Fréttablaðið - 16.05.2009, Qupperneq 76
52 16. maí 2009 LAUGARDAGUR
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Laugardagur 16. maí 2009
➜ Tónleikar
22.00 Brain Police spilar á Sódómu
Reykjavík við Tryggvagötu. Einnig koma
fram Dead Model og Foreign Monk-
eys.
23.00 The Psyke Project spilar á
Grand Rokk við Smiðjustíg. Einnig koma
fram Celestine og Momentum.
➜ Opnanir
13.00 Hópur listamanna sem kallar
sig Flökkukindur verður með sýningu
aðeins í dag að Laugavegi 33 milli kl.
13 og 17.
13.00 Í Ljósmyndasafni Reykjavíkur
við Tryggvagötu verður opnuð sýningin
„Lífið er ekki bara leikur - það er líka
dans á rósum“, þar sem sýndar eru
íslenskar ljósmyndir frá sjöunda áratug
síðustu aldar. Opið virka daga kl. 13-
19 og um helgar 13-17. Aðgangur er
ókeypis.
14.00 Sigrún Guð-
jónsdóttir opnar
myndlistasýningu
í DaLí Gallery við
Brekkugötu á Aku-
eyri. Opið um helgar
kl. 14-17.
15.00 Í sal
Íslenskrar grafíkur
við Tryggvagötu 17
(hafnarmegin) opnar sýning á verkum
Kjartans Guðjónssonar. Opið fim.-sun.
kl. 14-18.
15.00 Ari Svavarsson opnar mál-
verkasýningu í Jónas Viðar Gallery við
Kaupvangsstræti á Akureyri. Opið um
helgar 13-18.
15.00 Í Listasafninu á Akureyri við
Kaupvangsstræti verður opnuð yfirlits-
sýning á verkum Huldu Hákon. Opið
alla daga kl. 12-17. Aðgangur ókeypis.
15.00 Í Hafnarborg við Strandgötu í
Hafnarfirði opna tvær sýningar þar sem
listakonurnar Jónína Guðnadóttir og
Guðný Guðmundsdóttir sýna verk sín.
Opið alla daga nema þriðjudaga kl. 11-
17, fimmtudaga til kl. 21.
15.00 Kristín Blöndal
opnar sýningu sína „Úr
einu í annað“ í Listasal
Iðu við Lækjargötu.
Opið alla daga kl. 9-22.
16.00 Hrafnhildur
Arnardóttir opnar
sýningu sína „Hégóma-
röskun“ í i8 gallerí við
Klapparstíg 33. Opið þri.-fös. kl. 11-17 og
lau. kl. 13-17.
16.00 Dagur Gunnnarsson opnar
ljósmyndasýningu í Gallerí Grums að
Laugavegi 12. Opið virka daga kl. 11-18
og um helgar 10-16.
16.00 Í Suðsuðvestur við Hafnargötu
í Reykjanesbæ verður opnuð sýning á
verkum hollenska listamannsins Klaas
Kloosterboer sem nefnist „Pulp Mach-
ineries“. Sýningin er opin um helgar kl.
14-17. Aðgangur ókeypis.
16.00 Guðrún Gunnarsdóttir opnar
sýningu sína Hughrif í Gallerí Ágúst við
Baldursgötu 12. Opið mið.-lau. kl. 12-17.
17.00 Hópur listamanna frá Noregi og
Íslandi opna sýninguna „Within Reach“
hjá Kling og Bang við Hverfisgötu 42.
Opið fim.-sun. kl. 14-18.
➜ Handverkssýning
Handverkssýning hefur verður opnuð í
Félagsmiðstöðinni við Vitatorg, Lindar-
götu 59. Opið kl. 13-16, lau. og mán.
➜ Sýningar
13.00 Vorsýning nemenda Iðnskól-
ans í Hafnarfirði verður opnuð í dag.
Sýningin verður opin daglega kl. 13-17
og stendur til 24. maí.
Í GalleríBOXI við Kaupvangsstræti á
Akureyri, hefur verið opnuð sýning á
verkum sem nemendur Oddeyrarskóla
og Brekkuskóla unnu ásamt kennurum
sínum. Opið lau. og sun. kl. 14-17.
Í Listasafni Íslands
við Fríkirkjuveg
hafa verið opnaðar
sýningar á verkum
Hrafnkels Sigurðs-
sonar og Kristjáns
Guðmundssonar.
Opið alla daga nema
mánudaga kl. 11-17.
Aðgangur ókeypis.
➜ Dans
17.00 Útskriftarnemendur dansbraut-
ar leiklistardeildar LHÍ sýna dansverkið
Deadhead‘s Lament í Hafnarfjarðarleik-
húsinu við Strandgötu í Hafnarfirði
➜ Dansleikir
Á móti sól verða á Ráðhúskaffi við
Hafnarberg í Þorlákshöfn.
Páll Óskar stjórnar Eurovision-partýi
á NASA við Austurvöll og spilar Eurolög
alla nóttina. Sérstakir gestir hans verða
m.a. Selma Björns, Stefán Hilmarsson,
Eyjólfur Kristjánsson, Pálmi Gunnars-
son, Helga Möller, Einar Ágúst &
Telma og Haffi Haff.
➜ Málþing
13.00 Félag áhugamanna um
heimspeki og Konfúsíusarstofninin
Norðurljós standa fyrir málþingi um
kínverska heimspeki. Málþingið fer fram
í Odda, Sturlugötu 3, stofu 103. Enginn
aðgangseyrir og allir velkomnir.
➜ Tónlist
15.00 Kórinn Vox Academica flytur
H-moll messu Johanns Sebastians
Bach á tónleikum í Langholtskirkju við
Sólheima. Ásamt kórnum koma fram:
Hlín Pétursdóttir Behrens, Ingunn
Ósk Sturludóttir, Gissur Páll Gissurar-
son og Jóhann Smári Sævarsson og
Kammersveitin Jón Leifs Camerata.
16.00 Koralkórinn, Älta-Cantaton/
Havssångarna frá Svíþjóð ásamt Kirkju-
kór Kristkirkju Landakoti og Kirkjukór
St. Jósefskirkju, verða með sameigin-
lega tónleika í St. Jósefskirkju að Jófríðar-
staðavegi í Hafnarfirði. Aðgangur er
ókeypis og allir velkomnir.
17.00 Kór Átthagafélags Stranda-
manna heldur vortónleika í Árbæjar-
kirkju við Rofabæ.
17.00 Kyrjurnar verða með vortónleika
í Seltjarnarneskirkju. Á efnisskránni
verða lög eftir m.a. Tólfta september,
Jón Ásgeirsson og Atla Heimi Sveins-
son.
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Sunnudagur 17. maí 2009
➜ Dansleikir
20.00 Dansleikur Félags eldri borg-
ara í Reykjavík og nágrenni verður
að Stangarhyl 4. Borgartríó leikur fyrir
dansi.
➜ Tónlist
17.00 Tinna
Árnadóttir sópran
heldur einsöngstón-
leika í Salnum við
Hamraborg í Kópa-
vogi. Á efnisskránni
eru m.a. verk eftir
Bach, Mozart og
Inga T. Lárusson.
Aðgangur er ókeypis
og allir velkomnir.
17.00 Kórhátíð verðu haldin í Safnað-
arheimilinu Kirkjuhvoli í Garðabæ. Sjö
kórar taka þátt sem telja 200 manns.
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
17.00 Reykjalundarkórinn heldur sína
árlegu vortónleika í Fella- og Hólakirkju
við Hólaberg. Á efnisskránni verða m.a.
syrpur með vinsælum dægurlögum og
söngleikjum.
➜ Tónleikar
20.00 Kór Langholtskirkju undir
stjórn Jóns Stefánssonar flytur tvö
verk eftir Vivaldi í Langholtskirkju við
Sólheima.
➜ Listamannaspjall
15.00 Daði Guðbjörnsson og Tryggvi
Ólafsson ræða um verk sín og tilurð
sýninga sinna sem nú standa yfir í Gall-
eríi Fold við Rauðarárstíg. Í dag er síð-
asti dagur sýningarinnar. Opið kl. 13-16.
15.00 Pétur Thomsen ræðir við gesti
sýningarinnar „Leiftur á stund hætt-
unnar“ í Listasafni Árnesinga við Aust-
urmörk í Hveragerði. Á sýningunni eru
verk eftir átta íslenska myndlistarmenn
sem allir vinna með ljósmyndina í list
sinni. Aðgangur er ókeypis.
15.00 Þóra Sigurðardóttir verður með
listamannaspjall á sýningu sinni sem nú
stendur yfir í Listasafni ASÍ Freyjugötu
41.
➜ Opnanir
11.00 Huginn Þór Arason opnar
sýningu sína „Allt í kúk og kanil“ í
Kunstraum Wohnraum við Ásabyggð 2
á Akureyri.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is
Hústökufólk var í fréttum fyrir
nokkru. Mörgum blöskrar ill
umgengni húseigenda um eign-
ir sínar og hafa litla samúð með
þeim. Hönnuðir hafa í samráði við
Epal lagt undir sig nokkra glugga
í tómu húsnæði við gamla verslun-
argötu í Reykjavík, Laugaveginn.
Nú eru myndlistarmenn teknir að
þræða sömu götuna. Þeir kalla sig
Flökkukindurnar og í dag ætla þeir
að sýna í fjórða sinn í auðu verslun-
arrými. Í þetta sinn á Laugavegi 33
milli kl. 13 og 17.
Opnunin er hluti af stærra verk-
efni: Eins dags sýningum í rými
sem stendur tímabundið autt. Sýn-
ingin er unnin inn í rýmið hverju
sinni. Verkefninu er ætlað til að
fylla upp í holur sem hafa mynd-
ast nú þegar í miðbæ Reykjavíkur.
Sýningarnar eru unnar sem ferli
þar sem sýningin fer eftir lista-
mönnunum sem taka þátt, stærð og
gerð rýmis sem notast er við hverju
sinni og samvinnu innan hópsins.
Þeir listamenn sem taka þátt
í verkefninu að þessu sinni hafa
notað undanfarin ár eftir útskrift
til að byggja upp liststefnu sína
og verið duglegir að sýna, bæði á
einka- og samsýningum hérlend-
is og erlendis. Flökkukindurnar
útskrifuðust ýmist úr Listaháskóla
Íslands eða Myndlistaskóla Akur-
eyrar. Boðið verður upp á skemmti-
legt spjall á staðnum við listamenn
um myndlist.
Hægt er að fylgjast með Flökku-
kindum, sýningunum fram undan,
listamönnum sem taka þátt hverju
sinni og myndum af liðnum atburð-
um á www.flokkukindur.blog.is.
- pbb
Flökkukindur í hús
MYNDLSIT Frá einni af fyrri sýningum Flökkukinda á Laugavegi 84 í vetur.
MYND/FLÖKKUKINDUR
Sýnt í Hafnarfjarðarleikhúsinu
Miðasala í síma 555 2222 og á midi.is
SÍÐUSTU SÝNINGAR
17.05 kl.21 Sunnudagur
24.05 kl.21 Sunnudagur
PBB, Fréttablaðið
,,Ekki missa af þessari fegurð...”
ÞES, Víðsjá
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Sími 551 1200 / midasala@leikhusid.is / www.leikhusid.is
Creature - gestasýning
Ó, þú aftur - afmælissýning leikhópsins Hugleiks
Í Óðamansgarði - ópera í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík
Dreams 2009 - alþjóðleg döff leiklistarhátíð
Kardemommubærinn