Fréttablaðið - 16.05.2009, Side 96

Fréttablaðið - 16.05.2009, Side 96
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is PRENTUN: Ísafoldarprentsmiðja Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans BAKÞANKAR Júlíu Margrétar Alexandersdóttur Í dag er laugardagurinn 16. maí, 136. dagur ársins. 4.10 13.24 22.41 3.35 13.09 22.46 VINKONA mín þurfti að koma cocker spaniel-hundinum sínum, honum Nökkva, fyrir á nýju heim- ili í vikunni. Eftirfarandi er sönn saga. Vitnað er í símtöl sem áttu sér stað yfir einn sólarhring. (Nöfnum hefur verið breytt.) 13.00: „Júlía, ég hringdi áðan í skakkt númer. Byrjaði sím- talið svona (hélt ég væri að tala við stelpu á hárgreiðslustofu sem vildi kannski taka Nökkva): „Viltu hundinn eða ekki?“ Konan sem svaraði sagði bara: „Ha?“ og sagði þetta vera skakkt númer. Ég hafði óvart hringt í ræstitækn- inn sem skúrar hjá mömmu. Ég spurði hvort hún vildi samt ekki hundinn. Hún sagði mágkonu sína í Njarðvíkum spennta, hana Lóu, og spurði hvort þær mættu ekki allar koma. Svo brunaði hún hingað heim við þriðja mann (á tveimur ræstitæknibílum), þær tóku Nökkva og keyrðu á brott. Gólandi æstar.“ Lóa, sem fékk Nökkva, hringdi hins vegar síðar um kvöldið. Karlinn hennar hafði tekið tryllinginn á Nökkva og vildi ekki sjá hann. 19.45: „Júlía. Ég grátbað hana um að finna einhvern annan. Lóa hringdi út í sveit í Önnu Jónu sem átti þrjá labrador-hunda sem allir létu lífið í fyrra. (Þarna tók hún það fram að þetta væri ekki lyga- saga, hún hefði ekki hugmynda- flugið í þetta bull). En Anna Jóna treysti sér ekki í Nökkva en benti á góða konu í Breiðholtinu. Svo, Nökkvi er á leið til Önnu Jónu sem mun svo ferja hann í Breiðholtið til konu sem heitir Karítas.“ 22.00: „Ég hringdi í Karítas og hún hljómaði ekki traustvekjandi. Ég hef áhyggjur.“ 13.00 (daginn eftir): „Þú munt ekki trúa hverju ég lenti í í morg- un. Ég hringdi aftur í konuna í Breiðholti. Eftir svefnlausa nótt tilkynnti ég henni að ég ætlaði að koma og sækja hundinn. Hún skellti á mig. Ég brunaði upp í Breiðholt að blokkinni, hringdi bjöllunni, ekkert svar. Ég hringdi aftur og aftur. Ekkert svar. (Þarna var ég byrjuð að gráta og hringdi í Njarðvíkina og skamm- aði ræstitækninn). Svo hringdi ég á öllum bjöllum í stigaganginum og komst inn. Íbúð Karítasar var eins og dópgreni+blómabúð eftir húsleit. Ég sá glitta í mann í stól í stofunni sem starði út í tómið (gæti hafa verið lík). Nökkvi stökk fram, beint í fangið á mér og ég hljóp út. Júlía, ég fann hvað ég elskaði hann þegar hann stökk út úr draslinu, þá gleymdi ég öllu, ég elska þetta helvítis dýr.“ Dagsatt rugl Meðallestur á tölublað, höfuðborgarsvæðið, 18-49 ára. Könnun Capacent í febrúar 2009 – apríl 2009. Hvar er þín auglýsing? 34% 74% 2009 2009

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.