Fréttablaðið - 16.05.2009, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 16.05.2009, Blaðsíða 76
52 16. maí 2009 LAUGARDAGUR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Laugardagur 16. maí 2009 ➜ Tónleikar 22.00 Brain Police spilar á Sódómu Reykjavík við Tryggvagötu. Einnig koma fram Dead Model og Foreign Monk- eys. 23.00 The Psyke Project spilar á Grand Rokk við Smiðjustíg. Einnig koma fram Celestine og Momentum. ➜ Opnanir 13.00 Hópur listamanna sem kallar sig Flökkukindur verður með sýningu aðeins í dag að Laugavegi 33 milli kl. 13 og 17. 13.00 Í Ljósmyndasafni Reykjavíkur við Tryggvagötu verður opnuð sýningin „Lífið er ekki bara leikur - það er líka dans á rósum“, þar sem sýndar eru íslenskar ljósmyndir frá sjöunda áratug síðustu aldar. Opið virka daga kl. 13- 19 og um helgar 13-17. Aðgangur er ókeypis. 14.00 Sigrún Guð- jónsdóttir opnar myndlistasýningu í DaLí Gallery við Brekkugötu á Aku- eyri. Opið um helgar kl. 14-17. 15.00 Í sal Íslenskrar grafíkur við Tryggvagötu 17 (hafnarmegin) opnar sýning á verkum Kjartans Guðjónssonar. Opið fim.-sun. kl. 14-18. 15.00 Ari Svavarsson opnar mál- verkasýningu í Jónas Viðar Gallery við Kaupvangsstræti á Akureyri. Opið um helgar 13-18. 15.00 Í Listasafninu á Akureyri við Kaupvangsstræti verður opnuð yfirlits- sýning á verkum Huldu Hákon. Opið alla daga kl. 12-17. Aðgangur ókeypis. 15.00 Í Hafnarborg við Strandgötu í Hafnarfirði opna tvær sýningar þar sem listakonurnar Jónína Guðnadóttir og Guðný Guðmundsdóttir sýna verk sín. Opið alla daga nema þriðjudaga kl. 11- 17, fimmtudaga til kl. 21. 15.00 Kristín Blöndal opnar sýningu sína „Úr einu í annað“ í Listasal Iðu við Lækjargötu. Opið alla daga kl. 9-22. 16.00 Hrafnhildur Arnardóttir opnar sýningu sína „Hégóma- röskun“ í i8 gallerí við Klapparstíg 33. Opið þri.-fös. kl. 11-17 og lau. kl. 13-17. 16.00 Dagur Gunnnarsson opnar ljósmyndasýningu í Gallerí Grums að Laugavegi 12. Opið virka daga kl. 11-18 og um helgar 10-16. 16.00 Í Suðsuðvestur við Hafnargötu í Reykjanesbæ verður opnuð sýning á verkum hollenska listamannsins Klaas Kloosterboer sem nefnist „Pulp Mach- ineries“. Sýningin er opin um helgar kl. 14-17. Aðgangur ókeypis. 16.00 Guðrún Gunnarsdóttir opnar sýningu sína Hughrif í Gallerí Ágúst við Baldursgötu 12. Opið mið.-lau. kl. 12-17. 17.00 Hópur listamanna frá Noregi og Íslandi opna sýninguna „Within Reach“ hjá Kling og Bang við Hverfisgötu 42. Opið fim.-sun. kl. 14-18. ➜ Handverkssýning Handverkssýning hefur verður opnuð í Félagsmiðstöðinni við Vitatorg, Lindar- götu 59. Opið kl. 13-16, lau. og mán. ➜ Sýningar 13.00 Vorsýning nemenda Iðnskól- ans í Hafnarfirði verður opnuð í dag. Sýningin verður opin daglega kl. 13-17 og stendur til 24. maí. Í GalleríBOXI við Kaupvangsstræti á Akureyri, hefur verið opnuð sýning á verkum sem nemendur Oddeyrarskóla og Brekkuskóla unnu ásamt kennurum sínum. Opið lau. og sun. kl. 14-17. Í Listasafni Íslands við Fríkirkjuveg hafa verið opnaðar sýningar á verkum Hrafnkels Sigurðs- sonar og Kristjáns Guðmundssonar. Opið alla daga nema mánudaga kl. 11-17. Aðgangur ókeypis. ➜ Dans 17.00 Útskriftarnemendur dansbraut- ar leiklistardeildar LHÍ sýna dansverkið Deadhead‘s Lament í Hafnarfjarðarleik- húsinu við Strandgötu í Hafnarfirði ➜ Dansleikir Á móti sól verða á Ráðhúskaffi við Hafnarberg í Þorlákshöfn. Páll Óskar stjórnar Eurovision-partýi á NASA við Austurvöll og spilar Eurolög alla nóttina. Sérstakir gestir hans verða m.a. Selma Björns, Stefán Hilmarsson, Eyjólfur Kristjánsson, Pálmi Gunnars- son, Helga Möller, Einar Ágúst & Telma og Haffi Haff. ➜ Málþing 13.00 Félag áhugamanna um heimspeki og Konfúsíusarstofninin Norðurljós standa fyrir málþingi um kínverska heimspeki. Málþingið fer fram í Odda, Sturlugötu 3, stofu 103. Enginn aðgangseyrir og allir velkomnir. ➜ Tónlist 15.00 Kórinn Vox Academica flytur H-moll messu Johanns Sebastians Bach á tónleikum í Langholtskirkju við Sólheima. Ásamt kórnum koma fram: Hlín Pétursdóttir Behrens, Ingunn Ósk Sturludóttir, Gissur Páll Gissurar- son og Jóhann Smári Sævarsson og Kammersveitin Jón Leifs Camerata. 16.00 Koralkórinn, Älta-Cantaton/ Havssångarna frá Svíþjóð ásamt Kirkju- kór Kristkirkju Landakoti og Kirkjukór St. Jósefskirkju, verða með sameigin- lega tónleika í St. Jósefskirkju að Jófríðar- staðavegi í Hafnarfirði. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. 17.00 Kór Átthagafélags Stranda- manna heldur vortónleika í Árbæjar- kirkju við Rofabæ. 17.00 Kyrjurnar verða með vortónleika í Seltjarnarneskirkju. Á efnisskránni verða lög eftir m.a. Tólfta september, Jón Ásgeirsson og Atla Heimi Sveins- son. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Sunnudagur 17. maí 2009 ➜ Dansleikir 20.00 Dansleikur Félags eldri borg- ara í Reykjavík og nágrenni verður að Stangarhyl 4. Borgartríó leikur fyrir dansi. ➜ Tónlist 17.00 Tinna Árnadóttir sópran heldur einsöngstón- leika í Salnum við Hamraborg í Kópa- vogi. Á efnisskránni eru m.a. verk eftir Bach, Mozart og Inga T. Lárusson. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. 17.00 Kórhátíð verðu haldin í Safnað- arheimilinu Kirkjuhvoli í Garðabæ. Sjö kórar taka þátt sem telja 200 manns. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. 17.00 Reykjalundarkórinn heldur sína árlegu vortónleika í Fella- og Hólakirkju við Hólaberg. Á efnisskránni verða m.a. syrpur með vinsælum dægurlögum og söngleikjum. ➜ Tónleikar 20.00 Kór Langholtskirkju undir stjórn Jóns Stefánssonar flytur tvö verk eftir Vivaldi í Langholtskirkju við Sólheima. ➜ Listamannaspjall 15.00 Daði Guðbjörnsson og Tryggvi Ólafsson ræða um verk sín og tilurð sýninga sinna sem nú standa yfir í Gall- eríi Fold við Rauðarárstíg. Í dag er síð- asti dagur sýningarinnar. Opið kl. 13-16. 15.00 Pétur Thomsen ræðir við gesti sýningarinnar „Leiftur á stund hætt- unnar“ í Listasafni Árnesinga við Aust- urmörk í Hveragerði. Á sýningunni eru verk eftir átta íslenska myndlistarmenn sem allir vinna með ljósmyndina í list sinni. Aðgangur er ókeypis. 15.00 Þóra Sigurðardóttir verður með listamannaspjall á sýningu sinni sem nú stendur yfir í Listasafni ASÍ Freyjugötu 41. ➜ Opnanir 11.00 Huginn Þór Arason opnar sýningu sína „Allt í kúk og kanil“ í Kunstraum Wohnraum við Ásabyggð 2 á Akureyri. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Hústökufólk var í fréttum fyrir nokkru. Mörgum blöskrar ill umgengni húseigenda um eign- ir sínar og hafa litla samúð með þeim. Hönnuðir hafa í samráði við Epal lagt undir sig nokkra glugga í tómu húsnæði við gamla verslun- argötu í Reykjavík, Laugaveginn. Nú eru myndlistarmenn teknir að þræða sömu götuna. Þeir kalla sig Flökkukindurnar og í dag ætla þeir að sýna í fjórða sinn í auðu verslun- arrými. Í þetta sinn á Laugavegi 33 milli kl. 13 og 17. Opnunin er hluti af stærra verk- efni: Eins dags sýningum í rými sem stendur tímabundið autt. Sýn- ingin er unnin inn í rýmið hverju sinni. Verkefninu er ætlað til að fylla upp í holur sem hafa mynd- ast nú þegar í miðbæ Reykjavíkur. Sýningarnar eru unnar sem ferli þar sem sýningin fer eftir lista- mönnunum sem taka þátt, stærð og gerð rýmis sem notast er við hverju sinni og samvinnu innan hópsins. Þeir listamenn sem taka þátt í verkefninu að þessu sinni hafa notað undanfarin ár eftir útskrift til að byggja upp liststefnu sína og verið duglegir að sýna, bæði á einka- og samsýningum hérlend- is og erlendis. Flökkukindurnar útskrifuðust ýmist úr Listaháskóla Íslands eða Myndlistaskóla Akur- eyrar. Boðið verður upp á skemmti- legt spjall á staðnum við listamenn um myndlist. Hægt er að fylgjast með Flökku- kindum, sýningunum fram undan, listamönnum sem taka þátt hverju sinni og myndum af liðnum atburð- um á www.flokkukindur.blog.is. - pbb Flökkukindur í hús MYNDLSIT Frá einni af fyrri sýningum Flökkukinda á Laugavegi 84 í vetur. MYND/FLÖKKUKINDUR Sýnt í Hafnarfjarðarleikhúsinu Miðasala í síma 555 2222 og á midi.is SÍÐUSTU SÝNINGAR 17.05 kl.21 Sunnudagur 24.05 kl.21 Sunnudagur PBB, Fréttablaðið ,,Ekki missa af þessari fegurð...” ÞES, Víðsjá ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Sími 551 1200 / midasala@leikhusid.is / www.leikhusid.is Creature - gestasýning Ó, þú aftur - afmælissýning leikhópsins Hugleiks Í Óðamansgarði - ópera í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík Dreams 2009 - alþjóðleg döff leiklistarhátíð Kardemommubærinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.