Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.05.2009, Qupperneq 68

Fréttablaðið - 16.05.2009, Qupperneq 68
44 16. maí 2009 LAUGARDAGUR Hvenær varstu hamingjusömust? Lífið er búið að vera ein stór ham- ingja eftir að ég hitti manninn minn, Frey Frostason. Hvert væri draumastarfið þitt? Mig hefur alltaf dreymt um að vinna í dýragarði. Hvernig gengur að samtvinna plötusnúðastarf við aðra vinnu? Nú get ég komið því á framfæri að ég er hætt að vera plötusnúður, losna við nokkur óþarfa símtöl í mánuði. Ég hætti þegar ég varð ófrísk að dótt- ur minni, það fór ekki vel saman með reykloftinu og að vera síðust út. Opnunartíminn hefur lengst svo mikið að ég þrauka ekki svona lengi. Annars er svo mikið að gera hjá mér núna sem vörumerkjastjóri að ég hef ekki tíma fyrir aðra vinnu. Hvað er það versta sem nokkur hefur sagt við þig? Ég er svo fljót að gleyma svoleiðis, annars er fólk yfirleitt ekki að hreyta ónotum í mann. Hvað er það dýrasta sem þú hefur nokkurn tímann keypt þér? Ætli það sé ekki blessað húsið. Ef þú byggir ekki í Reykjavík, hvar myndirðu vilja búa? Ef vinir og fjölskylda kæmu með get ég búið hvar sem er. Ég er samt mjög hrif- in af New York, Kaupmannahöfn, París og Tókýó. Uppáhaldstónlistarmaður/kona og af hverju? Vá, svo mörg! En Dolly Parton og Beethoven eldast vel með mér. Draumahelgin þín í einni setn- ingu? Afslöppun og dans í svipuðu hlutfalli og mikið af góðum mat og drykk með vinum og stórfjölskyldu en skipta þeim á milli laugardags og sunnudags. Hvert er versta starf sem þú hefur nokkurn tímann gegnt? Ég er svo óþolandi týpa að mér þætti gaman að skafa tyggjó af gangstétt- um. Ég var einu sinni glasabarn á Kaffibarnum en það var frábært í minningunni og ég hef sjaldan verið í betra formi berandi öll þessi glös og klakafötur á milli hæða. Uppáhaldsstaðurinn þinn á jörð- unni? Fangið á Frey mínum. Hvers konar tónlist hefur mest áhrif á þig og hvaða lag hlustarðu mest á í dag? Mér finnst raftónlist hafa mest áhrif á mig til að slaka á eða komast í stuð. Samkvæmt Itunes hef ég samt hlustað mest á Band of Horses, Cease to Begin. Ég er nefnilega nýlega búin að detta í indie- og rokktónlist öllum að óvör- um. Ef að þú ættir tímavél, hvert myndurðu fara og af hverju? Maður vill náttúrlega ekki missa af neinu þannig að ég væri til í að kíkja til baka um 700 ár og aftur til baka. Er eitthvað sem heldur fyrir þér vöku á nóttunni? Dóttir mín. Ef þú gætir breytt einhverju í fortíð þinni, hvað myndi það vera? Maður þarf víst að lifa með mistök- unum sem maður hefur gert. Ann- ars væri maður ekki reynslunni ríkari. Hvenær fékkstu síðast hláturs- kast? Ég? Það er ekki langt síðan. Áttu þér einhverja leynda nautn? Ég fer ekki leynt með mínar nautn- ir. Uppáhaldsbókin þessa stundina? Ég las frábæra ævisögu um daginn um hana Guðmundu Elíasdóttur óperusöngkonu. Hvaða núlifandi manneskju lítur þú mest upp til? Mér finnst allar saumaklúbbsvinkonur mínar mikl- ar fyrirmyndir og kjarnakvendi. En hvaða núlifandi manneskju þolirðu ekki? Eyði ekki tímanum í svoleiðis vitleysu. Uppáhaldsorðið þitt? Matur kemur efst í hugann núna rétt fyrir hádegi. Hvaða eitt atriði myndi fullkomna lífsgæði þín? Betra veður á Íslandi og lengra sumar. Hvaða lag á að spila í jarðarför- inni þinni? Ég er mikill planari en verð að viðurkenna að ég er ekki alveg komin svona langt. Hver verða þín frægu hinstu orð? Fegurð, frelsi og frítími. Hvað er næst á dagskrá? Ég er að undirbúa frábært partí með Smirnoff og Kronkron. Ég er sem sagt alveg á heimavelli í vinnunni minni þegar kemur að því að setja upp partí og viðburði. Benni B-Ruff og Gísli Galdur eru að setja saman 4 mixdiska seríu sem heita A-D og B diskurinn er að koma út næsta laugardag, 23. maí. Af því tilefni ætlum við að setja upp flott partí í Kronkron-búðinni þar sem fólk getur fengið sér Smirnoff kokkteila og hlustað á diskinn fluttan í heild sinni í búðinni. Stuðið heldur svo áfram á Kaffibarnum síðla kvölds. Umbúðirnar eru allar hannaðar af okkar fremstu hönnuðum og hver diskur hefur sitt tónlistarþema. Ég vonast til að sjá sem flesta sem hafa gaman af tísku og tónlist. ÞRIÐJA GRÁÐAN FULLT NAFN: Sóley Kristjáns- dóttir STARFSFERILL Í HNOTSKURN: Fyrirsæta, útvarpskona á X-inu og Skratz, plötusnúður, sá um sjónvarpsþáttinn Topp20 á Skjá Einum og svo vínsölukvendi. Í dag er ég vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni og sé um sterku vínin og innfluttu bjórana og allt sem tengist þeim vöru- merkjum. Ég geng núna undir nafninu Sóley Smirnoff í stað dj Sóley. FÆÐINGARÁR OG HVAÐ GERÐIST MARKVERÐAST Á ÞVÍ ÁRI: 1980, árið sem Vigdís var kjörin forseti fyrst allra kvenna í heiminum. Hætt að vera plötusnúður Sóley Kristjánsdóttir segir Önnu Margréti Björns- son frá lífshamingjunni, draumahelginni, versta starfinu og fleiri mikilvægum hlutum. GENGUR UNDIR NAFNINU SÓLEY SMIRNOFF Sóley Kristjánsdóttir skipuleggur KronKron-teiti um næstu helgi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Útsölustaðir.: Hagkaup, útsölustaðir um land allt., Lyfja, útsölustaðir um land allt , Fjarðarkaup, Versl.. Einars Ólafssonar, Akranesi, Blómsturvellir, Hellissandi, Kaupfélg V-Húnvetninga, Hvammstanga. Skagfi rðingabúð, Heimahornið, Stykkishólmi, Palóma, Grindavík. Efnalaug Vopnafjarðar. NÝTT Sloggi fyrir herrana 2 stk í pk kr. 2990 Góð vika fyrir... Sært stolt Íslendinga. Það bráði af skömm- inni eitt augna- blik á þriðjudags- kvöldið þegar Is it true? komst áfram í úrslit Eurovision. Hefðum varla þolað hitt. Takk Evrópa. Vegasjoppur. Samkvæmt fréttum ætla 90 pró- sent lands- manna að ferðast innan- lands. Það ætti því að vera kátt í höllinni og varla seinna vænna að fylla á remúlaði dúnkana í sjoppunum við þjóðveginn. Birgittu Jónsdóttur. Annaðhvort er hún svona brjál- uð að hún segir bara nákvæm- lega það sem henni finnst eða er stál- heiðar- leg mann- eskja. Slæm vika fyrir... Sigga sæta og alla vini hans. Nú er illt í efni því ekkert tyggja má. Heil- brigðis- ráðherra hyggst skatt- leggja nammi- dagana okkar. Þingmenn í fínni föt- unum. Afnámi bindis- skyldunnar hlýtur að fylgja einhver tog- streita fyrir þing- menn. Eiga þeir að líta út eins og ferm- ingardrengir á leið á skólaball innan um hippa? Eða ekki og láta Boss daga uppi í fataskápnum? Erfitt líf. Suðurnesin. Sjúkra- flutningamaður þar í bæ var andlit Suður- nesja í vikunni þegar hann lýsti viðhorfum sínum í garð hælisleit- enda á Fésbók. GÓÐ VIKA / SLÆM VIKA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.