Fréttablaðið - 23.05.2009, Síða 32
STRIKIÐ, NORÐURBRÚN, VESTURBRÚN... BORGARFERÐIR
6 FERÐALÖG
UPPSKRIFT
AÐ KÖBEN
KRISTJANÍA Hálfgerð óöld hefur ríkt í
hippahverfinu og fríríkinu Kristjaníu í Kaup-
mannahöfn síðan hið opinbera fór að skipta
sér af sölu á marijúana þar. Sumir óttast
að dagar fríríkisins séu taldir og því um að
gera að skreppa í heimsókn og sjá þetta
skemmtilega fyrirbæri. Á sumardögum er
yndislegt að spássera um þessa grænu
og fallegu vin í borginni þar sem fólk hjólar
um og börn eru að leik. Húsin eru lítil og
sæt og oft á tíðum má sjá litríkt graffíti á
veggjum þeirra. Margir veitingastaðir og
barir eru í hverfinu og það er notalegt að
sitja utandyra og dreypa á bjór. Ef megn
marijúanalykt truflar mann ekki annað slagið
getur maður virkilega notið sjarmans sem
fylgir þessum hippalega stað. Það getur líka
verið stórsniðugt að skella sér í ferð með
Christiania-bikes, þá er ekið með mann um
hverfið á reiðhjóli.
FRÖKEN LILLA Kaupmannahöfn getur
virkað ansi mikið dýr þessa dagana eins og
efnahagsástandið er hér á Fróni. Það er því
bráðsniðugt að kíkja í verslanir sem selja
notuð hönnunarföt á lágu verði. Fröken Lilla
er ein vinsælasta verslunin með notuð föt
í Kaupmannahöfn og selur meðal annars
hönnun eftir Soniu Rykiel, Munthe plus
Simonsen, Malene Birger, Day, Prada og
Missoni. Ein
frá Manolo B
McQueen. R
svo öruggleg
sem kosta fr
krónur.
Frk. Lilla, Fre
Kaupmanna
Opið þriðjud
laugardögum
WOOD WOO
heimsækja m
ina Wood Wo
svo hipp og
um „Wood W
að finna alls
annars hönn
af flottum stu
leikföng, lista
hjólabretti. W
ín fyrir tveimE
K
K
I M
IS
S
A
A
F
…
Lea Helga og Marteinn
LISE BACH-HANSEN,
KYNNINGARSTJÓRI HJÁ DEN
SORTE DIAMANT
UPPÁHALDSSTAÐURINN TIL AÐ KAUPA
FÖT: Það er mitt eigið hverfi, ráðsetta hverfið
í miðbænum í Lars Bjørns Stræde og Sankt
Peders Stræde. Þar er fullt af litlum hönnun-
arverslunum. Sú besta að mínu mati þessa
stundina er GEIST í Sankt Peders Stræde en þar er fullt af svölum og
einstökum dönskum fatnaði.
UPPÁHALDS DANSKI HÖNNUÐURINN MINN: Ég elska merkið Fnubbu
en það á hönnuðurinn Signe Møller Jensen sem hannar fötin og þau
eru seld í GEIST.
UPPÁHALDSVEITINGASTAÐIRNIR MÍNIR: Pastis á Gothers gade í
miðbænum, L‘Education National í Lars Bjørns Stræde, Tire Bouchon í
Lars Lejr Stræde en þetta eru allt frábærir franskir veitingastaðir.
HVAR ER BESTI STAÐURINN FYRIR KRAKKA? Kongens Have lysti-
garðurinn sem er fallegur og grænn og þar er skemmtilegt leiksvæði
fyrir börn. Um helgar er þar brúðuleikhús sem er mjög sjarmerandi og
alltaf vinsælt hjá smáfólkinu.
HVAR ER BEST AÐ SÆKJA MENNINGU Í BORGINNI: Í Den Sorte Diam-
ant eða í Svarta demantinum. Þar er fjöldinn allur af tónleikum, alls
konar málþing og rithöfundar halda áhugaverðar tölur.
Í JÚNÍ MÁ ALLS EKKI MISSA AF: Ljósmyndasýningu eftir finnska
listamanninn Ola Kolehmainen „A building is not a building“ sem er í
Ljósmyndasafninu í Svarta demantinum.
Hvar á að versla, snæða, drekka og slappa af í kóngsins Kaupmannahöfn? Anna
Margrét Björnsson fékk nokkra heimamenn til að ljóstra upp um leyndarmálin.
Danskur stíll Þessi sæta
mamma rölti í gegnum
Kristjaníu með barnið sitt.