Fréttablaðið - 23.05.2009, Page 61
LAUGARDAGUR 23. maí 2009 33
Fyrirtæki leikarans Will Smith,
Overbrook Entertainment, og
Sony Pictures ætla að framleiða
mynd sem fjallar um fellibylinn
Katrínu. Þessi skæði bylur gekk
yfir New Orleans árið 2005 og olli
gríðarlega miklu tjóni.
Myndin fjallar um John Keller,
fyrrverandi liðsmann sjóhersins,
sem bjargaði 244 af nágrönnum
sínum í borginni. Í fimm daga sá
hann til þess að þeir væru örugg-
ir á heimilum sínum auk þess
sem hann hjálpaði eldra fólki og
fötluðum að komast í öruggt skjól
frá flóðinu sem kom í kjölfar
fellibyljarins.
Talið er líklegt að Will Smith
leiki aðalhlutverkið í myndinni,
sem á vafalítið eftir að njóta vin-
sælda í heimalandinu þegar hún
verður frumsýnd.
Gerir mynd
um Katrínu
WILL SMITH Leikarinn góðkunni ætlar að
búa til mynd sem fjallar um fellibylinn
Katrínu.
Jónsi í Sigur Rós er að undirbúa
sína fyrstu sólóplötu. Upptöku-
stjóri verður Peter Katis, sem
hefur unnið með þekktum hljóm-
sveitum á borð við Interpol og
The National. Íslandsvinurinn
Nico Muhly verður gestur á plöt-
unni.
„Þetta verður mestmegnis
kassagítarplata en samt verða
þarna strengjaútsetningar,“ sagði
Katis í nýlegu viðtali. Þessi tíðindi
koma ekki mjög á óvart því nýlega
endurhljóðblandaði Jónsi lag eftir
Depeche Mode fyrir væntanlega
smáskífu sveitarinnar. Einnig
er væntanleg í júlí platan Rice-
boy Sleeps sem hann tók upp með
kærasta sínum, Alex Somers.
Jónsi með
sólóplötu
JÓNSI Upptökur á fyrstu sólóplötu Jónsa
í Sigur Rós hefjast á næstunni.
FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Hinn 23 ára nemi Kris Allen frá Ark-
ansas-ríki var óvænt kjörinn sigurveg-
ari American Idol-keppninnar.
Flestir höfðu veðjað á sigur Adams
Lambert í úrslitaeinvíginu enda hefur
hann sýnt afburða sönghæfileika í allri
keppninni. Allen höfðaði engu síður
til fleiri sjónvarpsáhorfenda í lokin og
sigldi örugglega í gegnum keppnina með
góðri frammistöðu og hæverskri fram-
komu sinni. „Mér líður vel, en Adam á
þetta skilið,“ sagði Allen þegar honum
var tilkynnt um sigurinn og nokkru síðar
sagði hann: „Ég var alltaf jafnundr andi
þegar ég komst áfram og var síðan kjör-
inn American Idol. Ég er algjörlega í
sjokki.“
Lambert kippti sér lítið upp við tapið
og baksviðs sagði hann þetta: „Hvað
mig varðar þá snýst þetta í raun ekki
um hvað gerðist í kvöld. Þetta snýst um
morgundaginn.“ Í lokaþættinum söng
hann með hljómsveitinni Kiss en Allen
söng með kántríhetjunni Keith Urban.
Síðan sungu þeir saman We Are The
Champions með aðstoð Queen.
Úrslit keppninnar endurspegluðu
úrslitin í fyrra þegar dómarinn Simon
Cowell nánast krýndi David Archuleta
áður en niðurstaðan lá fyrir. Á endanum
tryggði David Cook sér óvænt sigurinn.
Oft hefur það gerst að þeir sem
vinna ekki Idol-keppnina ná lengra en
sigurvegararnir. Til að mynda hafa
Chris Daughtry, sem lenti í fjórða sæti,
og Jennifer Hudson, sem varð sjöunda,
bæði náð gríðarlega langt í heimalandi
sínu, sem og Clay Aiken, sem varð
annar á eftir Ruben Studdard. Sigur-
vegarar á borð við Studdard og Taylor
Hicks eru að mestu gleymdir.
Um 28,8 milljónir Bandaríkjamanna
horfðu á úrslitaþátt Idol síðastliðið
miðvikudagskvöld, og hafa áhorf-
endur ekki verið svona fáir síðan
2004. Þátturinn er þó enn sá vin-
sælasti í Bandaríkjunum. Þá hafa
aldrei verið greidd fleiri atkvæði
í þættinum en í þetta sinn, eða eitt
hundrað milljón.
Fyrir þessa áttundu þáttaröð var
ákveðið að hressa upp á þáttinn
með því að fá fjórða dómarann til
leiks, lagahöfundinn Kara DioGu-
ardi. Það virðist ekki hafa virk-
að nógu vel og hefur Simon Cowell
gefið í skyn að hann ætli hugsan-
lega að yfirgefa Idolið þegar samn-
ingur hans rennur út á næsta ári.
- fb
Óvænt úrslit American Idol
SIGURVEGARI Kris Allen var
óvænt kosinn sigurvegari Amer-
ican Idol-keppninnar. Hundrað
milljón atkvæði voru greidd, sem
er nýtt met. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
ADAM LAMBERT
Þrátt fyrir mikla
sönghæfileika tókst
Lambert ekki að
bera sigur úr býtum.
... á tilboði!