Fréttablaðið - 23.05.2009, Síða 54

Fréttablaðið - 23.05.2009, Síða 54
[ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FERÐALÖG ] ferðalög MAÍ 2009 ELDRI BORGARAR TIL GRÆNLANDS Flugfélag Íslands býður eldri borgurum upp á fimm daga ferðir í júlí og ágúst til Grænlands. Mikill áhugi er greinilega á þessum ferð- um því uppselt er í ferðirnar. Siglt verður innan fjarða milli staða á hraðfara skipi sem hópurinn hefur til umráða allan tímann. Með í för eru fararstjórar og verður suður- hluti Grænlands skoðaður. Lúxusnámskeið NordicaSpa er hannað til að koma þér af stað á mjög árangurs ríkan og einfaldan hátt. Tilgangur námskeiðsins er að koma þér á æðra stig hvað varðar líkamlega og andlega heilsu. Fimm tímar í viku – Brennsla og styrkur 3 öflugir brennslutímar 2 styrktartímar í sal undir handleiðslu þjálfara Vikulegar mælingar Ítarleg næringarráðgjöf Fyrirlestur – Borðaðu til að léttast og auka orkuna Slökun og herðanudd eftir hverja æfingu Hollustudrykkur eftir hverja æfingu Takmarkaður fjöldi 6:30, 7:30, 10:00, 16:30 og 18:30 fimm sinnum í viku Þjálfari er Gunnar Már Sigfússon 1. vika – Orkuhleðsla Í fyrstu vikunni byggir þú upp orku og kemur líkamanum í jafnvægi. 2. vika – Öflug melting – Aukin brennsla Í viku tvö er verið að efla og bæta meltinguna til að þú fáir sem mest út úr holla matnum sem þú ert að borða. 3. vika – Hormóna jafnvægi – Hreinsun Þriðja vikan mun koma jafnvægi á hormónaflæði líkamanns sem mun hafa áhrif á skap þitt, lífsorku og kraft. 4. vika – Ónæmiskerfi eflt – Jafnvægi Í viku fjögur byggjum við upp ónæmiskerfið og hjálpum því að verja líkamann á náttúrulegan hátt. Ný námskeið hefjast 2. júní Skráning er hafin í síma 444 5090 eða nordicaspa@nordicaspa.is www.nordicaspa.is Hilton Reykjavík Nordica Hotel Suðurlandsbraut 2 Sími 444 5090 nordicaspa@nordicaspa.is www.nordicaspa.is fyrir konur og karla Sjöfn Sigþórsdóttir hjúkrunarfræðingur og María Kristjánsdóttir lögmaður Námskeiðið er frábær leið til að auka styrk, úthald og hreyfigetu. Við erum betur í stakk búnar að takast á við krefjandi verkefni Ég breytti um LÍFSSTÍL og þú getur það líka. Búinn að missa yfir 20 kíló á tveimur og hálfum mánuði og er enn að léttast Gissur Ísleifsson tölvunarfræðingur KONUR HLÆJA Í KÖBEN Iceland Express verður með kær- komna nýjung á þessum síðustu og verstu tímum – sérstaka konu- ferð til Köben þar sem markmiðið er að hlæja og skemmta sér sem mest. Farið er í helgarferð undir leiðsögn Eddu Björgvins og Helgu Brögu og þema ferðarinn- ar er afslöppun, sjálfsstyrking og hlátur með öðrum konum í Köben. Að sjálfsögðu verður hægt að njóta alls þess sem borgin hefur upp á að bjóða fyrir konur; tískuverslana, hönnunar, menningar og matar. Ferðin verður farin í lok júní og áhugasömum er bent á að hafa samband við söludeild Iceland Express eða www.icelandex- press.is ÞEYST UM GÖTUR PARÍSARBORGAR Icelandair bjóða upp á öðruvísi og spennandi ferð í haust þar sem tekið er þátt í línuskauta- rallíi og Parísarborg er skoðuð á línuskautum. Ferðin stendur yfir frá 16.-18. október en á föstu- dagskvöldinu verður tekið þátt í línuskautarallíi. Á laugardegin- um er svo farið í skoðunarferð um borgina á línuskautum með íslenskum fararstjóra þar sem helstu merkisstaðir borgarinnar verða heimsóttir. ENGLA OG DJÖFLA-ÆÐI Í UPPSIGLINGU Líkt og bókin um Da Vinci lykilinn stefnir allt í tryllt æði yfir nýjustu sam særis- bók Dans Brown, Englar og djöflar. Bókin sem gerist í Rómaborg mun eflaust senda ferðalanga á söguslóðir alveg eins og Da Vinci lykillinn gerði í París. Í þetta sinn er Robert Langdon að rannsaka leynifélagið forna Illuminati og æsispennandi plottið gerist í hinum ýmsu kirkjum eins og Santa Maria del Popolo , Chigi kapellunni, gosbrunninum Fontana della Quattro FIumi og Piazza Navona. Mikið af listaverkum og styttum koma einnig við sögu. Hægt er að fara í skipulagða ferð um sögusvið bókarinnar á www.angelsanddem- ons.it

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.