Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.07.2009, Qupperneq 37

Fréttablaðið - 18.07.2009, Qupperneq 37
F lugfélag Íslands hefur hafið flug til bæjarins Ilulissat (Jakobshavn) á Norður-Grænlandi. Ilulissat er einn helsti ferða- mannastaður á Grænlandi og þykir hvergi jafn mikilfenglegt að skoða jökulinn brotna fram í sjóinn eins og þarna. Um 4.500 íbúar búa við Diskóflóann og er fjörðurinn á heimsminja skrá UNESCO. Flogið verður með DASH 8-vél frá Keflavík tvisv- ar í viku í júlí og ágúst. Mjög hefur aukist hjá fyrir- tækjum og stofnunum að nota Grænland sem áfangastað þegar halda á ýmiss konar við- burði, hópefli eða hvataferðir þar sem umhverfið þarf að vera óvenjulegt eða einstakt. Flugfélag Íslands flýgur nú til allra landshluta Græn- lands, þ.e.a.s. Ilulissat á Norð- ur-Grænlandi, Nuuk á vestur- strönd Grænlands, Narsarsuaq á Suður-Grænlandi og svo til Kulusuk og Constable Point sem eru á austurströndinni. ILULISSAT NÝR OG SPENNANDI ÁFANGASTAÐUR Bátsferð Í baksýn sést jökullinn sem gengur í sjó fram og er mikilfenglegt að sjá þegar jakarnir brotna frá. Leið 7 Einkennilegt að sjá strætó i þessu litla þorpi á Grænlandi. Sölukonur Lítill sölubás í Nuuk á vesturströnd Grænlands. FRÍTT Það kost ar ekker t að nálg ast Konur og Kaupma nnahöfn á www.ice landexpr ess.is með ánægju Aðra leið með sköttum og öðrum greiðslum. Um er að ræða valdar dagsetningar og takmarkað sætaframboð. Flugsæti frá: 12.900 kr. Kaupmannahöfn er frábær fyrir konur á öllum aldri. Verslanir með öllum fínustu merkjunum, það heitasta í hönnun og náttúrulega þessar stóru og ódýrari fataverslanir sem allir þekkja. Svo er upplagt að dekra aðeins við sig inn á milli og hafa það huggulegt á kaffihúsum og njóta lífsins á veitingahúsum borgarinnar. Af nógu er að taka! Á vefnum okkar finnurðu veftímaritið Konur og Kaupmannahöfn sem hefur að geyma spennandi og hagnýtar upplýsingar um tísku og hönnun, bestu kaupin og ýmis góð ráð fyrir konur í Kaupmannahöfn. Nánar á www.icelandexpress.is Kvenlega hliðin á Køben BÓKAÐU NÚNA!

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.