Fréttablaðið - 23.05.2009, Side 12

Fréttablaðið - 23.05.2009, Side 12
12 23. maí 2009 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is Þau ár, þegar Norðurleiðar-rútan var átta eða tíu tíma á leiðinni frá Reykjavík norður í Skagafjörð með skylduviðkomu í Fornahvammi á Holtavörðu- heiði, og enn lengur til Akureyr- ar, þau ár eru liðin og koma aldrei aftur. Þegar hraundrangarnir yfir Öxnadal brostu við farþegun- um inn um bílgluggana, heyrðist gamall maður segja upp úr eins manns hljóði: Hér fæddist Jónas. Þá gall í ungri stúlku í bílnum: Guð, er þetta Hrifla? Frá Suður-Þingi til San Francisco Jónasi Jónssyni frá Hriflu (1885- 1968) kynntist ég ekki, sá hann bara tilsýndar gamlan mann á götu. En ég kynntist nokkrum vinum hans og samferðamönnum, þar á meðal Þóri Baldvinssyni arkitekt (1901-1986), sveitunga Jónasar úr Suður-Þingeyjarsýslu. Einu sinni varð ég vitni að fagn- aðarfundi Þóris og þriggja gam- alla félaga hans heima hjá honum í Fornhaga, einn þeirra var Ind- riði Indriðason frá Fjalli, hann er nýlátinn, ég man ekki lengur deili á hinum, nema þarna sátu þeir Þingeyingarnir glaðir og reifir og báru saman bækur sínar, mest um San Francisco. Nú rek ég söguna eftir minni og án ábyrgðar á öllum smáat- riðum. Þannig var, að Þórir reif sig upp ungur maður, fyrir tví- tugt, fór suður og sá þá Reykja- vík í fyrsta sinn, en hann stóð stutt við þar, steig strax á skip og stefndi vestur um haf til Halifax. Þegar þangað kom, lagði hann af stað lengra vestur á bóginn yfir þvera Norður-Ameríku, aðal- lega fótgangandi. Hann vann sér fyrir mat á leiðinni og linnti ekki göngunni fyrr en í San Franc- isco. Þar höfðu nokkrir félagar hans úr sveitinni komið sér vel fyrir og ráku verktakafyrirtæki. Þetta var árin eftir 1920 og mik- ill uppgangur í efnahagslífinu. Þeir félagarnir byggðu hús eftir hús. Allt lék í lyndi fram til 1929, þegar kreppan skall á. Fram- leiðsla og viðskipti hrundu og byggingarbransinn með. Stjórn- völd gerðu illt verra og vissu ekki sitt rjúkandi ráð. Þingeyingarnir höfðu nú engin verk að vinna. Ljósmyndin af meynni Áður en ég fór í annað sinn til San Francisco, heimsótti ég Þóri og spurði hann, hvort ég gæti fært honum eitthvert lítilræði frá borginni, þar sem hann hafði átt heima ungur maður. Hann færð- ist undan, en sagði síðan: Á Union Square í hjarta borgarinnar er marmarasúla, og uppi á súlunni er dansmær, og mér væri þökk í því, ef þú vildir vera svo vænn að taka ljósmynd af meynni og færa mér. Hann hafði stundum setið á torginu í öngum sínum atvinnulaus, félaus og máttlaus og horft á dansmeyna á marm- arasúlunni til að gleyma ekki feg- urð heimsins. Hann missti um svipað leyti máttinn úr fótun- um og fór ferða sinna í hjólastól. Hann langaði heim. Nær dauð- vona á sjúkrahúsi heyrði hann í móki á tal tveggja lækna, sem töldu litlar líkur á, að hann myndi lifa af langa og stranga sjóferð til Íslands. Þá kom stolt Þingeyings- ins upp í Þóri: hann strengdi þess heit að lifa ferðina af. Hann fór fyrst til Mexíkó, þaðan til Spánar og áfram til Bretlands og heim. Hann efndi heitið, lét ekki hug- fallast, fékk aftur mátt í fæturna og lifði góðu lífi fram í háa elli með Borghildi Jónsdóttur konu sinni. Hann teiknaði mörg falleg hús í Reykjavík og víðar. Áhrifin frá San Francisco leyna sér ekki í sumum húsanna. Hann stýrði Teiknistofu landbúnaðarins 1938- 69 og hafði mikil áhrif á húsagerð íslenzkra sveita. Frækinn sigur Saga Þóris Baldvinssonar úr kreppunni rifjast upp fyrir mér nú, þegar margir glíma við mesta efnahagsáfall ævinnar. Fjöldi fólks mátti þola miklar þrenging- ar af völdum kreppunnar. Hinu megum við ekki heldur gleyma, að margt af þessu fólki náði sér aftur á strik, þar á meðal Þórir Baldvinsson, með miklum brag. Svo mun einnig fara um flesta þeirra, sem eiga nú erfitt innan lands og utan af völdum banka- hrunsins og fjármálakreppunn- ar. Stjórnvöld lærðu af kreppunni miklu 1929-39 þau ráð, sem eiga að duga til að tryggja, að krepp- an nú verði léttbærari og skamm- vinnari en kreppan mikla, og þau beita nú þessum ráðum með vit- und og vilja. Þegar ég kom í þriðja sinn til San Francisco, fór ég rakleið- is á Union Square að ljósmynda dansmeyna, nema þá var Þórir allur; ég geymi sjálfur myndina. Ég hef æ síðan haft þennan sið í San Francisco: ég tek nýja mynd af meynni á marmarasúlunni og minnist þá með þakklæti Þóris Baldvinssonar og frækilegs sig- urs hans á kreppunni miklu. Dansmærin og súlan Í DAG | ÞORVALDUR GYLFASON Saga úr kreppunni UMRÆÐAN Baldur Þórhallsson skrifar um átök um Evrópumál Alþingi hefur í þrígang samþykkt, að und-angengnum hörðum deilum, þátttöku Íslands í samrunaþróun Evrópu. Í ljósi kom- andi atkvæðagreiðslu á Alþingi um aðild- arumsókn að ESB er fróðlegt að fara yfir hvernig atkvæði féllu um aðild að EFTA, EES og Schengen. Þrír flokkar klofnuðu í afstöðu sinni til EES. Sjö þingmenn Framsóknarflokksins greiddu atvæði gegn EES undir forystu formannsins Steingríms Hermannssonar en sex þingmenn sátu hjá en vara- formaðurinn Halldór Ásgrímsson leiddi hópinn. Fimm þingmenn Sjálfstæðisflokksins höfðu veruleg- ar efasemdir um EES. Á síðustu stundu tókst Davíð Oddssyni að fá hluta þeirra til að greiða atvæði gegn frávísunartillögu og tillögu um þjóðaratkvæða- greiðslu. Átökin innan flokksins ristu djúpt. Flokks- forystan ákvað í kjölfarið að leggja alla umræðu um hugsanlega aðild að ESB til hliðar þar sem óttast var að hún gæti klofið flokkinn. EES-samningurinn leiddi einnig til átaka og klofnings innan Kvenna- listans en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sat hjá við afgreiðslu hans. EFTA-aðildin leiddi til klofnings innan Alþýðubandalagsins en þrír þingmenn flokksins greiddu atkvæði með aðild á meðan aðrir voru á móti. Framsóknarflokk- urinn var mjög tvístígandi í málinu. Þing- flokkur hans ákvað ekki fyrr en nokkrum dögum fyrir atkvæðagreiðslu um umsókn að EFTA að greiða atkvæði gegn henni. Vitað var að nokkrir þingmenn voru hlynnt- ir umsókninni en allir þingmenn flokks- ins lögðust þó gegn henni sem og aðildinni sjálfri. Aðildin að Schengen leiddi til klofnings innan Sjálf- stæðisflokksins. Þrír þingmenn flokksins sátu hjá við afgreiðslu málsins en ljóst var af málflutningi þeirra að þeir voru andsnúnir aðild. Stjórnarandstöðuflokk- arnir höfðu hver sína nálgunina: Samfylkingin var fylgjandi, Vinstri græn á móti og Frjálslyndi flokk- urinn klofnaði í afstöðu sinni. Það er ekkert nýtt að tekist sé á um Evrópumál innan flokka og að þingmönnum sé gefið frelsi til að fylgja sannfæringu sinni. Fróðlegt verður að sjá hvort sami háttur verði hafður á í atkvæðagreiðslu um umsókn að ESB. En ólíka afstöðu má finna innan allra þingflokka til málsins nema Samfylkingarinnar þar sem einhugur ríkir. Höfundur er prófessor í stjórnmálafræði við HÍ Hvað segir sagan? BALDUR ÞÓRHALLSSON Hverfur hann, kastalinn Þingflokksherbergisdeilan mikla hefur vakið verðskuldaða athygli. Minna mál hefur orðið úr þeirri stað- reynd að þingmenn Vinstri grænna þurfa að hafa vistaskipti tímabundið. Vonarstræti 12, sem hefur hýst þá, verður flutt í Kirkjustræti. Á meðan verður þingmönnunum komið fyrir í stórhýsi við Aðalstræti sem ber við enda Austurstrætis. Jú, glöggir lesendur hafa áttað sig á að um er að ræða Moggahöllina sjálfa. Margir vinstri menn hefðu látið segja sér það tvisvar að þeir ættu eftir að sitja þar við störf. Margir róttæklingar hefðu líklega óskað þess að orð Spilverks þjóðanna hefðu orðið að áhrínisorðum: Hverfur hann, kastalinn, Aðalstræti 6. Salt í sárin Og eins og það sé ekki nóg fyrir gamla komma sem áður þrömm- uðu Keflavíkurgöngu og töluðu um Mogga lygi að sitja nú í Moggahöll- inni. Nú er búið að setja Morgun- blaðsskiltið fræga aftur á húsið. Mogginn fjallar um það og segir um „tímabundna aðgerð að ræða í þeim tilgangi að minna á hin gömlu gildi“. Tíma- bundið, já. Kannski rétt á meðan þingmenn Vinstri grænna eru í húsinu? Óbein markaðssetning „Product Placement“ eða óbein markaðssetning hefur rutt sér æ meira til rúms. Hún felst í því að í stað þess að auglýsingahlé sé gert í sjónvarpi, eða bíómyndum, sjást hetjurnar brúka þær vörur sem verið er að auglýsa hverju sinni. Að mynd lokinni rjúkum við út í búð og kaup- um sömu vörur og allir eru sáttir. Þeim sem gera framtíðarmyndir er nokkur vandi á höndum þegar að þessu kemur. Framleiðendur Star Trek deyja þó ekki ráðalausir. Ef marka má framtíðarsýn þeirra munu verur víða úr sólkerfinu í það minnsta drekka Budweiser eftir 200 ár. Kannski maður eigi að kaupa hlutabréf í fyrirtæk- inu? kolbeinn@frettabladid.is H vaða fyrirtæki munu deyja og hver fá að lifa? Hvernig verða örlög þeirra ákveðin? Þessar spurningar voru á meðal þeirra allra fyrstu sem vöknuðu þegar stærstu viðskiptabankar landsins færðust undir stjórn ríkisins fyrir ríflega sjö mánuðum. Innan við viku frá setningu neyðarlaganna var þeim meðal annars varpað fram hér á þessum stað. Þá þegar lá fyrir að nýju ríkisbankarnir hefðu framtíð fjölda fyrirtækja í höndum sér, allt frá þeim smæstu til þeirra allra stærstu. Samhliða þessum spurn- ingum voru stjórnvöld brýnd til þess að ganga hratt til verks og marka skýrar, samræmdar opinberar reglur um fyrirgreiðslu og meðhöndlun bankanna á illa stöddum fyrirtækjum. Þáverandi ríkisstjórn kom því ekki í verk, frekar en mörgu öðru. Núverandi ríkisstjórn hefur ekki gert það heldur. Ríkisbankarnir hafa vissulega sett sér verklagsreglur hver fyrir sig. Þær eru hins vegar leiðbeinandi og þeim fylgja fyrirvarar um huglægt mat. Það er sem sagt verulegt svigrúm til að meta hvert tilfelli á all mismunandi hátt ef því er að skipta. Nú er það skiljanlegt að bankarnir vilji hafa sem frjálsastar hendur við þessa meðferð, en það liggur líka í augum uppi að rúmar ósamræmdar reglur og huglægt mat býður upp á að fyrir- tæki, sem telja sig vera í svipaðri stöðu, geta fengið mjög misjafna fyrirgreiðslu eftir því hvaða ríkisbanki á í hlut, og jafnvel innan sama bankans. Slíkar aðstæður eru auðvitað frjór jarðvegur fyrir spillingu og almennt vont viðskiptasiðferði. Núverandi ríkisstjórn virðist gera sér grein fyrir þessari stöðu því í stjórnarsáttmálanum er kafli um úrlausn á skuldavanda fyr- irtækja. Mesta athygli og umfjöllun hefur fengið frumvarpið um eignaumsýslufélag ríkisins, en það á að halda utan um þjóðhagslega mikilvæg fyrirtæki, til dæmis á sviði fjarskipta og samgangna. Minna hefur farið fyrir umræðu um þann hluta kaflans sem fjallar um smærri og meðalstór fyrirtæki. Þar kemur fram að ríkisstjórnin ætlar einmitt að beita sér fyrir því að ríkisbankarnir móti samræmda áætlun um hvernig brugðist verði við skuldavanda fyrirtækja. „Leiðarljós hennar á að vera að skuldameðferð fyrirtækja verði skjót, réttlát, gegnsæ og hagkvæm og í samræmi við alþjóðlega viðurkenndar reglur“, eins og það er orðað. Þetta eru verðug og góð markmið. Vandamálið er hins vegar að ríkisstjórnin hyggst gefa sér tíma allt fram til septemberloka að ljúka þessari vinnu. Það er ekki ásættanlegt. Þá verður ár liðið frá hruni bankanna. Atvinnulífið þolir ekki biðina. Það verður að vera forgangsmál að ljúka þessari vinnu og leggja ríkisbönkunum samræmdar reglur. Bankarnir mega til dæmis ekki einblína á að halda öllum fyrirtækjum á lífi, sem þeir þurfa að leysa til sín, í þeim eina tilgangi að selja þau aftur og reyna að fá sem hæst verð. Eins og hér hefur áður verið bent á hefur íslenskt efnahagslíf minnkað um margar stærðir og þar með eftirspurn eftir ýmsum vörum og þjónustu. Ríkisbankarnir verða að láta þau fyrirtæki fara á hausinn sem geta ekki sýnt fram á jákvætt sjóðsstreymi. Það skekkir alla sam- keppni að framlengja tilveru fyrirtækja sem eru ekki verðmæt- askapandi. Og það veikir ekki aðeins markaðinn heldur líka getu bankanna til þess að sinna vaxtarsprotum og fyrirtækjum sem eru að berjast við að halda sjó. Við erum þegar farin að sjá bankana valda slíku tjóni. Það verður að stöðva. Ríkisbankarnir þurfa samræmdar verklagsreglur. Viðskiptasiðferðið JÓN KALDAL SKRIFAR ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.