Fréttablaðið - 23.05.2009, Side 4

Fréttablaðið - 23.05.2009, Side 4
4 23. maí 2009 LAUGARDAGUR  Tilboð VEÐURSPÁ HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Alicante Amsterdam Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London New York Orlando Osló París Róm Stokkhólmur 26° 19° 27° 25° 18° 22° 25° 27° 18° 19° 22° 18° 27° 28° 17° 19° 31° 18° Á MORGUN 5-10 m/s LAUGARDAGUR 5-13 m/s 5 7 6 7 6 7 6 6 5 6 8 9 10 13 15 12 8 8 9 8 8 8 12 8 8 8 10 88 5 10 11 HORFUR UM HELGINA Núna með morgnin- um eru úrkomuskil að ganga inn á sunn- anvert landið og má búast við rigningu sunnan og vestan til en úrkomulítið verður lengst af nyrðra og víða bjart í fyrstu. Í kvöld verða skilin yfi r Norðurlandi og þá má búast við nokkurri vætu þar en þá léttir til suðvestanlands. Víða verður væta á morgun. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur BÚRMA, AP Vegatálmar sem hafa verið fjarlægðir úr götu Aung San Suu Kyi, leiðtoga stjórnar- andstöðunnar í Búrma (Myan- mar), þykja benda til þess að hún verði sak- felld fyrir brot á skilmálum stofufangels- isvistar sinnar með því að hýsa Bandaríkja- manninn John Yettaw. Herstjórnin í Búrma hefur nú ásakað stjórnar- andstöðuna um að hafa skipulagt heimsókn Yettaw til þess að nið- urlægja herstjórnina og skaða sambönd þess við Vesturlönd. Gagnrýnendur hafa hins vegar sakað herstjórnina um að hafa notað heimsókn Johns Yettaw sem átyllu til að halda Suu Kyi frá kosningum sem eiga að fara fram á næsta ári. - hds Réttarhald herforingjastjórnar: Búist við sak- fellingu Suu Kyi AUNG SAN SUU KYI SJÁVARÚTVEGUR Á meðal brýnna aðgerða sem kveðið er á um í stjórnarsáttmálanum er að vernda grunnslóð. Kanna á möguleika á að takmarka veiðar afkastamik- illa skipa þar og inni á fjörðum frá því sem nú er. Þannig verði grunnslóðin treyst sem veiðislóð fyrir smærri báta og umhverfis- vænni veiði. Friðrik J. Arngrímsson, for- maður Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ), segist ótt- ast að önnur sjónarmið en vernd- unarsjónarmið geti spilað þar inn í. Friðrik segir útvegsmenn áfram um að ekki séu notuð veið- arfæri sem valdi meiri áhrifum á umhverfið en ásættanlegt er. LÍÚ hafi lengi stutt að ákveðnum svæðum verði lokað fyrir ákveðn- um veiðarfærum. Menn óttist hins vegar að aðrar hvatir búi að baki en verndunarsjónarmið. „Sumir vilja hafa veiðislóðina fyrir sig og hleypa ekki öðrum að. Flatfiskur er nánast bara veiddur með dregnum veiðarfærum, botn- vörpu og snurvoð, og það er allt í góðu lagi. Samt vilja menn útiloka skip frá veiðum því þeir vilja sjálf- ir sitja að þessu.“ Arthúr Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda (LS), segir ákvæðið í stjórnarsátt- málanum hljóma afskaplega vel í þeirra eyrum. Í 24 ár hafi sam- bandið ályktað í þessa veru og hingað til hafi árangurinn verið rýr, því stór svæði hafi undanfar- ið verið opnuð fyrir togurum. „Þrýstingur frá LÍÚ hefur orðið til að stór svæði hafa verið opnuð og þeir hafa haft Hafró sér til full- tingis, þar sem ekki hefur verið sýnt fram á beina skaðsemi veið- anna. Það verður seint gert ef þær eru ekki rannsakaðar. Á sama tíma og við höfum viljað ýta stórum togveiðiskipum út af grunnslóð, höfum við ályktað um nauðsyn viðamikilla rannsókna á afleið- ingum þeirra veiða.“ Arthúr segir LA vilja að grunn- slóð verði lokað fyrir mestallri togveiði. „Við erum þó ekki svo einstrengingslegir að við skilj- um ekki að ýmsar tegundir megi veiða innan slóðar með snurvoð og rækjuveiði inni í fjörðum verður seint stunduð á línu.“ Friðrik segir útvegsmenn búa við miklar lokanir í dag og eigi að auka á þær verði faglegar forsend- ur að búa að baki. „Ef fara á var- lega í þetta styðjum við það. Það er ekki flókið. En þessi nálgun um að banna botnvörpu þvert yfir og banna dragnót algjörlega gengur ekki.“ kolbeinn@frettabladid.is Óttast að smábátar yfirtaki grunnslóð Smábátasjómenn fagna ákvæðum stjórnarsáttmálans um verndun grunnslóðar og segja áratuga baráttu bera árangur. Útvegsmenn telja eiginhagsmuni geta spilað þar inn í og óttast að togbátum verði úthýst af grunnslóð fyrir smábáta. ARTHÚR BOGASONFRIÐRIK J. ARNGRÍMSSON SMÁBÁTAR Í stjórnarsáttmálanum er kveðið á um veiðar afkastamikilla skipa verði takmarkaðar á grunnslóð og hún treyst sem veiðislóð fyrir smærri báta. GENGIÐ 22.05.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 216,0312 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 126,47 127,07 200,59 201,57 176,63 177,61 23,721 23,859 19,814 19,930 16,858 16,956 1,3442 1,3520 195,12 196,28 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Í frétt gærdagsins um málefni Bygg- ingafélags námsmanna var fyrrver- andi framkvæmdastjóri félagsins, Friðrik Guðmundsson, ranglega nefndur Sigurður aftarlega í fréttinni. LEIÐRÉTTING SJÁVARÚTVEGUR Hrefnuveiðar hefj- ast líklega á þriðjudag, að sögn Gunnars Bergmanns Jónsson- ar, formanns Félags hrefnuveiði- manna. Verið er að gera bátinn kláran en það er Jóhanna ÁR 206 sem fer fyrstu túrana. Ligg- ur hún við bryggju í Njarðvík en lokið verður við að mála dekk hennar um helgina. Gunnar segir stefnt að því að um helmingur kjötsins verði seld- ur til Japans meðan hitt verði fyrir innanlandsmarkað. Ekki skorti eftirspurnina þar úti en hins vegar sé erfitt að fá mark- aðsaðila til náins samstarfs meðan ekki sé hægt að tryggja það að þeir geti fengið hrefnukjöt næstu árin. - jse Hrefnuveiðar hefjast: Jóhanna fer á hrefnuveiðar SVÍÞJÓÐ Sænski þingmaðurinn Carl B. Hamilton, sem meðal annars hefur skrifað grein um Ísland og ESB í Fréttablað- ið, fagnar því að Íslendingar ætli að sækja um aðild að ESB í sumar. „Þessi skilaboð eru að sjálf- sögðu ánægjuleg og mikilvæg fyrir Íslendinga en þau eru líka mjög gleðileg fyrir okkur hin,“ segir hann í fréttabréfi sínu. „Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott!“ held- ur hann áfram og bendir á að fjármálakreppan á Íslandi hafi orðið til þess að þjóðin einbeiti sér nú að framtíðinni. - ghs Sænskur þingmaður: Umsókn um ESB er gleðileg KVIKMYNDIR Óskarsverðlaunaleik- stjórinn Michael Moore vinnur nú að nýrri heimildarmynd um fjár- málakreppuna. Myndin hefur ekki enn fengið nafn en kemur út 2. október. „Þeir ríku, á einhverjum tímapunkti, ákváðu að þeir ættu ekki næga peninga. Þeir vildu meira, miklu meira, svo þeir fóru skipulega í það að reyna að ná peningum af fólki. Af hverju? Þetta er það sem ég ætla að skoða í myndinni,“ sagði Michael á blaðamannafundi í Los Angeles. Michael hefur meðal annars leikstýrt myndunum Fahrenheit 911 og Bowling for Columbine. Fyrir þá síðarnefndu fékk hann Óskarsverðlaun árið 2003. - vsp Moore undirbýr nýja mynd: Tekur fjármála- kreppuna fyrir MICHAEL MOORE Ný sundlaug opnuð Hátíðardagskrá vegna opnunar Álfta- neslaugar verður haldin í dag klukkan 11.00. Í kjölfarið verður svo laugin opnuð almenningi klukkan 12.00. ÁLFTANES GM gjaldþrota Ríkisstjórn Bandaríkjanna mun gera bílarisann General Motors, GM, gjald- þrota í síðasta lagi í lok næstu viku. Þetta kemur fram í Washington Post á miðvikudag. Haft er eftir heimildar- mönnum að ríkið stofni fyrirtæki sem kaupi hluta úr þrotabúi fyrirtækisins. BÍLAR STJÓRNSÝSLA Sex fyrirtæki buðu í rekstur Bílamiðstöðvar lögregl- unnar á opnunarfundi á miðviku- dag. Lægsta boðið er frá Brimborg og hljóðar upp á tæpar 355 milljón- ir króna á ári. Í verkinu felst viðhald og endur- nýjun allra ökutækja lögreglunnar, sem samtals eru 159, næstu sex ár. Enn fremur þarf samningsaðili að kaupa öll ökutækin, sem metin eru á 550 milljónir, gegn láni frá rík- inu sem síðan er skuldbundið til að kaupa flotann aftur endurverðmet- inn að samningstíma liðnum. Önnur fyrirtæki sem buðu í verkið eru AKA ehf., Vélamiðstöð- in, Vari, Frumherji og N1. Boðin eru ekki öll samanburðarhæf, þar eð misskilningur varð þess vald- andi að Frumherji og AKA skiluðu ekki inn heildarboði í allan bíla- flotann, heldur einungis saman- lögðu boði í rekstur eins ökutækis úr hverjum flokki. Heildarupp- hæðin er því ekki gefin upp, en sjá má af boðunum að þau eru talsvert hærri en lægsta boð Brimborgar. Boðin eru öll tekin til greina. Komið hefur fram að engu til- boði verður tekið nema það leiði til hagræðingar frá því sem nú er. Landssamband lögreglumanna hefur lýst áhyggjum sínum af því að einkavæðing kunni að stefna öryggi lögreglumanna í voða. - sh Brimborg á lægsta tilboðið í rekstur Bílamiðstöðvar lögreglunnar: Sex buðu í bílaflota lögreglu LÖGREGLUBÍLL Lögreglan á 159 ökutæki sem verða hugsanlega brátt komin í einkaeigu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.