Fréttablaðið - 23.05.2009, Page 47

Fréttablaðið - 23.05.2009, Page 47
Húsgögn á heimsvísu ● Húsgagnasýningin International Contemporary Furniture Fair (ICFF) fór fram í 21. skipti í New York dagana 16. til 19. maí, en hún er sú stærsta sinnar tegundar í Norður-Ameríku. Eins og með- fylgjandi myndir sýna kenndi ýmissa grasa á sýningunni í ár. 1. Jærstolen AKSEL stóll Frá frændum okkar Norðmönn- um kemur þessi stóll sem fæst í ýmsum útfærslum. Hönnuðurinn Aksel L. Hansson gætti þess að hafa stólinn látlausan útlits, svo hann færi vel með ólíkum hús- gögnum og passaði bæði vel inn í nýtískulegt og gamaldags um- hverfi. 2. Sifas USA Klub Franski hönn- uðurinn Eric Carrere á heiður- inn að þessum glæsilegum útihús- gögnum sem sóma sér svo sann- arlega vel á sundlaugarbakkanum í blíðskaparveðri. 3. Loftljósið CalebSiemon + CarmenSalaz- ar eftir hönnuði Aqua Banded Orb. 4. Stóll frá Itoki Design Hönn- un Itoki Design er undir banda- rískum, evrópskum og japönskum áhrifum en höfuðstöðvar þess eru í New York. Itoki Design er dótt- urfyrirtæki japanska húsgagna- fyrirtækisins Itoki sem er aldar- gamalt. 5. Block Úr smiðju hollensku hönn- uðanna Berts van der Grift og Dennis van der Burch sem standa á bak við bERT&dENNIS design studio. 6. Stóllinn C1 Úr smiðju hins heimsfræga Verners Panton kemur þessi stóll sem hann hann- aði í samstarfi við fyrirtækið Plus-linje. 7. Kartell US Inc. borðlampar Lamparnir eru eftir Cindy Ferr- uccio Laviani og undir sterkum áhrifum frá áttunda áratugnum. 3 2 6 4 5 1 7 LAUGARDAGUR 23. MAÍ 2009

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.