Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.07.2009, Qupperneq 43

Fréttablaðið - 18.07.2009, Qupperneq 43
LAUGARDAGUR 18. júlí 2009 19 Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, afi og langafi, Rögnvaldur Björnsson byggingameistari, Berjarima 3, sem lést á Landspítalanum við Hringbraut sunnu- daginn 12. júlí, verður jarðsunginn frá Grafarvogs- kirkju fimmtudaginn 23. júlí kl. 15.00. Þorbjörg Hulda Þorvaldsdóttir Katrín Rögnvaldsdóttir Gunnar Hannesson Björn Rögnvaldsson Olga Hafberg Þorvaldur Birgir Rögnvaldsson Andrea Róbertson Jóna Kristín Rögnvaldsdóttir Gunnar Guðbjörn Gunnarsson barnabörn og barnabarnabarn. Innilegar þakkir færum við öllum þeim er sýndu okkur vináttu og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, Guðjóns Óskarssonar. Aldís Kristjánsdóttir Sigrún Björg Guðjónsdóttir Árni Gunnar Ingólfsson Hrafnhildur Guðjónsdóttir Bergur Jónsson og barnabörn. Hjartans þakkir til allra er sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Fríðu Emmu Eðvarðsdóttur Þorsteinsstöðum, Lýtingsstaðahreppi. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 6 og sjúkradeild fyrir umhyggju og hlýju. Guð blessi ykkur öll. Berta Margrét Finnbogadóttir Böðvar Hreinn Finnbogason Guðbjörg Guðmannsdóttir Stefanía Fjóla Finnbogadóttir Guðmundur Magnússon Violet Elizabeth Wilson David Wilson barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför eigin- manns, föður, tengdaföður, afa og langafa, Reynis Bergmanns Pálssonar Hábæ 36, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 11G, Landspítala. Valborg Sigurbergsdóttir Páll Bergmann Reynisson Guðrún Eiðsdóttir Grétar Reynisson Lilja Ruth Michelsen Sóley Reynisdóttir Sigurður Jóhannesson barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, Elín Ólöf Jónsdóttir áður til heimilis að Miðtúni 3, Keflavík, lést sunnudaginn 12. júlí á Hjúkrunarheimilinu Víðihlíð. Útförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju, þriðjudaginn 21. júlí kl. 13.00. Helga J. Guðbrandsdóttir Kristín G. Guðbrandsdóttir Reynir Gunnlaugsson Sigurður H. Guðbrandsson Guðmundur K. Guðbrandsson Jón I. Guðbrandsson Lilja Þ. Tómasdóttir og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Hreiðar G. Viborg Hraunvangi 3, Hafnarfirði (áður Barmahlíð 34, Reykjavík) verður jarðsunginn frá Garðakirkju, Álftanesi, mánudaginn 20. júlí kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Jóna Helgadóttir Helgi Þór Viborg Hildur Sveinsdóttir Guðmundur Viborg Sigríður María Hreiðarsdóttir afabörn og langafabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Jóhanna Hálfdánardóttir Skúlagötu 20, Reykjavík, lést á öldrunarlækningadeild Landspítala Landakoti fimmtudaginn 9. júlí. Jarðarförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 20. júlí kl. 15.00. Ingvar Hauksson Sigríður Axelsdóttir Elín Hauksdóttir Svavar Helgason Guðmundur Vignir Hauksson Lilja Guðmundsdóttir Sigurdís Hauksdóttir barnabörn og barnabarnabörn. 90 ára afmæli Ingveldur Ásmundsdóttir Vesturgötu 80 Akranesi, verður 90 ára sunnudaginn 19. júlí. Hún verður með opið hús frá kl. 15 á heimili sínu með heitt á könnunni. Verið velkomin. Innilegt þakklæti til allra sem sýndu okkur vináttu, samúð og hlýhug við andlát og útför okkar elskulega föður, tengdaföður, afa og langafa, Magnúsar Þórarinssonar frá Hjaltabakka. Þórarinn Sigvaldi Magnússon Anna Magnea Ólafsdóttir Guðbergur Magnússon Guðný Ragnarsdóttir Þórir Skafti Magnússon Matthildur Guðmannsdóttir Stefán Magnússon Guðbjörg Ása Andersen Jóhannes Magnússon Elsa Björnsdóttir Helgi Magnússon Sigríður G. Pálsdóttir Svanhildur Magnúsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Útfararþjónusta Davíðs Ósvaldssonar ehf. Davíð Ósvaldsson Útfararstjóri S. 896 6988 / 553 6699 Óli Pétur Friðþjófsson Útfararstjóri S. 892 8947 / 565 6511 Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, Höllu Ingu Einarsdóttur áður til heimilis að Eikjuvogi 24, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólkinu á Hjúkrunarheimilinu Eir fyrir þá einstöku umönnun og nærgætni er þau sýndu henni ætíð. Pálína Erna Ólafsdóttir Marsibil Ólafsdóttir Stefán Árnason Sigrún Ólafsdóttir Pétur Jónsson Ingimar Ólafsson Guðlaug Halldórsdóttir barnabörn og barnabarnabörn.MOSAIK timamot@frettabladid.is JANE AUSTEN LÉST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1817. „Ó! Ekki ráðast á mig með úrinu þínu. Úr eru annað- hvort of fljót eða of hæg. Ég læt úr ekki ráða yfir mér.“ Jane Austen var enskur rit- höfundur. Austen gaf ekki út undir nafni og því færðu verkin henni ekki frægð á meðan hún lifði en nú er hún einn mest lesni rithöfundur breskra bókmennta. Sextíu ár eru liðin frá því að fyrstu Ferguson dráttarvélarn- ar komu til Íslands. Vélarnar mörkuðu upphaf vél- og afl- væðingar á fjölmörgum íslenskum búum. Af þessu tilefni er Fergusondagur haldinn hátíðlegur á Hvanneyri í dag. Bjarni Guðmundsson, safnstjóri Landbúnaðarsafnsins á Hvanneyri, hefur skrifað bók um sögu Ferguson á Íslandi og heldur upp á daginn í dag. „Gráa Ferguson vélin var brautryðjandadráttarvél hér á landi og fór á þriðja til fjórða hvern bæ landsins og breytti veröld manna,“ segir Bjarni. „Í því skyni ætlum við að bjóða mönnum að koma hérna saman, gjarnan með sínar vélar, því það eru margir sem eru að gera upp gamlar Ferguson vélar.“ Bjarni segir að ekki verði um mjög formlega dagskrá að ræða, en einn hringur verði keyrður á vélunum og fólki leyft að sjá hvernig þær virka og hljóma. Bókin hans „Og svo kom Ferguson“ verður einnig kynnt. „Bókin er þjóðhátta- lýsing miðrar síðustu aldar, um það hvernig þessi dráttar- vél smokraði sér inn í íslenskar sveitir, breytti vinnubrögð- um og losaði vinnuafl. Hún þokaði hestum úr heyskap og fækkaði fólki á bæjum meðal annars.“ Bjarni segir að venjulega hafi á bilinu fimmtán til þrjá- tíu dráttarvélar komið saman. Mest sé lagt upp úr því að fólk hafi einlægan áhuga á vélunum. „Svo verður efnt til fegurðarsamkeppni og þrjár fallegustu vélarnar verða verð- launaðar.“ thorunn@frettabladid.is FERGUSON: SEXTÍU ÁR Á ÍSLANDI BREYTTI ÖLLU BJARNI OG FERGUSON Bjarni Guðmundsson á fyrstu Ferguson dráttar- vélinni. Bók hans um Fergusonvélina kemur út í dag. MYND/ÞÓRUNN EDDA BJARNADÓTTIR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.