Fréttablaðið - 23.05.2009, Side 68
40 23. maí 2009 LAUGARDAGUR
> REIÐUR COCKER
Tónlistarmaðurinn Jarvis Cocker berst
nú gegn því að skrifstofubygg-
ing verði reist gegnt íbúð hans
í Shoreditch-hverfinu í Lond-
on. „Ég vil ekki að skrifstofu-
fólk geti séð mig spranga
um á náttfötunum. Bygg-
ingin mun gnæfa yfir heim-
ili fólks, en það er innrás
í einkalíf þess, og húsið
mun skyggja á sól-
ina,“ segir hann.
folk@frettabladid.is
Söngkonan Jóhanna Guðrún,
sem sló í gegn í Eurovision-
keppninni, kemur fram á tón-
leikum í Laugardalshöll 4.
júní. Þar ætlar hún að flytja
lög af plötu sinni Butterflies
and Elvis í bland við þekktar
söngperlur, þar á meðal Is it
True?
Með Jóhönnu leikur sjö
manna hljómsveit undir stjórn
Þóris Úlfarssonar og einnig er
von á góðum gestum sem munu
syngja með henni. Á tónleik-
unum gefst fólki einstakt tæki-
færi til að sjá Jóhönnu á sviði
við bestu mögulegu aðstæður.
Hennar bíða fjölmörg tæki-
færi erlendis og því gæti orðið
bið á að hún syngi hérlendis
á næstunni. Miða-
sala hefst 25. júní á
Midi.is. Eingöngu
verður selt í sæti
og er miðaverð
3.900 og 4.500
krónur.
Jóhanna í
Höllinni
JÓHANNA
GUÐRÚN
Syngur á
tónleikum
í Laugar-
dalshöll 4.
júní.
Stjórn Félags íslenskra
leikara hefur sent út yfir-
lýsingu til félagsmanna þar
sem fordæmt er að með-
limir í félaginu hafi lekið
efni af póstlista félagsins til
Fréttablaðsins. Lögmaður
segir fráleitt að álykta að
fjölpóstur sé trúnaðarmál.
„Stjórn FÍL lítur það mjög alvar-
legum augum að einhver af okkar
félagsmönnum hafi sent fjölda-
póst á fjölmiðla og fordæmir slíkt
athæfi. Stjórnin skorar á þann sem
það gerði að gera grein fyrir þeim
hvötum sem liggja þar að baki,“
segir í fjölpósti sem stjórn Félags
íslenskra leikara hefur sent til
félagsmanna. Yfirskrift póstsins
er „Trúnaðarbrestur“.
Yfirlýsingin kemur í kjölfar
frétta sem Fréttablaðið hefur
birt um bréf sem Edda Björgvins-
dóttir leikkona hefur sent á þenn-
an sama póstlista þar sem hún
varar félagsmenn við „vafasöm-
um prentmiðlum“ en Edda telur
leikara þráfaldlega hafða að fífl-
um með misvísandi fyrirsögnum.
Málið tók snúning því Eddu þótti
það þá trúnaðarbrot að skrifaðar
væru fréttir sem byggðu á þessum
fjöldapósti og nú tekur stjórn FÍL
undir þau sjónarmið.
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lög-
maður, sem flutt hefur fjölda mála
einmitt gegn fjölmiðlum, telur frá-
leitt að leggja þann skilning í fyr-
irbærið fjölpóst að þar sé um trún-
aðarmál að ræða, hvað þá að sá
sem kom fjöldapóstinum á fram-
færi við fjölmiðla hafi gerst sekur
um trúnaðarbrest. „Þarna er um
félagsmann eða menn að ræða
sem blöskrar hvernig umræðan
er innan félagsins og telur það
eiga erindi við almenning. Hann
afhendir þessa tölvupósta, sem
honum hafa verið sendir, þeir eru
ekki stolnir,“ segir Vilhjálmur.
Undir yfirlýsingu stjórnar er
klásúla þar sem segir að tölvupóst-
ur sé eingöngu ætlaður þeim sem
tölvupósturinn er stílaður á og
gæti innihaldið upplýsingar sem
eru trúnaðarmál. „Hafir þú fyrir
tilviljun, mistök eða án sérstakrar
heimildar tekið við þessum tölvu-
pósti og viðhengjum hans biðjum
við þig að fara eftir 5. mgr. 47. gr.
laga um fjarskipti nr. 81/2003 og
gæta fyllsta trúnaðar og tilkynna
okkur að þau hafi ranglega bor-
ist þér.“ Vilhjálmur segir að þessi
klausa hafi ekkert gildi í þessu
máli. „Ef hægt væri að hengja
„trúnaðarmál“ á allt sem skrifað
er og sent í tölvupósti væri senni-
lega engin fjölmiðlun í landinu.“
Vilhjálmur bætir við að þarna
virðist gæta einhvers misskiln-
ings er varðar hugtakið trúnað-
ur. Hann hljóti að byggjast á sam-
komulagi milli aðila um að halda
trúnað þá hugsanlega með und-
irskrift trúnaðarsamkomulags.
„Tökum sem dæmi ef forseti ASÍ
sendi póst á alla félagsmenn þar
sem hann kallar forsætisráherra
öllum illum nöfnum og vísaði svo
í að þetta væri trúnaðarmál milli
hans og félagsmanna þá hefur það
ekkert gildi,“ segir Vilhjálmur og
er afdráttarlaus.
Randver Þorláksson er formað-
ur stjórnar FÍL. „Það eina sem
ég get sagt við þig er að þetta er
trúnaðarpóstur. Og vil benda á að
fjölmiðlalög – 47. grein þar.“ Með
vísan í lögfræðiálit Vilhjálms um
að sú klásúla hafi ekkert gildi í
þessu samhengi segist Randver
ekki löglærður maður. „Mín skoð-
un er að svona trúnaðarpóstur eigi
ekki að leka í fjölmiðla.“ Sé gengið
út frá því áliti Vilhjálms að ekkert
sé athugavert við að koma viðkom-
andi pósti áfram má líta svo á að í
yfirlýsingu stjórnar FÍL séu býsna
alvarlegar ávirðingar á hendur
þeim sem ákvað að koma póstinum
áfram svo sem annarlegar hvatir
og trúnaðarbrestur. Randver, sem
var á leið á fund, vildi leita til lög-
manns síns áður en hann svaraði
þeirri spurningu en ekki tókst að
koma því við fyrir dagslok í gær.
jakob@frettablaðið.is
Lögmaður undrast
yfirlýsingu leikara
HINN MEINTI SVIKARI,
RANDVER, EDDA OG VIL-
HJÁLMUR
Stjórn FÍL tekur undir sjónarmið Eddu en ef
ekki er neitt við málið að athuga snýr það
þannig að stjórn FÍL hefur í
frammi alvarlegar ávirðingar
við þann sem kom póstinum
áfram.
Danska leikkonan Charlotte
Munk er kannski þekktust hér
á landi fyrir leik sinn í sjón-
varpsþáttunum Anna Pihl. En
hún sýnir á sér nýja hlið í Nor-
ræna húsinu þegar hún þenur
raddböndin með hljómsveit-
inni Hess is More í Norræna
húsinu í kvöld. Hljómsveit-
in stefnir saman tónlistar-
stefnum úr öllum áttum en í
lögum hennar má meðal ann-
ars greina djass og raftón-
list. Tónleikar Hess is More
eru hluti af dagskrá Nor-
ræna hússins á Listahátíð
Reykjavíkur sem ber heit-
ið List&Ást&List.
Charlotte Munk er
ein af þekktustu leik-
konum Dana en þættirnir um
lögreglukonuna Önnu hafa
slegið í gegn hér á Íslandi.
Charlotte þykir jafnframt
nokkuð lunkin söngkona þótt
ekki hafi þeir hæfileikar bor-
ist hingað upp á Ísland. En
nú gefst sem sagt íslenskum
aðdáendum Önnu Pihl tæki-
færi til að sjá hana í nýju
ljósi, fjarri bláum ljósum og
sírenum lögreglunnar í Kaup-
mannahöfn.
Anna Pihl syngur í Norræna húsinu
STUÐBAND Hess is More er mikið
stuðband og á vafalítið eftir að
fá einhverja gesti til að dilla sér í
Norræna húsinu í kvöld.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Sean Penn hefur beðið dómara
í Kaliforníu um að ógilda beiðni
sína um skilnað frá eiginkonu
sinni, Robin Wright Penn, sem
hann lagði fram í síðasta mánuði.
Vinir leikarans segja að ákvörðun
hans um að sækja um skilnað hafi
verið tekin eftir rifrildi þeirra í
milli. „Þetta voru hrokafull mis-
tök,“ segir niðurlútur Penn.
Penn hættur við
SÁTT Sean Penn er hættur við að skilja
við eiginkonu sína, Robin Wright Penn.
www.jonogoskar.is Laugavegur 61 / Smáralind / Kringlan
P
IP
A
R
• S
ÍA
• 9
0
8
7
1
Stúdentastjarnan og -rósin 2009
fallegar stúdentsgjafir sem fást hjá okkur
14 kt. gull
Stjarnan kr.10.700
Rósin kr.11.800