þórhildi Hafliðadóttur ást sína. Sunna Dís getur brosað enn um sinn, þar sem söfnunin heldur áfram út ágúst, þótt sýningunni ljúki á sunnudagskvöld. Hún óskar eftir gömlum og nýjum ástarbréf- um, hvort sem þau eru frumrit, ljósrit eða útprent af tölvupósti. Sunna segist hafa orðið vör við að margir eigi erfitt með að ákveða hvort þeir eigi að senda frá sér bréf eða ekki. „Mér finnst ekkert sjálfgefið að fólk vilji sýna ástar- bréfin sín. En þau verða geymd á öruggum stað í Handritadeild Landsbókasafnsins, fyrir kom- andi kynslóðir. Hægt verður að takmarka aðganginn að þeim til tuttugu ára, sem mörgum líst vel á, enda margar ástarsögur til, sem kannski er ekki tímabært að segja frá enn þá.“ Nú er því kjörið tækifæri fyrir alla, bæði gamla og unga, til að kafa ofan í löngu læstar kistur, skrolla nokkur ár aftur í tölvupóst- inum sínum eða lesa gömul smá- skilaboð og gefa minningum um ástareld lausan tauminn. holmfridur@frettabladid.is Ástarbréfin í gluggunum Það er vel þess virði að fá sér gönguferð niður Laugaveg um helgina og leita ástarinnar í verslunarglugg- um. Sunna Dís Másdóttir hefur safnað ástarbréfum landsmanna sem nú eru til sýnis í miðbænum. Sunna Dís Másdóttir við eitt ástarbréfanna sem til sýnis eru á Laugaveginum um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI VÆTTIR kallast sýning listakonunnar Jónínu Guðnadóttur sem hún opnar í Hafnarborg um helgina. Verk Jónínu eiga rætur í leirlist. Á sýningunni glímir hún við landvættirnar og aðrar vættir. Prímadonnur í galakjólum syngja aríur í Reykjanesbæ. Fjórar af fremstu sópransöngkon- um landsins, þær Auður Gunn- arsdóttir, Elín Ósk Óskarsdóttir, Hulda Björk Garðarsdóttir og Þóra Einarsdóttir munu koma fram á tónleikum í Kirkjulundi í Kefla- vík á sunndag en þeim til halds og trausts verður Antonía Hevesi, fastráðinn píanóleikari Íslensku óperunnar. Söngkonurnar hafa allar gert garðinn frægan bæði hér heima og erlendis og telst það nokkuð afrek að ná þeim öllum saman. Þær hafa þó áður komið fram á tvennum tónleikum í Íslensku óperunni við góðan orðstír. Efnisskráin er ekki af verri endanum en þar má finna marg- ar af helstu perlum óperubók- menntanna. Má þar nefna aríur, dúetta og samsöngsatriði, eftir Bellini, Mozart, Verdi, Wagner, Puccini, Rossini og fleiri. Gala- kjólar og -greiðslur munu gleðja augu áhorfenda og eru þeir hvatt- ir til að gera sér dagamun, klæða sig upp á og gleðjast. Sala aðgöngumiða á tónleikana, sem hefjast klukkan 20, fer fram í Listasafni Reykjanesbæjar í Duus- húsum. - ve Prímadonnur syngja í Reykjanesbæ Prímadonnurnar Auður Gunnarsdóttir, Elín Ósk Óskarsdóttir, Hulda Björk Garðars- dóttir og Þóra Einarsdóttir ásamt píanóleikaranum Antoníu Hevesí. Fjölbreytt dagskrá er í boði á fjölmenningardaginn í Reykjavík í dag. Fjölmenningardagurinn í Reykja- vík verður haldinn í fyrsta sinn í dag en markmið dagsins er að fagna fjölbreytileikanum sem borgarsamfélagið býður upp á. Dagskráin hefst klukkan 13 með fjölþjóðlegri göngu sem fer af stað frá Hallgrímskirkju. Fjöl- þjóðagangan er samstarfs- verkefni Heimsgöngunnar og ýmissa samtaka innflytjenda á Íslandi. Markmið Heims- göngunnar, sem fer fram síðar á þessu ári, er að stuðla að friði í heiminum og til- veru án ofbeldis. Yfirskrift fjöl- þjóðagöngunnar að þessu sinni er friður og eining. Lúðra- sveitin Svan- ur frumflytur Heimsgöngu- mars eftir Ómar Ragn- arsson við upphaf göngunnar og spilar hann aftur þegar göngunni lýkur við Ráðhús Reykjavíkur. Í Ráðhúsinu og Iðnó verður fjöl- breytt skemmtidagskrá frá 14 til 17 og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Þar kennir ýmissa grasa, meðal annars bambusdans, dans snæljónsins frá Tíbet, jap- önsk teathöfn og söngur frá Keníu, Srí Lanka, Írak, Búlgaríu og Indlandi. Fjölmenningardag- urinn er samstarfs- verkefni Reykjavíkur- borgar, Alþjóðahúss og Heimsgönguhópsins og er stefnt að því að gera hann að árlegum viðburði í borg- inni. Fjölþjóðleg ganga og bambusdans Ómar Ragnarsson hefur samið Heimsgöngu- mars sem verður fluttur af lúðrasveit við upphaf og endi fjölþjóða- göngunnar. Þegar ylströndin í Nauthólsvíkinni er opnuð þá er sumarið komið! Það virðist að minnsta kosti þannig nú. Ströndin er opin alla daga milli 11 og 19 og þar eru búnings- klefar sturtur og heitir pottar. Fólk getur fengið sandleikföng og afnot af gasgrilli án endur- gjalds í Nauthólsvíkinni. Einnig er kaffi og gos til sölu í sjoppunni, pylsur til að grilla og ýmislegt annað góðgæti. - gun Ylströndin opnuð Á ylströndinni hafa gestir notið margra góðviðrisstunda síðustu sumur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR • Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli • Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir Tr y g g v a g ö t u 19 • 101 R e y k j a v í k S í m i 5 62 5 0 3 0 • w w w . k o l a p o r t i d . i s Kolaportið er OPIÐ laugardaga og sunnudaga frá kl. 1100-1700 Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.