Fréttablaðið - 23.05.2009, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 23.05.2009, Blaðsíða 49
FRIÐRIK WEISSHAPPEL VEITINGAHÚSAEIGANDI UPPÁHALDSVEITINGASTAÐUR: Hann heitir Ranees og er taílenskur veitingastaður í eigu ungrar konu sem elskar að elda, einfaldur staður en mjög kúl stíll og ótrúlegur matur á fínu verði. Prófið „soft shell“-krabbann og engifergosdrykkinn. BESTI STAÐURINN TIL AÐ FARA Á MEÐ BÖRN: Dýragarðurinn í Kaup- mannahöfn er stórkostlegur staður fyrir börn og fullorðna. Margt að gerast og fjölskyldan getur tekið með sér nesti í körfu og eytt deginum í garðinum. Einmitt núna eru tveir skógarbjarnarungar að leika sér, ótrúlega fyndið. SKEMMTILEGASTI BARINN: Hann heitir The Office og er hreinræktaður kokteilbar með rólum og mjög beittum barþjónum sem eru með harðan húmor. Ekki fyrir viðkvæmar sálir og ekki fyrir þá sem smella fingrum á þjóna, þér yrði bara sagt að hypja þig! BESTI STAÐURINN Í HÁDEGINU Á SUNNUDEGI: Sorgenfri er réttur staður fyrir hádegisverðinn, eldgamall staður með klassískum dönskum réttum, sjarmerandi með mikla sál í kjallara í miðbænum við hlið Striks- ins. Ef þú vilt frekar góðan borgara þá kemurðu til mín á Laundromat :) hehehe. HVAR ER SKEMMTILEGAST AÐ SÆKJA MENNINGU: Menninguna færðu við að skoða Den Hirschprungske Samling. Sérstaklega fallegt lítið safn sem færir þig bókstaflega inn í allt aðra vídd. Geysifögur olíumálverk.í júní má alls ekki missa af … tónleikum Keane í Kongelige Theater, verður ekki fyrir vonbrigðum þar, og svo er komið nýtt tryllitæki í Tívolí– allrosalegt martraðartæki! nig er hægt að finna skótau Blahnik, Gucci og Alexander Rúsínan í pylsuendanum er ga úrval af Chanel-töskum rá sjö og upp í þrettán þúsund ederiksborggade 41, 1360 höfn dag-föstudag kl. 11- 18 og á m kl. 11-15. OD Allar tískupíur verða að mekka danskrar tísku: Verslun- ood á Kristalsgade. Búðin er kúl að það er hreinlega talað Wood“-senu í borginni. Þar er konar flott fatamerki og meðal nun eftir Henrik Vibskov, úrval uttermabolum, sérhönnuð averkabækur og meira að segja Wood Wood opnaði útibú í Berl- ur árum. NÝJA KONUNGLEGA LEIKHÚSIÐ Við höfn- ina, eða Kvæsthus-bryggjuna, stendur hið stórfenglega nýja Skuespilhus sem opnaði í fyrra. Arkitektúr hússins er einstakur og eru áhrifin frá ítölskum endurreisnarleikhúsum í bland við neðanjarðarleikhúsin í New York. Stóra sviðið er byggt líkt og hellir og það er mikil upplifun að njóta leikverks þar. Þeir sem hafa ekki tíma til að skella sér í leikhús ættu þó að leyfa sér þann munað að skoða bygginguna og fá sér ljúffenga máltíð á veit- ingastaðnum með afbragðsútsýni yfir hafið. Ring, ring! Það er flott að hjóla þar sem flatt er. Og flöt er Danmörk. Leigðu hjól á góðu verði og upplifðu landið öðruvísi. Silkeborg Skelltu þér í skemmtisiglingu með elsta starfandi gufubáti í heimi frá Silkeborg til Himmelbjerget. með ánægju Fjör fyrir alla fjölskylduna Danmörk er svo passleg. Þægilega stór, milt veðurfar, vinaleg og aðgengileg. Svo tekur enga stund að skjótast þangað. Bókaðu huggulega fjölskylduferð til Danmerkur á www.icelandexpress.is. Það er tilvalið að fljúga á einn áfangastað í Danmörku, fá sér bílaleigubíl frá Budget, ferðast um landið og fljúga jafnvel heim frá öðrum áfangastað. Við bjóðum einnig mikið úrval af gistimöguleikum; sjá nánar á www.icelandexpress.is. Álaborg Árósar Óðinsvé Hróarskelda Knuthenborg Skagen Billund Þýskaland Horsens Kaupmannahöfn Helsingør Silkeborg Í Lególandi í Billund er gaman að vera. Rússíbanar, bátar, sjó- ræningjar og eintóm ævintýri. Ekki klikka á frægustu kubbum í heimi. Listamenn sækja sér innblástur í fegurð Skagen á Jótlandi. Láttu hana ekki fram hjá þér fara. F í t o n / S Í A F I 0 2 9 5 5 0 LOUISE VIVEL-BRAUNER, GRAFÍSKUR HÖNNUÐUR UPPÁHALDSVEITINGASTAÐUR: The funky kitchen - BioMio á Halmtorvet 19, 1700 København V, en það er svona lífrænn og heiðarlegur veitingastaður. BESTI STAÐURINN TIL AÐ FÁ SÉR DRYKK EFTIR MATINN: Farið á kokteilbarinn Ruby á Nybrogade. SVALASTI BARINN: Karriere-bar á Flæsketorvet á Vesturbrú er skemmtilegasti barinn um þessar mundir og vinsælasti næturklúbbur- inn er The Lot á Pilestræde. Í HVAÐA HVERFI ER SKEMMTILEGAST AÐ VERSLA? Á Vesturbrú nálægt Istedgade og í kringum Boltens Gaard. UPPÁHALDSHÖNNUÐUR Í DANMÖRKU: Henrik Vibskov af því að fötin hans eru hrein listaverk, í öllum regnbogans litum og í frumlegum snið- um. Og Munthe Plus Simonsen af því að hönnun þeirra er svo kvenleg og fáguð. BESTI STAÐURINN TIL AÐ ANDA AÐ SÉR MENNINGU: Arbejdermu- seet sýnir hvernig venjulegt danskt fólk bjó á árum áður og er virkilega sjarmerandi. Svo myndi ég bara rölta niður Strikið, frá Ráðhústorginu til Kongens Nytorv og enda í Nýhöfn nálægt Amalienborg. BESTI STAÐURINN TIL AÐ FARA MEÐ BÖRN UM HELGAR: Legoland í Billund er sívinsælt hjá smáfólkinu. BESTI STAÐURINN FYRIR BRÖNS Á SUNNUDEGI: „Bastionen og Løven“ á Christianshavns Voldgade er æðislegur. Í JÚNÍ MÁ ALLS EKKI MISSA AF: Distortion 2009 (2.-6. júní) Tónlistarhá- tíð sem á sér stað á 66 mismunandi stöðum um alla Kaupmannahöfn!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.