Fréttablaðið - 23.05.2009, Síða 48

Fréttablaðið - 23.05.2009, Síða 48
● heimili&hönnun Sjö íslenskum hönnunarverkefn- um og tveimur samstarfsverk- efnum var á miðvikudag úthlutað samtals ellefu milljónum króna úr Hönnunarsjóði Auroru. Verkefnin hlutu styrk eru frá Hugrúnu Árnadóttir, Magna Þor- steinssyni, Jóni Björnssyni, Guð- rúnu Lilju Gunnlaugsdóttur, Katr- ínu Ólínu, Lindu Árnadóttur, Söru Maríu Júlíusdóttur og hönnunar- teyminu Vík Prjónsdóttur. Sjóðurinn var stofnaður af Aur- oru velgerðasjóði, sem settur var á laggirnar að frumkvæði hjón- anna Ingibjargar Kristjánsdótt- ur og Ólafs Ólafssonar. Honum er ætlað að styðja við framúr- skarandi hönnuði, efla gras- rótarstarf í hönnun og vera vettvang- ur hugmynda og skapandi hugsunar í íslenskri hönnun. - hhs Sjö hönnuðir fá styrki úr Auroru ● Hönnunarsjóður Auroru úthlutaði nýverið styrkjum til framúrskarandi íslenskra hönnuða á Kjarvalsstöðum. Markmiðið með styrknum er efla nýsköpun og sprotastarfsemi á Íslandi. Hönnuðirnir sem fengu ellefu milljónir króna úr Hönnunarsjóði Auroru. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Þessir skór eru úr skólínunni KRON by KRONKRON. Íbúðalánasjóður veitir lán til endurbóta á húsnæði að innan og utan. Meðal annars eru veitt lán til lóðarframkvæmda og viðbóta við húsnæði. Lán geta numið allt að 80% af framkvæmdakostnaði. Hámarkslán eru 20 milljónir og lánstími 5 til 40 ár. Sömu vextir eru á þessum lánum og almennum lánum Íbúðalánasjóðs. B arnaherbergi eru oftar en ekki yfirfull af ýmiss konar leikföng-um og smádóti sem geyma þarf í rúmgóðum hirslum. Útbúa má góðar og hagkvæmar hirslur án þess að eyða morð fjár með því einfaldlega að láta gamlar skúffur ganga í endurnýjun lífdaga. Sniðugt ráð er að taka gamlar skúffur, mála þær í hressilegum litum, jafnvel með mynstri, og setja hjól undir þær. Þá má auðveld- lega rúlla þeim undir rúm eða færa til í herberginu. Skemmtilegt getur verið að leyfa börnunum að taka þátt í sköpunarverkinu og mála til að mynda mynstur á skúffurnar. - hs Skúffuhirslur á hjólum í barnaherbergið Barnaherbergi eru oft stútfull af alls kyns dóti sem hægt er að setja í gamlar, uppgerðar skúffur. Líkkistur og duftker úr pappamassa eftir Guðrúnu Lilju Gunn- laugsdóttir. 23. MAÍ 2009 LAUGARDAGUR4

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.