Fréttablaðið - 18.07.2009, Síða 40
[ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FERÐALÖG ]
ferðalög
JÚLÍ 2009
Smiðjuhátíð verður haldin í Tækni-
minjasafni Austurlands á Seyðis-
firði helgina 24. til 26. júlí. „Á
hátíðinni verða grunnnámskeið í
eldsmíði fyrir byrjendur, námskeið
í hnífasmíði sem Páll Kristjáns-
son, eða Palli hnífasmiður, heldur,
físibelgjagerð og grunnnámskeið í
málmsteypu,“ segir Helgi Örn Pét-
ursson, forvörður.
Ýmislegt fleira verður í boði á
Smiðjuhátíðinni, til dæmis verð-
ur ball á bryggjunni, veitingar
verða í boði allan tímann og hand-
verksmenn munu einnig sýna muni
sína.
„Það sem er merkilegt við þetta
er að verið er að vinna inni í gam-
alli smiðju en elsti hluti húss-
ins var byggður árið 1907,“ segir
Helgi Örn og heldur áfram: „Þetta
er hluti af því að vera með það sem
við köllum lifandi safn, þar sem
unnið er inni í safninu. Öll nám-
skeiðin eru haldin inni á safninu
nema hnífagerðarnámskeiðið sem
er haldið í smíðastofu í grunnskól-
anum.“
Nánari upplýsingar má finna á
www.tekmus.is. -mmf
LIFANDI SAFN
Tækniminjasafn Austurlands er lifandi safn.
Á Smiðjuhátíð verður unnið inni í safninu.
BSÍ , 101 Reykjavík , 562-1011, main@re.is, www.flybus.is
Áætlunarferðir Flugrútunnar eru í tengslum við allar
komur og brottfarir flugvéla um Keflavíkurflugvöll
Alltaf laus sæti
www.flybus.is
NJÓTTU ÞESS AÐ FERÐAST Á EINFALDAN HÁTT
ÞÚ KEMST ÞANGAÐ
MEÐ OKKUR!
dagskrá helgarinnar er á www.einmedollu.is brostu með!
Heimsmeistaramót íslenska hests-
ins verður að þessu sinni haldið í
Brunnadern í Sviss dagana 3.-9.
ágúst næstkomandi. Heimsmeist-
aramótið er einn stærsti vettvang-
ur íslenska hestsins um heim allan
og er haldið á tveggja ára fresti.
Íslendingar hafa verið afar dug-
legir við að sækja þetta mót og má
búast við mjög mikilli þátttöku í
ár. Nítján þjóðir hafa keppnisrétt
á mótinu og gera má ráð fyrir að
hátt í 30 þúsund manns komi til að
fylgjast með mótinu þá sjö daga
sem það stendur. Líkt og þekkist
á landsmóti hér heima er gert ráð
fyrir stóru sölu- og sýningarsvæði
þar sem fyrirtæki, ýmist tengd
hestamennsku eða ekki, geta boðið
vörur og þjónustu sína til sölu.
HESTAMANNA-
VEISLA Í SVISS