Fréttablaðið - 16.05.2009, Page 89

Fréttablaðið - 16.05.2009, Page 89
LAUGARDAGUR 16. maí 2009 65 FÓTBOLTI Stjörnumenn hafa slegið í gegn í tveimur fyrstu umferðum Pepsi-deildar karla eftir að hafa unnið 3-1 sigur á Grindavík og 6- 0 sigur á Þrótti. Stjörnuliðið setti með þessu tvö markamet hjá nýlið- um í efstu deild karla. Stjörnumenn bættu markamet nýliða í fyrstu tveimur umferð- unum um heil þrjú mörk en fyrir þessa frábæru byrjun Stjörnu- menn höfðu fjórir nýliðar ná því að skora sex mörk. Fylkismenn sumarið 1996 voru fyrstu nýliðarnir til þess að skora sex mörk í fyrstu tveimur leikj- um sínum en öll þau mörk komu í fyrsta leik liðsins. Bjarni Jóhannsson átti gamla metið líka því hann þjálfaði Blika sem skoruðu sex mörk í tveimur fyrstu leikjum sínum sumar- ið 2006. Það er líka eina liðið af þessum fjórum sem hefur fallið úr deildinni um haustið. Stjörnumenn er með markatölu upp á 8 mörk í plús eftir tvo fyrstu leiki sína sem er tvöföldun á gamla metinu. Sex nýliðar höfðu náð því að vera með fjögur mörk í plús út úr fyrstu tveimur umferðunum og þar á meðal voru Fjölnismenn í fyrra. Fjórir leikmenn Garðabæjarliðs- ins hafa skorað sitt fyrsta mark í úrvalsdeildinni og þrír þeirra eru komnir með tvö mörk og því markahæstir í deildinni. Jóhann Laxdal og Halldór Orri Björnsson hafa skorað í báðum leikjunum og þeir Arnar Már Björgvinsson og Magnús Björgvinsson komu inn á sem varamenn gegn Þrótti og skor- uðu sín fyrstu mörk. Næst á dagskránni er nýliðas- lagur við ÍBV á Stjörnuvellinum á sunnudaginn en ólíkt Garðabæjar- liðinu hefur lítið gengið hjá Eyja- liðinu í fyrstu tveimur umferðun- um. ÍBV-liðið er nefnilega stigalaust og á enn eftir að skora á mótinu. Stórsigrar Stjörnunnar á Grinda- vík og Þrótti sjá þó til þess að Eyjamenn sitja ekki í fallsæti þrátt fyrir stigaleysið. - óój Stjörnumenn hafa unnið tvo fyrstu leiki sína með markatölunni 9-1: Besta byrjun nýliða í sögunni FYRSTA MARKIÐ Fjórir leikmenn Stjörnunnar hafa skorað sitt fyrsta mark í úrvalsdeild í fyrstu tveimur umferðunum. Þetta eru þeir Jóhann Laxdal, Halldór Orri Björnsson, Arnar Már Björgvinsson og Magnús Björgvinsson. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON STJÖRNULIÐIÐ KOMIÐ Í METABÆKURNAR Flest mörk nýliða í fyrstu tveimur leikjunum Stjarnan, 2009 9 Fylkir*, 1996 6 Þróttur*, 1998 6 Valur*, 2003 6 Breiðablik, 2006 6 * Féllu um haustið Besta markatala nýliða í fyrstu tveimur leikjunum Stjarnan, 2009 +8 (9-1) Fjölnir, 2008 +4 (5-1) Breiðablik, 2006 +4 (6-2) Valur, 2005 +4 (5-1) Valur*, 2003 +4 (6-2) Fylkir*, 1996 +4 (6-2) ÍA, 1969 +4 (5-1) * Féllu um haustið Intra Horizon Stálvaskar Opið virka daga frá 8 -18 laugardaga frá 10 -15 Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • Fax: 414 1051 • tengi@tengi.is Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Fax: 414 1001 • www. tengi.is Intra Horizon stálvaskar Verð áður kr. 46.328,- Tilboð kr. 29.950,- Mora eldhústæki Verð áður kr.15.530,- Tilboð kr. 9.960,- Mora handlaugartæki verð áður kr.18.599,- Tilboð kr. 9.900,- Mora Cera sturtut. M/niðurst. Verð áður kr. 24.221,- Tilboð kr.16.500,- Allar aðrar vörur í verslun á 20 % afsl. Sphinx salerni + seta Innb. kassi og þrýstispjald verð áður kr. 83.669,- Tilboð kr.54.900,- SUND Sundparið Erla Dögg Har- aldsdóttir og Árni Már Árnason bættu bæði Íslandsmetið í 50 metra bringusundi á Spari- sjóðs móti ÍRB í gær. Erla Dögg Haraldsdóttir bætti Íslandsmet Hrafnhildar Lúthersdóttir þegar hún synti á 31,61 sekúndu og Árni Már bætti met Jakobs Jóhanns Sveinssonar þegar hann synti á 27,52 sekúndum. - óój Sundparið Erla Dögg og Árni: Settu bæði met METAPAR Erla Dögg Haraldsdóttir og Árni Már Árnason. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM KA-Þór Ak. 2-0 1-0 Andri Stefánss. (19.), 2-0 Norbert Farkas (69.) ÍR-Selfoss 2-5 o-1 Arilíus Marteinsson (9.), 0-2 Jón Guðbrands son (14.), 1-2 Erlingur Jack Guðmundsson (24.), 2-2 Árni Freyr Guðnason (29.), 2-3 Jón (36.), 2-4 Ingólfur Þórarinsson (40.), 2-5 Arilíus (62.) Víkingur Ó.-Afturelding 3-1 1-0 Josip Marosevic (21.), 2-0 Marosevic (53.) 2-1 Albert Ásvaldsson (62.), 3-1 Þorsteinn Már Ragnarsson (70.) ÍA-Leiknir R 1-1. 0-1 Helgi Pétur Jóhannsson (1.) , 1-1 Arnar Gunn laugsson (35.), Víkingur R.-HK 1-1 1-0 Þorvaldur Sveinn Sveinsson (23.), 1-1 Leifur Andri Leifsson (43.) Stig liða: Víkingur Ó. 6, Selfoss 4, HK 4, KA 4, Haukar 3, Þór Ak. 3, Afturelding 3, Víkingur R. 1, Leiknir R. 1, ÍA, , Fjarðabyggð 0, ÍR 0. ÚRSLITIN Í GÆR 1. deild karla í fótbolta GULT Víkingurinn Þorvaldur Sveinsson fékk spjald fyrir þetta brot á Rúnari Má Sigurjónssyni í HK. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.