Fréttablaðið - 18.07.2009, Page 16

Fréttablaðið - 18.07.2009, Page 16
16 18. júlí 2009 LAUGARDAGUR M ér finnst ég breyt- ast alveg óskaplega lítið,“ segir Mar- grét Hannesdóttir hlæjandi en hún er næstelsti núlifandi Íslendingurinn og varð 105 ára síðast- liðinn miðvikudag. „Ég veit að árin færast yfir mann eins og alla aðra en mér finnst ég alltaf vera í sömu spor- unum.“ Margrét fæddist og ólst upp að Núpsstað í Vestur-Skaftafellssýslu. Hún flutti til Reykjavíkur 27 ára en á Núpsstað býr enn Filippus bróð- ir hennar sem verður hundrað ára á árinu. Margrét er elst tíu systkina en fimm eru látin. „Ég var 21 árs þegar ég fór fyrst til Reykjavíkur og var vetur á saumaverkstæði,“ útskýrir Margrét sem bjó þó áfram á Núps- stað. „Það var svo margt heima að ein- hver varð að fara að heiman, það var ekkert að gera fyrir allt fólkið,“ segir Margrét en þegar hún fór að heiman bjuggu öll tíu systkinin að Núpsstað. Hringbrautin ysta gatan Margréti fannst mikil viðbrigði að koma til Reykjavíkur en segist hafa vanist því eins og hverju öðru. Mar- grét segir að á þeim tíma hafi Hring- brautin verið ysta gatan í bænum og fyrir utan hana hagar og mýrar þar sem skepnum var beitt. Þegar Margrét er spurð út í það hvernig Reykjavík hafi verið á þessum árum segir hún: „Æi, það var afskaplega mikil fátækt í Reykjavík eins og annars staðar. Allir börðust í bökkum, verkföll voru tíð og menn höfðu lítið að gera.“ Fljótlega eftir að Margrét kemur til Reykjavíkur kynnist hún eigin- manni sínum, Samúel Kristjánssyni sjómanni og eignuðust þau fimm börn á tólf árum. Bjuggu þau fyrst á Þórs- götunni sem Margrét segir að hafi verið heldur utan við bæinn á þeim tíma. Árið 1941 ákveða hjónin að flytj- ast með börnin á Langholtsveginn þar sem Margrét býr enn þann dag í dag en hún segir að þá hafi það verið úti í sveit og að húsið hafi verið umkringt sumarbústöðum. Aldurinn hefur ekkert að segja „Mér finnst gott að vera hér,“ segir Margrét og bætir við að ástæðan sé helst sú að fjölskyldan byggði húsið sjálf. „Í þá daga hafði fólk engin efni á því að taka smiði. Allir gerðu það sem þeir gátu sjálfir en fengu náttúrulega menn til að leggja vatn og rafmagn. Allt handverk gerðu menn sjálfir. Ég þiljaði þetta til dæmis,“ segir Margrét og bendir á eitt af gulrósóttu hornun- um í eldhúsinu á Langholtsveginum. „Ég hjálpaði bóndanum þegar ég var ekki að sýsla við krakkana og matinn, og var handlangari hjá honum,“ segir Margrét og hlær innilega. Margrét segir að þegar Lang- holtsvegurinn var að byggjast hafi nágrannarnir allir þekkst en svo sé ekki í dag. „Nú er gamla fólkið dáið, farið á elliheimili eða í burtu og nýtt fólk komið í staðinn en ég þekki fátt af Finnst ljómandi að búa ein Margrét Hannesdóttir varð 105 ára á miðvikudaginn en hún er næstelsti núlifandi Íslendingurinn. Hún tók á móti Mörtu Maríu Friðriksdóttur á heimili sínu á Langholtsveginum í vikunni þar sem hún hefur búið í tæp sjötíu ár. Nú býr Margrét þar ein en á fjölskyldu og vini sem heimsækja hana daglega. Hún ræðir um árin hundrað og fimm, breytingar, fjölskylduna og ferðalög. Á FERÐINNI Margrét fór í lagningu í tilefni afmælishalds sem verður í kvöld með fjölskyldu og vinum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FRÍSK OG Á FÓTUM Margrét Hannesdóttir er ern og ber aldurinn vel. Hún býr enn í húsinu sem hún hefur búið í síðustu sjötíu árin. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SAUMAÐI OG VERKAÐI FISK Þau eru orðin mörg handtökin hennar Margrétar. Hún saumaði mikið en hefur dregið úr því með árunum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ef maður er frískur og á fótum er alveg sama hver aldurinn er. Hann hefur ekkert að segja. því. Í dag er enginn samgangur eins og var þá,“ segir Margrét sem býr ein í dag þó alla daga komi einhver í heimsókn til hennar. „Mér finnst alveg ljómandi að búa ein. Ef maður er frískur og á fótum er alveg sama hver aldurinn er. Hann hefur ekkert að segja.“ Gekk til Reykjavíkur Margrét var heimavinnandi húsmóð- ir, gekk til Reykjavíkur með börnin til að fara í búðir og hélt líflegt heimili en eftir að börnin voru uppkomin hóf hún vinnu í fiski. „Mér fannst gaman að vinna úti. Núna vilja Íslendingar ekki vinna í fiski því þeim finnst það ekki nógu fínt fyrir sig,“ segir Mar- grét brosandi. „Mér fannst það alveg ljómandi.“ Margrét segist heimsækja Núpsstað hvert sumar og að henni finnist hún í hvert skipti vera komin heim. En hefur hún farið til útlanda? „Já, já, maður fór þetta nú. Fyrst fór ég með bónd- anum til Englands. Þá tóku sjómenn- irnir konurnar með sér í túr á togar- anum. Seinna hef ég flogið,“ útskýrir Margrét sem vill langt um heldur vera á Íslandi og á Langholtsvegin- um innan um stóla, borð og myndir sem hún hefur í gegnum árin saumað út og geymir í öðrum enda stofunnar þar sem sólin nær ekki til.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.