Fréttablaðið - 18.07.2009, Side 24
Vinningshafar í sumarleik
Nings:
Í vinningi A eru 50 lítrar af
gosi frá Ölgerðinni, 3. mánaða
kort hjá World Class, 10.000
króna úttekt frá Olís og frítt
frelsi frá Tal í allt sumar.
Vinning A hlutu:
■ Linda Dögg Jóhannsdóttir
Drekavelli 16.
■ Olga Sigfúsdóttir Úthlíð 9.
■ Erling Örn Magnússon
Dvergabakka 26.
■ Bóas R. Bóasson Brúnastöð-
um 33.
Í vinningi B eru 50
lítrar af gosi frá
Ölgerðinni, 15.000
kr gjafabréf í Bónus,
frítt í Laugarásbíó í
allt sumar og Temp-
ur heilsukoddi frá
Betra baki.
Vinning B hlutu:
■ Ingólfur K. Guð-
mundsson Álm-
holti 11.
■ Bjarki Reynis-
son Lautasmára
37.
■ Auður Lilja Dav-
íðsdóttir Lækja-
smára 6.
■ Elfa Björk Kjart-
ansdóttir Mosa-
rima 15.
Glæsilegir
vinningar
„Þetta var kreppuhugmynd. Hún
vaknaði þegar við vorum að taka til
í geymslunum hjá okkur fyrir tæpu
ári og fundum þá ýmis húsgögn
sem við höfðum safnað að okkur í
gegnum tíðina og voru farin að láta
aðeins á sjá. Í stað þess að láta þau
á haugana ákváðum við að gera þau
upp og selja,“ segir Jökull Jóhanns-
son sem ásamt Sævari Eyjólfssyni
rekur fyrirtækið S&J Húsgögn.
„Svo vatt þetta upp á sig og við
vorum farnir að kaupa húsgögn
sem voru í slæmu ásigkomulagi og
gera upp,“ segir hann. Brátt var
fólk einnig farið að gefa þeim félög-
um gömul húsgögn eða láta þá gera
upp fyrir sig.
„Við erum báðir
nokkuð handlagnir,“
segir Jökull inntur
eftir því hvort þeir
séu eitthvað mennt-
aðir á þessu sviði.
„Svo lærði Sævar
líka húsgagnasmíði í
eitt ár auk þess sem
við erum báðir mikl-
ir áhugamenn um fal-
leg húsgögn,“ bætir
hann við.
Þegar þeir félagar
opnuðu fésbókarsíðu
fóru hlutirnir að rúlla fyrir alvöru.
„Fyrr en varði vorum við komnir
með 2.000 aðdáendur,“ segir Jökull
en fyrirtækið stækkaði mun hraðar
en þeir bjuggust við. „Við byrjuðum
að gera upp í kjallaranum hjá Sæv-
ari og áður en við vissum af vorum
við komnir með stóra vinnustofu
og ljósmyndastúdíó,“ segir hann
áhugasamur. Jökull er lærður ljós-
myndari og tekur myndir af hús-
gögnunum fyrir vefsíðuna.
Hingað til hafa þeir mest gert
upp húsgögn en eru að sögn Jökuls
í meira mæli farnir að taka gamla
hluti og gjörbreyta þeim eftir sínu
lagi. Einnig eru þeir með nokkrar
hugmyndir að frumsmíði.
Jökull og Sævar
munu sýna nokkur
húsgögn úr sinni
smiðju í glugga
verslunarinn-
ar GK á Lauga-
vegi 66 næstu
vikurnar. Auk
þeirra mun Hulda
Vilhjálmsdóttir sýna
skúlptúra í glugg-
anum en hún deil-
ir vinnustofu með
þeim félögum.
solveig@frettabladid.is
Húsgögn í glugga
tískuverslunar
Verslunin GK á Laugavegi mun nýta glugga sína til að sýna hönnun
og list. Fyrstir út í glugga eru Jökull Jóhannsson og Sævar Eyjólfsson
sem endurhanna gömul húsgögn undir nafninu S&J Húsgögn.
MENNINGARDAGSKRÁ tileinkuð ævi og verkum Jóns Trausta verður í
Þistilfirði á sunnudag. Hún hefst á gönguferð með leiðsögn á Öxarfjarðarheiði
um söguslóðir Höllu og heiðarbýlisins sem er eitt af ritverkum Jóns Trausta.
Lagt verður af stað frá sæluhúsinu á Öxarfjarðarheiði klukkan 9.30.
Sævar Eyjólfsson og Jökull Jóhannsson gera upp og endur-
hanna gömul húsgögn undir nafninu S&J Húsgögn.
FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR