Fréttablaðið - 18.07.2009, Page 14
14 18. júlí 2009 LAUGARDAGUR
Þ
að sem olli fjármálahrun-
inu á Íslandi var ekk-
ert annað en óstjórnleg
græðgi í sambland við
algera blindni,“ segir Jón Ólafs-
son athafnamaður. Hann tapaði
litlu sem engu í hruninu hérlend-
is, enda fluttur af landi brott árið
1998 og búinn að selja Norðurljós
og aðrar eignir hér á landi árið
2003.
„Það eina sem ég átti voru ein-
hverjir peningar í stofnbréfum
í Sparisjóðnum í Keflavík. Ég
átti engin hlutabréf á Íslandi. Ég
hugsaði stundum, hvað er að mér,
af hverju tek ég ekki þátt í þessu
mikla ævintýri. Þegar upp er stað-
ið sé ég hversu lánsamur ég var að
láta það eiga sig,“ segir Jón.
„Það hlýtur að vera gífurlega
erfitt að vera útlagi í sínu eigin
landi. Það eru mikil lífsgæði að
geta gengið um í miðbæ Reykja-
víkur og annars staðar á Íslandi
og mætt jákvæðu og elskulegu
viðhorfi. Það er eitthvað sem
útrásarvíkingarnir eiga erfiðara
með,“ segir Jón.
Grunnurinn að hruninu var
lagður með sölu Landsbankans
og Búnaðarbankans, sem Jón
kallar einkavinavæðingu Davíðs
Oddssonar, þáverandi forsætis-
ráðherra. Ekki verði betur séð
en að helmingaskiptareglan hafi
verið allsráðandi, og að ákveð-
ið hafi verið fyrirfram að þeir
sem fengju að kaupa bankana
gætu gert það með lánsfé hvor
frá öðrum.
„Þarna byrjar ævintýrið, þessi
ótrúlega vitleysa. Ég heyrði reglu-
lega í fólki úr viðskiptalífinu í
Bretlandi á útrásarárunum, sem
spurði mig hvernig stæði á því að
Íslendingar væru að kaupa allt á
Englandi. Ég sagði þeim að þetta
væru bara duglegir strákar sem
vildu gera góða hluti. „En þetta er
allt rusl sem þeir eru að kaupa,“
sagði þetta fólk við mig. „Þeir
eru að kaupa allt sem við hinir
viljum ekki.“ Ég hélt þá að þetta
væri ekki alveg svona, en það má
spyrja sig í dag hvort það hafi
verið eitthvað til í þessu. Auðvit-
að tengdist þetta líka viðskipta-
módelinu, en þeir voru að kaupa
allt of mikið af félögum sem voru
ekki í lagi,“ segir Jón.
„Fyrir utan einkavinavæð-
inguna var það eftirlitshlutverk
ríkisstjórnarinnar og eftirlits-
stofnana sem helst klikkaði. Það
virðast allir hafa sofið á verðin-
um. Það er skrítið þegar maður
horfir á stöðuna, að það er eins og
Davíð Oddsson hafi verið búinn að
missa tiltrú allra sem skiptu máli
eftir að hann fór yfir í Seðlabank-
ann. Hann segist alltaf hafa verið
að vara menn við, en það hlustaði
enginn á hann. Ekki einu sinni
hans eigin flokksmenn.“
Sammála Davíð um dómstólaleið
Þjóðin vann verðskuldaðan sigur
þegar hún felldi ríkisstjórn Sjálf-
stæðisflokks og Samfylkingar með
búsáhaldabyltingunni, segir Jón.
Ekki hafi verið annað í stöðunni
en að kjósa Jóhönnu Sigurðardótt-
ur og Steingrím J. Sigfússon til
að leiða nýja ríkisstjórn. Þau séu
bæði gegnheil og skuldi engum
neitt. Nú sé hins vegar komið að
þáttaskilum sem geti valdið því að
ríkisstjórnin þurfi að fara frá. Þau
þáttaskil séu vegna Icesave-samn-
ingsins.
„Í gegnum tíðina var það stefn-
an að láta alltaf mál þar sem kraf-
ist er fébóta af ríkinu fara fyrir
dóm, það var aldrei samið. Þótt
um væri að ræða réttlætismál
var formið alltaf það sama, að
fara með málið fyrir dómstóla og
fá þeirra úrskurð um hvað bæri
að greiða hverjum. Þá leið ætti
að fara í Icesave-málinu, enda
er samningurinn að mínu mati
ákaflega óheppilegt og óvandað
plagg.“
Davíð Oddsson, fyrrverandi for-
sætisráðherra og seðlabankastjóri,
sagði í þættinum Málefninu á Skjá
einum í vikunni að hann teldi rétt
að Alþingi felldi Icesave-samn-
inginn. Þá gætu breska og hol-
lenska ríkið einfaldlega sótt sinn
rétt fyrir dómstólum hér á landi.
Jón viðurkennir að með orðum
sínum sé hann búinn að skipa sér
í lið með Davíð, manninum sem
hann eldaði grátt silfur við árum
saman.
„Eins merkilegt og það er þá
er ég algerlega sammála Davíð.
Það á að dæma í þessu máli. Ég
hvet alþingismenn til þess að fella
Icesave-samninginn. Það getur
aðeins haft það í för með sér að
það verði annaðhvort samið betur
eða að það verði farin þessi dóm-
stólaleið.“
Þurfa að mynda vinnustjórn
Það er umhugsunarefni nú þegar
þjóðin stendur á slíkum tímamót-
um hvort það sé rétt að láta örfáa
einstaklinga bera ábyrgð á upp-
byggingunni sem þarf að eiga sér
stað, að mati Jóns.
„Ef Alþingi gerir það sem þarf
að gera og fellir Icesave-samning-
inn er það eina rétta í stöðunni að
ríkisstjórnin víki og skipuð verði
þjóðstjórn. Það þurfa allir að
standa saman að því að rétta land-
ið við. Það á ekki að vera á ábyrgð
þeirra tveggja einstaklinga sem
eru að gera sitt besta til þess núna.
Þetta er stærra mál en svo.“
Jón óttast ekki að slík þjóðstjórn
verði ávísun á aðgerðalitla stjórn,
og ákvarðanir einkennist frekar
af pólitískum málamiðlunum en
röggsemi. Pólitíkin verði einfald-
lega að víkja. Stjórnmálamenn
verði að mynda vinnuþjóðstjórn
til að leggja grunninn að framtíð-
inni.
„Þjóðstjórnin þarf ekki að stýra
landinu í langan tíma, en þetta er
nauðsynlegt til þess að allt póli-
tíska litrófið beri á því ábyrgð að
koma okkur úr því ástandi sem
við erum í núna, og inn í bjartari
framtíð. Þarna er ég ekki að gera
lítið úr þeirri ríkisstjórn sem nú
situr, ég tel verkefnið einfaldlega
Þingmenn verða að fella Icesave
Eftir að hafa eldað grátt silfur við Davíð Oddsson árum saman er Jón Ólafsson athafnamaður kominn í þá sérkennilegu stöðu
að vera sammála sínum forna fjandmanni í máli sem skekur íslensku þjóðina. Hann sagði Brjáni Jónassyni hvers vegna þing-
menn ættu að fella Icesave-samninginn, og hvers vegna hann telur þjóðstjórn einu fýsilegu leiðina til að byggja upp eftir hrunið.
ORÐSPOR ÍSLANDS ÓLASKAÐ Jón Ólafsson segir orðspor Íslands ekki hafa beðið hnekki, þó að orðspor íslenska fjármálageirans sé verulega laskað. Landið hafi fengið gríðarlega auglýsingu, þó með neikvæðum for-
merkjum sé, og heimurinn allur viti nú af þessari litlu eyju í norðurhöfum. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Jón Ólafsson hefur verið kenndur við ýmis fyrirtæki í gegn-
um tíðina, til dæmis Norðurljós og Skífuna, enda komið
víða við í íslensku viðskiptalífi síðustu áratugina.
Undanfarið hefur Jón beint kröftum sínum að því að
selja íslenskt vatn undir merkjum Icelandic Glacial í gegn-
um fyrirtækið Icelandic Water Holding, þar sem hann er
stjórnarformaður.
Jón, sem er 54 ára gamall, er líklega þekktastur
fyrir að byggja upp Skífuna, sem sameinaðist Íslenska
útvarpsfélaginu og Sýn sumarið 1999 í fjölmiðlarisanum
Norðurljósum.
Skífan varð til upp úr lítilli plötubúð í Hafnarfirði sem
Jón keypti skömmu eftir tvítugt. Í framhaldinu lét hann til
sín taka í plötuútgáfu og stóð fyrir tónleikahaldi. Upp úr
þeirri samsuðu spratt Skífan.
Jón hefur komið að fjölmörgum öðrum fyrirtækjum, átti
til dæmis stóran hlut í Íslenskum aðalverktökum, og var
í svokölluðum Orca-hópi, sem átti ráðandi hlut í Fjárfest-
ingabanka atvinnulífsins, sem síðar rann inn í Íslands-
banka.
Jón hefur sjálfur upplýst að hann hafi komist í ónáð hjá
Sjálfstæðisflokknum árið 1990 þegar hann hafi neitað að
ráða sjónvarpsstjóra sem hafi verið forystumönnum flokks-
ins þóknanlegur. Síðan hefur hann með hléum átt í úti-
stöðum við hóp sem var í innsta kjarna Sjálfstæðisflokksins
um tíma, innan jafnt sem utan dómsalanna.
NEITAÐI AÐ RÁÐA SJÓNVARPSSTJÓRA SJÁLFSTÆÐISMANNA