Fréttablaðið - 23.05.2009, Side 28
ÞAÐ HEITASTA Í ...
HÓTELUM, VEITINGASTÖÐUM, GRÆJUM, BÚÐUM, MÖRKUÐUM OG FERÐANÝJUNGUMMIÐBAUGUR
Anna Margrét Björnsson skrifar
LAUS VIÐ VERSL-
UNARKVÖÐINA
ferðalög kemur út mánaðarlega
með helgarblaði Fréttablaðsins.
Ritstjóri Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is
Útlit Arnór Bogason og Kristín Agnarsdóttir
Forsíðumynd: Yvan Rodic
Pennar Júlía Margrét Alexandersdóttir
Ljósmyndir Fréttablaðið,
Auglýsingar Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is
[ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FERÐALÖG ]
ferðalög
MAÍ 2009
SÆLKERAFÖR UM
PARÍSARBORG
Mæðgur skrifa um
markaði, verslanir og
veitingahús
UPPSKRIFT AÐ
KÖBEN
TÍSKA, MATUR,
DRYKKUR,
MENNING OG
AFSLÖPPUN
Á SKÚTU VIÐ
TYRKLANDS-
STRENDUR
Íslensk áhöfn í siglingakeppni
S
ólskinið sem mætti loksins á svæðið í síð-
ustu viku gerbreytti stemningunni á land-
inu. Allir urðu kátir í bragði, flykktust út
á göturnar, fengu sér jafnvel ískaldan bjór
og sleiktu sólskinið. Sumarið var loksins komið og
öll bjartsýnin sem svo lengi hafði legið í dvala kom
í ljós. Margir hafa mikinn hug á að sækja fóstur-
jörðina heim í sumar og reyna að eyða sem mestum
tíma úti á landi. Enda er af nógu að taka og alls kyns
skemmtilegir viðburðir munu eiga sér stað. Hvernig
væri til dæmis að skella sér á listahátíðina LUNGA á
Seyðisfirði í júlí og njóta náttúrufegurðarinnar í leið-
inni? Ég skellti mér um daginn til Kaupmannahafnar
í einn heilan dag sem var stutt en samt alveg yndis-
lega kærkomin tilbreyting.
Þar sem krónan okkar er
veik er klárlega ekki hægt
að eyða þessum tíma í að
versla. Hvílík dásemd hugs-
aði ég líka, þegar ég sá ein-
hverjar stressaðar íslenskar konur þeysast
um með innkaupapoka. Einu sinni var alltaf allt
svo dýrt á Íslandi að í hvert sinn sem maður fór til
útlanda var eins og maður yrði að kaupa endalaust af
hlutum til að „græða“ á ferðinni. Svo var viðkvæðið
alltaf þegar maður kom heim „hvað keyptirðu þér?“
eins og maður væri eitthvað bilaður að hafa ekki fyllt
ferðatöskurnar í HogM eða einhverju fínna. En hvað
það er yndislegt að geta notið stórborgar án þess að
hafa þessa hræðilegu kvöð á herðunum. Að eyða heil-
um degi bara í að rölta um, horfa á mannlífið, setj-
ast í sólina, skoða nokkur söfn, flatmaga á grasinu í
skemmtigarði og hitta skemmtilegt fólk. Það er líka
óþarfi að fara bara á fínustu veitingastaðina heldur
stemning í því að fá sér kebab og bjór eða bara ekta
danska pulsu úr pulsuvagni. Ferðalög þurfa alls ekki
að kosta formúu, það er bara einhver grilla sem við
höfum búið til í höfðinu á okkur. Það er enginn sem
neyðir okkur til að „maxa“ vísakortið og burðast með
samviskubitið heim í farteskinu heldur er einmitt
meiri gleði fólgin í því að bara njóta hverrar stundar,
laus við allt stress og veraldarprjál.
2 FERÐALÖG
MORGUNMATURINN: Kaffi og banani á hlaupum.
HVERNIG ER BEST AÐ EYÐA DEGINUM? Á heitum
sumardögum er „Strand“sundlaugagarður bæjarins
æðislegur staður til að vera á. Þar hittast nemarnir og
fá sér einn kaldan við sundlaugarbakkann eftir erfiðan
dag í skólanum eða eftir próf. Á veturna hittumst við
oft á ýmsum stöðum miðbæjarins.
BEST GEYMDA LEYNDARMÁLIÐ? Í þessari litlu
borg er ekki mikið um leyndarmál. Ef einhver finnur
eitthvað nýtt er það á allra vörum næsta dag. Einn af
mínum uppáhaldsstöðum er hið svokallaði Froska-
vatn, en þar hittast oft nemendur frá öllum heims-
hornum, grilla, spila og spjalla.
UPPÁHALDSVERSLUNIN: Þar sem ég er mikill
léttvínsaðdáandi er ég mjög hrifinn af einni sérstakri
léttvínsbúð hér sem heitir Bortársaság og er á Sim-
onffy utca. Þar eru þeir með mikið úrval af afbrigð-
um klassískra ungverskra
víntegunda og þá einna helst
eitt af mínum uppáhalds
víðfrægu desertvínum frá
Tokai-héraðinu.
BESTI SKYNDIBITINN: WASABI (sushi) og Gyros
(svipað og kebab).
RÓMANTÍSKT ÚT AÐ BORÐA? Það er um svo margt
að velja hérna í litlu borginni okkar, förum samt oftast
á Csokonai, sem er gamaldags kjallaraveitingastaður.
BEST VIÐ BORGINA? Sérstaklega á sumrin þegar
allir gosbrunnar borgarinnar eru settar í gang, trén
öll orðin græn, fólk á sveimi úti um allt, og kaffihús-
in með borð og stóla út á stétt. Þar sem við erum
einungis með einn sporvagn sem ferðast frá háskóla-
svæðinu niður í Miðbæ, er svo stutt í allt.
HEIMAMAÐURINN
Debrecen í Ungverjalandi
ÆGIR AMIN HASAN HÁSKÓLANEMI
K
arrierebar er kaffihús/ bar/
veitingastaður á Vesterbro í
Kaupmannahöfn, á torginu
sem nefnt er eftir kjöti, Flæ-
sketorvet. Barinn er umkringdur kjöt-
verkunarhúsnæði þar sem stærðarinnar
vörubílar eiga afdrep milli kjötflutn-
inga. Barinn opnaði snemma árs og
er hugarfóstur systkinanna Jeppe og
Lærke Hein. Jeppe er danskur lista-
maður sem er þekktur á heims-
vísu og systir hans Lærke hafði
lengi unnið í veitinga- og nætur-
lífsbransanum í Kaupmannahöfn. Að
sögn Lærke laust hugmyndinni niður
í kollinn á þeim samstundis. „Við vild-
um safna saman listamönnum á heims-
klassa og af öllum listsviðum og feng-
um frábær viðbrögð. Allir sem tóku þátt
hjálpuðu til við að móta barinn með hug-
myndum og gagnrýni,“ útskýrir hún.
„Í raun er allt, sérhver hlutur, allt frá
borðunum til lampanna, til krananna á
barnum hluti af listaverki. En Karriere
er allt öðruvísi en listasafn eða gallerí,
hér er listina að finna á stað þar sem
fólk hittist yfir mat, kokkteil eða dansi.
Verkin deila rýminu með okkur öllum,
verða hluti af upplifun okkar og svo er
jafnvel hægt að sitja á þeim.“
Á Karrierebar er að finna verk eftir
32 listamenn og eru þau meðal annars
hluti af innréttingunum. Karlaklósettið
er til dæmis eftir Norðmanninn Gard-
ar Heide Einarsson, lamparnir eftir
Ólaf Elíasson og skjólveggurinn úti
er eftir Bandaríkjamanninn Dan Gra-
ham. Sjálft nafnið á barnum og skilt-
ið er listaverk eftir Michael Elmgreen
og Ingvar Dragset og fjallar um hvern-
ig vinskapur og óformleg félagstengsl
nýtast á framabrautinni og að barir séu
í raun besta „ tengslanetið“ sem til er.
Einnig stendur Karrierebar fyrir útgáfu
mánaðarlegs listadagblaðs sem kallast
KAFFI, LIST OG BJÓR
Á KJÖTTORGINU
Systkinin Jeppe og Lærke Hein reka barinn Karriere í kjötverkunarhverfi Kaupmannahafnar en
staðurinn er heilt listakonsept sem skartar meðal annars verkum eftir Ólaf Elíasson.
The Mona Lisa Toaster eftir danska listamanninn
Kristoffer Akselbo. Allt brauð sem er ristað á Karri-
erebar er hluti af listaverki Askselbos. Karrierebar
býður upp á ljúffengan mat á kvöldin.
Listaverk á hverju strái Lampar eftir Ólaf Elíasson
í loftinu.
einfaldlega Karriere og fjallar um þá
listamenn sem sýna hverju sinni í rým-
inu og viðburði tengda barnum. Þess má
geta að barinn Jolene sem er í eigu Dóru
Takefusa og Dóru Dúnu er einnig á flæ-
ske torvet en hann þykir einn sá svalasti
í borginni. - amb
Karrierebar, Flæsketorvet 57- 67, DK
1711 Kaupmannahöfn.
Karrierebar í Köben: Hér má sjá
verkið Dividing Wall eftir banda-
ríska listamanninn Dan Graham
sem er skilrúm fyrir utan staðinn
og er úr gleri, speglum og stáli.