Fréttablaðið - 18.07.2009, Side 23

Fréttablaðið - 18.07.2009, Side 23
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Ég byrjaði að hlaupa árið 1992. Fór aðeins til prufu en þetta hent- aði mér svo vel að ég hef verið á hlaupum síðan,“ segir Hallgerð- ur Arnórsdóttir, eða Gerður, sem tekur í dag þátt í Laugavegshlaup- inu í fjórða sinn. Hlaupið, sem er 55 km langt, hefst í Landmanna- laugum og lýkur í Húsadal í Þórs- mörk. Gerður hefur verið í hlaupahópn- um ÍR-skokk frá árinu 1994 og hefur hópurinn haldið vel saman og tekið þátt í ýmsum hlaupum. „Við fórum stutt fyrst og svo hefur þetta verið að smálengjast,“ útskýrir Gerður. Árið 1999 ákváðu svo sex- tán úr skokkhópnum að taka þátt í Laugavegshlaupinu. „Þá gerði ég það í tilefni þess að ég yrði fimm- tug á árinu,“ segir Gerður sem hefur farið hlaupið tvisvar síðan. „Svo fannst mér tilvalið að fara síðasta Laugavegsmaraþonið á árinu sem ég yrði sextug og loka ferlinum þannig,“ segir hún glað- lega. Þegar Gerður tók þátt í hlaupinu fyrst var aðeins til flokkur kvenna 38 ára og eldri sem hún var ekki sátt við enda var til flokkur karla fimmtíu ára og eldri. Korteri fyrir upphaf hlaupsins var því búinn til flokkur kvenna fimmtíu ára og eldri sem Gerður keppti í ásamt einni erlendri konu. Í þetta sinn þurfti aftur að búa til nýjan flokk fyrir Gerði, konur 60 ára og eldri, þar sem hún verður eini keppand- inn. Hún er þó ekkert að hreykja sér af þessum afrekum. „Mér finnst bara gaman að vera sextug og geta gert þetta,“ segir hún. En hvernig undirbýr hún sig fyrir svona langt hlaup? „Ég hleyp um þrisvar til fjórum sinn- um í viku, hjóla og fer í nokkrar fjallgöngur,“ svarar Gerður. Hún vonast til að geta hlaupið leiðina á undir átta tímum en besti tími hennar er sjö og hálfur tími. Þess má geta að metið í kvennaflokki er 5 klukkustundir og 31 mínúta. En er einhver hluti leiðarinn- ar erfiðari en aðrir? „Mér finnst leiðin yfir sandana, áður en komið er að Emstrum, erfiðasti hlutinn. Leiðin er löng og það tekur alltaf við nýr og nýr hóll,“ segir Gerður kankvís. Hún segir þó fátt jafnast á við að koma niður í fagurgrænan Húsadalinn eftir langt og stremb- ið hlaup. Gerður ætlar að taka rútuna í bæinn strax að hlaupi loknu og úti- lokar ekki að halda upp á afrekið á einhvern hátt. Það fari þó eftir líðaninni. Á sunnudaginn stefnir hún svo aftur út úr bænum í bústað aust- ur fyrir fjall þar sem hún ætlar að slaka á og láta þreytuna líða úr sér áður en hún heldur aftur af stað, nú í fjögurra daga gönguferð um Tröllaskaga. solveig@frettabladid.is Bara glöð að geta þetta Þrettánda Laugavegshlaupið er haldið í dag. Hallgerður Arnórsdóttir er ein af 342 keppendum og hleyp- ur Laugaveginn nú í fjórða sinn. Hún er fyrsta og eina konan sem skráð er í flokk kvenna 60 ára og eldri. ULL Í FAT er þjóðleg keppni sem haldin verður á Hvanneyri í dag. Það er Ullarselið sem stendur fyrir keppninni sem fara mun fram í kálfafjósi Halldórsfjóss. Háð verður keppni í því að vinna ull í fat, frá hráefni til fullunninnar vöru. Keppnin hefst klukkan 13.30. Hallgerður Arnórsdótt- ir hleypur Laugaveg- inn í dag ásamt 341 öðrum hlaupara. Hún er fyrsta og eina konan í flokki kvenna 60 ára og eldri. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /G VA the Elding Reykjavík Whale Watching Tel: (+354) 555 3565 Online booking: www.elding.is Komdu með hundinn í Viðey Hundadagur 19. júlí Kynningar frá Líflandi og Dýra- ríkinu frá 12:00-17:00 Hundaþjálfari verður á staðnum á milli 13:00 og 16:00 og svarar spurningum og gefur góð ráð. ATH! Allir hundar verða að vera í bandi og eru á ábyrgð eiganda. Dúnmjúkar BRÚÐARGJAFIR Laugavegi 176 Sími 533 2220 www.lindesign.is Við hjá Lín Design erum í essinu þegar kemur að brúðkaupsgjöfum. Vörulína okkar er hönnuð á Íslandi þar sem íslensk náttúra spilar stórt hlutverk. Allt okkar efni er sérvalið svo úr verð- ur vara sem gefur mýkt og hlýju. Brúðhjón sem eru með gjafalista hjá Lín Design fá gjöf frá versluninni ef keypt er af listanum. Hlý og persónuleg þjónusta Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.