Fréttablaðið - 23.05.2009, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 23.05.2009, Blaðsíða 62
34 23. maí 2009 LAUGARDAGUR menning@frettabladid.is Í gær var dreift á fjölmiðla lagi, Farðu í friði, af nýjum diski Mannakorna, Von. Diskurinn kemur út í næstu viku, 28. maí og verður útgáfunni fagn- að með tónleikum í Salnum þá um kvöldið. Þetta mun vera 34. árið sem Mannakorn eru lifandi en bandið hefur gengið gegnum ýmsar breytingar en þó verið fyrst og fremst farar- tæki Magnúsar Eiríkssonar þó að Pálmi Gunnarsson hafi snemma sest í framsætið hjá Magnúsi sem keyrir þennan vagn lífsgötuna. Að þessu sinni skarta þeir félagar gamalli samstarfskonu, Ellen Kristjánsdóttur. Auk þeirra þriggja koma fram á disknum sem geymir níu lög: Þórir Úlfars- son, Magnús Magnússon, Agnar Már Magn- ússon, Ragnheiður Helga Pálmadóttir, Sigurgeir Sigmunds- son, Roland Hartwell og Sigurður Bjarki Gunnarsson. Upptökur fóru fram í haust og vetur í hljóðverum Flís, Hljóðrita og Furunni undir stjórn Pálma og Þóris. Er viðbúið að fornir og nýir aðdáendur Manna- korna bregði undir sig betri fætinum og skjótist eftir sendingunni og margir fari í Salinn að sjá bandið á sviði. Sögur gefa út. Nýr diskur frá Mannakornum Á uppstigningardag hófst í Nor- ræna húsinu hátíð þar sem listir, lystir og ást eru hylltar með fjög- urra daga festi. Hún er nú hálfnuð en í dag og á morgun verða lista- menn, ekki færri en tveir tugir, áfram með aðstöðu í Norræna hús- inu þar sem þeir munu vinna að listsköpun á staðnum. Þetta eru tónlistarmenn, rithöf- undar, ljóðskáld, dansarar, mynd- listarmenn og gjörningalistamenn. Gestum gefst tækifæri til að upp- lifa listina í sköpunarferli sínu og um leið, með nærveru sinni, hafa áhrif á það ferli. Með list&ást&list vilja aðstandendur sýna að ýmsar birtingarmyndir listar megi rekja til einnar uppsprettu og segja: „Markmiðið er ævinlega að gera áhorfandann að þátttakanda í verk- inu. Skreytingar, popptónlist og afþreyingarbókmenntir gera ekki þessa kröfu til áhorfandans, held- ur ýta undir vellíðan og fullnægju. Hins vegar krefst listin afskipta áhorfandans, að hann verði virk- ur þátttakandi í verkinu. Í list er innihaldið og tjáskipti þungamiðja verksins, umhverfið skiptir skreyt- ingar, popptónlist og afþreyingar- bókmenntir hins vegar öllu máli.“ Þessir tveir flokkar eru hins vegar ekki alltaf andstæðir, enda þarf list ekki endilega að sýna skuggahliðar samfélagsins eða manneskjunnar, andstætt fegurð og jákvæðni, til þess að geta tal- ist listaverk. List&ást&list er ekki ætlað að vera tækifæri áhorfenda til að fylgjast með listamanninum að verki, né listamannsins til að fanga áhorfendur í hinu listræna ferli sem einhver lærifaðir. Hér verður reynt að skapa vettvang þar sem tveir hópar hittast sem jafningjar. Í hópnum sem stendur að þessu stefnumóti eru kunn nöfn hérlendra manna eins og Egils Sæbjörnssonar og Einars Más Guðmundssonar, Huldu Hákon, Steingríms Eyfjörð og Söru Riel, auk fjölda norrænna listamanna. pbb@frettabladid.is Listin og ástin ástunduð LISTAHÁTIÐ Benedikt Erlingsson er kynnir á hátíðinni í Norræna húsinu. > Ekki missa af … síðustu sýningu á Dead- head´s Lament í kvöld í Hafnarfjarðarleikhúsinu en þar má sjá nýútskrifaða nemendur listdansdeildar Listaháskólans í sérpöntuðu verki frá hendi Tony Vezic. Sýningin hefst kl. 20. Ath kl. 17.00 Apaflasa kynnir vorútgáfu sína í bókverkabúðinni Útúrdúr sem er flutt í Nýlistasafnið við Laugaveg. Bókverkið BISCAYNE BLVD eftir Ófeig Sigurðsson og Magnús Árnason verður þar kynnt með upplestri, en það er helgað Geirlaugi Magnússyni skáldi. BISCAYNE BLVD er ljóða- bálkur í silíkoni, saminn undir áhrif- um af mangó-uppboðum í Miami- borg. Allir eru velkomnir. Hess Is More (NYC/CPH/FREESTYLE DISCO JAZZ) TÓNLEIKAR Í NORRÆNA HÚSINU Í KVÖLD KL. 21 BARINN OPNAR KL. 20! H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA 0 9 -0 9 2 8 Nánari upplýsingar eru á www.bhs.is Borgarholtsskóli við Mosaveg, sími 535 1700 Borgarholtsskóli býður upp á nám með starfi Síðdegisnám fyrir: Leiðbeinendur í leikskóla Skólaliða Stuðningsfulltrúa Félagsliða Kennt verður virka daga kl. 1500–1740. Innritun í síðdegisnám lýkur 12. júní Dreifnám (fjarnám með staðbundnum lotum) fyrir: Leiðbeinendur í leikskóla Skólaliða Stuðningsfulltrúa Félagsliða Félags- og tómstundanám NÝTT Á lista- og fjölmiðlasviði er boðið upp á dreifnám í: Bókasafnstækni Margmiðlun Innritun í dreifnám lýkur 12. júní BHS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.