Fréttablaðið - 16.05.2009, Blaðsíða 89

Fréttablaðið - 16.05.2009, Blaðsíða 89
LAUGARDAGUR 16. maí 2009 65 FÓTBOLTI Stjörnumenn hafa slegið í gegn í tveimur fyrstu umferðum Pepsi-deildar karla eftir að hafa unnið 3-1 sigur á Grindavík og 6- 0 sigur á Þrótti. Stjörnuliðið setti með þessu tvö markamet hjá nýlið- um í efstu deild karla. Stjörnumenn bættu markamet nýliða í fyrstu tveimur umferð- unum um heil þrjú mörk en fyrir þessa frábæru byrjun Stjörnu- menn höfðu fjórir nýliðar ná því að skora sex mörk. Fylkismenn sumarið 1996 voru fyrstu nýliðarnir til þess að skora sex mörk í fyrstu tveimur leikj- um sínum en öll þau mörk komu í fyrsta leik liðsins. Bjarni Jóhannsson átti gamla metið líka því hann þjálfaði Blika sem skoruðu sex mörk í tveimur fyrstu leikjum sínum sumar- ið 2006. Það er líka eina liðið af þessum fjórum sem hefur fallið úr deildinni um haustið. Stjörnumenn er með markatölu upp á 8 mörk í plús eftir tvo fyrstu leiki sína sem er tvöföldun á gamla metinu. Sex nýliðar höfðu náð því að vera með fjögur mörk í plús út úr fyrstu tveimur umferðunum og þar á meðal voru Fjölnismenn í fyrra. Fjórir leikmenn Garðabæjarliðs- ins hafa skorað sitt fyrsta mark í úrvalsdeildinni og þrír þeirra eru komnir með tvö mörk og því markahæstir í deildinni. Jóhann Laxdal og Halldór Orri Björnsson hafa skorað í báðum leikjunum og þeir Arnar Már Björgvinsson og Magnús Björgvinsson komu inn á sem varamenn gegn Þrótti og skor- uðu sín fyrstu mörk. Næst á dagskránni er nýliðas- lagur við ÍBV á Stjörnuvellinum á sunnudaginn en ólíkt Garðabæjar- liðinu hefur lítið gengið hjá Eyja- liðinu í fyrstu tveimur umferðun- um. ÍBV-liðið er nefnilega stigalaust og á enn eftir að skora á mótinu. Stórsigrar Stjörnunnar á Grinda- vík og Þrótti sjá þó til þess að Eyjamenn sitja ekki í fallsæti þrátt fyrir stigaleysið. - óój Stjörnumenn hafa unnið tvo fyrstu leiki sína með markatölunni 9-1: Besta byrjun nýliða í sögunni FYRSTA MARKIÐ Fjórir leikmenn Stjörnunnar hafa skorað sitt fyrsta mark í úrvalsdeild í fyrstu tveimur umferðunum. Þetta eru þeir Jóhann Laxdal, Halldór Orri Björnsson, Arnar Már Björgvinsson og Magnús Björgvinsson. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON STJÖRNULIÐIÐ KOMIÐ Í METABÆKURNAR Flest mörk nýliða í fyrstu tveimur leikjunum Stjarnan, 2009 9 Fylkir*, 1996 6 Þróttur*, 1998 6 Valur*, 2003 6 Breiðablik, 2006 6 * Féllu um haustið Besta markatala nýliða í fyrstu tveimur leikjunum Stjarnan, 2009 +8 (9-1) Fjölnir, 2008 +4 (5-1) Breiðablik, 2006 +4 (6-2) Valur, 2005 +4 (5-1) Valur*, 2003 +4 (6-2) Fylkir*, 1996 +4 (6-2) ÍA, 1969 +4 (5-1) * Féllu um haustið Intra Horizon Stálvaskar Opið virka daga frá 8 -18 laugardaga frá 10 -15 Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • Fax: 414 1051 • tengi@tengi.is Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Fax: 414 1001 • www. tengi.is Intra Horizon stálvaskar Verð áður kr. 46.328,- Tilboð kr. 29.950,- Mora eldhústæki Verð áður kr.15.530,- Tilboð kr. 9.960,- Mora handlaugartæki verð áður kr.18.599,- Tilboð kr. 9.900,- Mora Cera sturtut. M/niðurst. Verð áður kr. 24.221,- Tilboð kr.16.500,- Allar aðrar vörur í verslun á 20 % afsl. Sphinx salerni + seta Innb. kassi og þrýstispjald verð áður kr. 83.669,- Tilboð kr.54.900,- SUND Sundparið Erla Dögg Har- aldsdóttir og Árni Már Árnason bættu bæði Íslandsmetið í 50 metra bringusundi á Spari- sjóðs móti ÍRB í gær. Erla Dögg Haraldsdóttir bætti Íslandsmet Hrafnhildar Lúthersdóttir þegar hún synti á 31,61 sekúndu og Árni Már bætti met Jakobs Jóhanns Sveinssonar þegar hann synti á 27,52 sekúndum. - óój Sundparið Erla Dögg og Árni: Settu bæði met METAPAR Erla Dögg Haraldsdóttir og Árni Már Árnason. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM KA-Þór Ak. 2-0 1-0 Andri Stefánss. (19.), 2-0 Norbert Farkas (69.) ÍR-Selfoss 2-5 o-1 Arilíus Marteinsson (9.), 0-2 Jón Guðbrands son (14.), 1-2 Erlingur Jack Guðmundsson (24.), 2-2 Árni Freyr Guðnason (29.), 2-3 Jón (36.), 2-4 Ingólfur Þórarinsson (40.), 2-5 Arilíus (62.) Víkingur Ó.-Afturelding 3-1 1-0 Josip Marosevic (21.), 2-0 Marosevic (53.) 2-1 Albert Ásvaldsson (62.), 3-1 Þorsteinn Már Ragnarsson (70.) ÍA-Leiknir R 1-1. 0-1 Helgi Pétur Jóhannsson (1.) , 1-1 Arnar Gunn laugsson (35.), Víkingur R.-HK 1-1 1-0 Þorvaldur Sveinn Sveinsson (23.), 1-1 Leifur Andri Leifsson (43.) Stig liða: Víkingur Ó. 6, Selfoss 4, HK 4, KA 4, Haukar 3, Þór Ak. 3, Afturelding 3, Víkingur R. 1, Leiknir R. 1, ÍA, , Fjarðabyggð 0, ÍR 0. ÚRSLITIN Í GÆR 1. deild karla í fótbolta GULT Víkingurinn Þorvaldur Sveinsson fékk spjald fyrir þetta brot á Rúnari Má Sigurjónssyni í HK. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.