Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.07.2009, Qupperneq 15

Fréttablaðið - 18.07.2009, Qupperneq 15
LAUGARDAGUR 18. júlí 2009 15 svo stórt og mikið að það er heppi- legra að koma þessu fyrir með þessum hætti,“ segir Jón. Spurður hver ætti að stýra slíkri vinnustjórn segir hann það sam- komulagsatriði fyrir stjórnmála- mennina. Í ljósi úrslita alþingis- kosninga teljist líklega eðlilegt að Samfylkingin leiði slíka stjórn, en það sé ekki sitt að velja menn í embætti. „Almenningur hefur sjaldan staðið jafn vel saman og núna. Það er meðbyr sem við eigum að nota. Þessi þjóð er ótrúlega dugleg, svo kraftmikil og klár. Hún sást ekki fyrir í þessu nýjasta ævintýri, en það er engin spurning að ef sam- staða næst um þjóðstjórn þá munu allir snúa bökum saman.“ Jón er heitur Evrópusinni og fagnar því að ákveðið hafi verið að sækja um aðild að Evrópusam- bandinu á Alþingi á fimmtudag. Hann segist enn þeirrar skoðunar að það hafi verið mistök að ganga ekki alla leið fyrir fimmtán árum og semja um aðild að Evrópusam- bandinu frekar en að undirrita samning um Evrópska efnahags- svæðið. Helstu verkefni þjóðstjórnar væru að koma Íslandi út úr Ice- save-samningnum, endurreisa bankana og gefa í svo neysla auk- ist og kapítalíska kerfið stöðvist ekki. Enn er von á mun fleiri upp- sögnum og gjaldþrotahrinan er rétt að byrja, segir Jón. Botninum verði líklega ekki náð fyrr en í lok árs 2009. Eitt af brýnustu verkefn- unum segir Jón þó vera að taka á fasteignavandanum. Þarf að afskrifa fasteignaskuldir „Það er ótrúlegur fjöldi fólks sem er komið í þá ömurlegu stöðu að það á ekki krónu í húsnæðinu sínu, og skuldar jafnvel meira en and- virði eignarinnar. Það þarf að fara í afskriftir, það er svo einfalt. Á þessu byrjuðu Bandaríkjamenn í upphafi kreppunnar, en þessi hús- næðisvandi er síðastur í röðinni hér.“ Talsvert hefur verið rætt um afskriftir, og hefur Framsóknar- flokkurinn til að mynda barist fyrir því að 20 prósent skulda heimila og fyrirtækja verði afskrifaðar. Jón segir aðferðina eða endanlega krónutölu afskrifta ekki stærsta málið til að byrja með. En afskriftirnar muni fara fram. „Það má skoða dæmið út frá manni sem á fasteign, og skuldar 100 prósent í henni. Á bankinn að taka fasteignina af þessum manni, og selja hana einhverjum öðrum með talsverðum afföllum, og láta upphaflegan eiganda fara á haus- inn? Eða á að fella niður hluta af skuldunum strax svo eigandinn geti haldið áfram að borga og búa í fasteigninni? Það þarf alltaf að afskrifa hluta af skuldinni, spurn- ingin er bara hver nýtur þess, eig- andinn eða einhver sem vill kaupa fasteignina.“ Orðspor Íslands ekki beðið hnekki Eftir hrun fjármálakerfisins er Ísland á allra vörum, í það minnsta í hinum vestræna heimi. Jón hefur verið óþreytandi að koma íslenska vatninu á markað erlendis í gegn- um fyrirtækið Icelandic Water Holding. Hann segir orðspor landsins langt frá því að vera jafn skaddað og ýmsir telji. „Ég held að það sé hægt að full- yrða að orðspor Íslands hafi ekki beðið hnekki. Við höfum hins vegar fengið gríðarlega auglýs- ingu, þó hún sé með neikvæðum formerkjum. Það þýðir samt að sama hvar ég kem í heiminum vita menn allt um Ísland, sem var ekki áður. Ímynd Íslands hefur ekki breyst, Ísland er ennþá „svalt“ í augum fólks, og það vorkennir okkur vegna hrunsins. Hins vegar hefur orðspor íslenska viðskipta- lífsins laskast verulega, og aðal- lega fjármálageirans.“ Jón segir það altalað í Bretlandi að bresk stjórnvöld hafi farið mjög illa með þessa litlu eyju norður í höfum. Þar geri menn sér grein fyrir því að eftirlitsstofnanir þar hafi klikkað, ekki síður en hér. Það sé engin afsökun fyrir eftirlits- stofnanir í Bretlandi að íslenska Fjármálaeftirlitið hafi klikkað. Hefur enn taugar til Skífunnar Jón var ásamt umboðsfyrirtæk- inu William Morris einn þeirra sem sóttust eftir því að kaupa Senu þegar fyrirtækið var selt síðla vetrar. Það kom kannski ekki mikið á óvart því Jón byggði upp kjarnann í fyrirtækinu, og var löngum kenndur við Skífuna, sem nú er hluti af Senu. Jón varð fyrir gífurlegum von- brigðum með hvernig haldið var utan um söluna. Leikreglurn- ar hafi ekki verið sanngjarnar. Í framhaldinu hafi komið til greina að hann myndi á ný hasla sér völl í afþreyingarbransanum hér á landi með stofnun nýs fyrirtækis. „Ég reikna samt ekki með að af því verði. Ég segi kannski ekki að mér þætti það ósiðlegt, en ég byggði þetta fyrirtæki upp á sínum tíma og vil ekki fara að vinna gegn því núna,“ segir Jón. „Þetta er kannski ekki sama fyrirtækið og það var, en mér er samt ekki sama um það.e Ef frásagnir af vatnsútflutningi Jóns eru undanskildar hefur hann hvað oftast komist í fréttirnar hér á landi á undanförnum árum vegna dómsmála sem hann hefur staðið í. Frægt er orðið hvernig hann fór í mál við Hannes Hólmstein Gissurar- son fyrir ummæli sem féllu á vef Hannesar. Þrátt fyrir að dómur hafi fallið Jóni í hag ytra er niðurstaða þess máls sú að Jón getur ekki gengið að Hannesi þar sem Hannesi var ekki birt stefna með réttum hætti af breskum stjórnvöldum. Jón hefur því hafið málaferli gegn breskum stjórnvöldum þar sem hann krefst milljónatuga vegna mistakanna. Jón hyggst einnig stefna íslenska ríkinu eftir að skattamáli á hendur honum var vísað frá dómi nýverið. Hann segir að það kæmi sér ekki á óvart ef það mál væri allt runnið undan rifjum Davíðs Oddssonar, fyrrverandi forsætisráðherra. „Það virðist vera eins og Davíð hafi ákveðið að hjóla í mig og Jón Ásgeir [Jóhannesson]. Hvað mig varðar held ég að hann hafi gert það vegna þess að hann hafi fundið að ég átti gott samstarf við aðra en Sjálfstæðisflokk- inn. Eina leiðin sem hann gat fundið til að loka á þau tengsl var að gera mig að glæpamanni, skattsvikara. Þá vildi enginn koma nálægt mér.“ Í máli sínu gegn íslenska ríkinu mun Jón krefjast þess að staðfest verði að lögheimili hans hafi verið fært til Bretlands árið 1998, og hann því skattskyldur þar í landi frá þeim tíma. Skattamálið á hendur Jóni sner- ist um lögheimilið, og hvenær það var flutt frá Íslandi. Jón segir að þegar allt hafi verið talið til hafi upphæðin sem ágreining- urinn snérist um komist í 361 milljón króna. Þetta kallaði Davíð Oddsson „langmesta skattsvikamál sem upp hefur komið í sögu þjóðfélagsins“ í viðtali við Morgunblaðið. „Enda fór ég í meiðyrðamál við hann og vann það mál,“ segir Jón. „Það var afskaplega einkennilega að þessu máli staðið. Málið snerist um tæknilegt atriði sem ég fór yfir með endurskoðendum mínum. Þegar yfirvöld eru ekki sammála tækni- legum útfærslum skrifa þau yfirleitt kurteislega orðuð bréf, þau fara ekki með tugi manna í húsleit, og gæta þess að láta Morgunblaðið og Ríkis- sjónvarpið vita svo fjölmiðlamenn verði örugglega á staðnum þegar húsleitin hefst. Það eru ekki venjuleg vinnubrögð. Það mál má skýra á einfaldan hátt með einni setningu: Ég varð fyrir mannorðsmorði.“ Stefnir íslenska og breska ríkinu

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.