Fréttablaðið - 18.07.2009, Page 54

Fréttablaðið - 18.07.2009, Page 54
30 18. júlí 2009 LAUGARDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 PERSÓNAN VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8. 1 33. 2 Ísland vann, 2-0. 3 Gunnar Björn Guðmundsson. LÁRÉTT 2. ryk, 6. samþykki, 8. poka, 9. berg- mála, 11. eldsneyti, 12. peningar, 14. mjóróma, 16. kusk, 17. röst, 18. pota, 20. tvíhljóði, 21. málmur. LÓÐRÉTT 1. gjóta, 3. kringum, 4. samtal, 5. nögl, 7. heimakoma, 10. struns, 13. örn, 15. viðskipti, 16. umrót, 19. í röð. LAUSN LÁRÉTT: 2. kusk, 6. já, 8. mal, 9. óma, 11. mó, 12. aurar, 14. skræk, 16. ló, 17. iða, 18. ota, 20. au, 21. stál. LÓÐRÉTT: 1. gjóa, 3. um, 4. sam- ræða, 5. kló, 7. ámusótt, 10. ark, 13. ari, 15. kaup, 16. los, 19. aá. „Þetta leggst frábærlega í mig. Innipúkinn hefur alltaf verið skemmtileg hátíð og góð stemning í kringum þetta. Dagskráin sem við erum búin að setja saman í ár er gríðarlega öflug og spennandi, þannig að ég hlakka mikið til,“ segir Eldar Ástþórsson, einn skipu- leggjenda Innipúkans í ár. Hátíðin er sem fyrr haldin um verslunar- mannahelgina. Af dagskránni ber helst að nefna Agent Fresco, Benna Hemm Hemm, Borko, Diktu, FM Belfast, Fallega menn, Gylfa Ægisson og Jóhönnu Finnborgu, eða GÆJÓ, K- Trio, Mammút, Morðingjana, Ólöfu Arnalds, Seabear, Sudden Weather Change og Sykur. Gylfi Ægisson spilar í fyrsta sinn á Innipúkanum og verður með tón- leikana á laugardeginum. Þá eru þau GÆJÓ í Galtarlæk á sunnu- deginum. „Mér fannst þetta snið- ugt að prófa þetta. Það er fínt að fá eitt gamalmenni og unga konu, með létt og fjörugt prógramm,“ segir Gylfi. Hann lofar því að taka öll sín bestu lög. Syngur yngri kyn- slóðin með? „Mér sýnist það að hún kunni allavega Minningu um mann. Ef þau kunna ekki hitt þá syngur maður bara Minningu um mann allt kvöldið.“ Hátíðin í ár er haldin á Sódómu og Batteríinu og stendur í þrjá daga, en ekki tvo líkt og síðustu ár. Þá er miðaverð aðeins 2.900 krónur. „Með því að lengja hátíð- ina um einn dag náum við að koma að fleiri hljómsveitum og búa til stærri pakka í kringum þetta, meira fjör og meiri stemmingu. Þannig að um leið að við erum að lækka miðaverðið erum við að stækka dagskrána, sem er ánægju- leg þróun,“ segir Eldar. Síðdegis verður svo grillað í portinu við Batteríið við undirspil trúbadora, „pop-quiz“ haldin, tón- listarmarkaður og auðvitað flæðir allt í kokteilum á „Cocktail-Zeit“. Miðasala hefst á mánudag á midi.is og í Skífunni. - kbs Gylfi Ægis aðalnúmerið á Innipúkanum „Þessi bareigandi rambaði inn á Hverfisbarinn fyrir slysni með vinum sínum og sat þarna meðan við vorum að spila,“ segir Sigurjón Brink tónlistarmaður, betur þekktur sem Sjonni. Hann hefur komið fram á Hverfisbarnum um árabil ásamt Gunnari Ólasyni úr Skítamóral, en þeim félögum hefur nú verið boðið til Bandaríkjanna að spila. „Eftir giggið kom hann og talaði við okkur og lýsti yfir áhuga sínum á að fá okkur út að spila á hóteli, veitingastað og risastór- um írskum bar sem hann á við Lake Michigan. Það leið svo eflaust um hálft ár þangað til ég fékk skila- boð frá honum í gegnum MySpace, en hann var þá búinn að vera að reyna að senda mér tölvupóst sem komst aldrei til skila út af ein- hverri síu í netvörninni hjá mér. Við komumst þá í samband og erum búnir að spjalla heilmikið saman og reyna að finna dagsetningu,“ segir Sjonni. Aðspurður segir hann tilboðið mjög gott í ljósi núverandi gengis Bandaríkjadollars gagnvart íslensku krónunni. „Þetta er engin smá spila- mennska því þarna er spilað fimm daga vikunn- ar og aðeins frí á mánudögum og þriðjudögum, en þetta er mjög girnilegt tilboð og eflaust aldrei eins hagstætt að gera þetta eins og núna. Við Gunni erum báðir mikið bók- aðir í sumar svo við ákváðum að slá þessu á frest, en við komum pottþétt til með að fara þegar við sjáum fram á að hafa tíma og dvelja í mánuð.“ - ag MÁNUÐUR Í SPILAMENNSKU Sjonni og Gunni Óla ætla að taka boði um að spila á hóteli, veitingastað og írskum bar við Lake Michigan í heilan mánuð um leið og tími gefst til. FREMSTUR MEÐAL JAFNINGJA Gylfi Ægis er tilbúinn að spila Minningu um mann alla laugardagsnótt- ina ef fólk þekkir ekkert annað. Boðið að spila við Lake Michigan „Þetta er stórmynd og mjög stórt verkefni fyrir okkur,“ segir Krist- inn Þórðarson hjá framleiðslu- fyrirtækinu Saga Film um nýj- ustu mynd rússneska leikstjórans Aleksandr Sokurov. Myndin verður tekin að hluta til á Íslandi og með íslenskum leikurum. Sokurov sótti Ísland heim í maí og voru haldnar stórar áheyrnarprufur í samstarfi við Eskimó. „Hann var mjög spenntur að hitta íslenska leikara og hitti fjöl- marga. Við erum langt komin með samningaviðræður við nokkra unga leikara, alveg frábæra. Við vorum upprunalega bara að leita að fólki í minni hlutverk en hann vildi samt hitta nokkra stærri leik- ara, sem ég kynnti hann svo fyrir,“ segir Andrea Brabin hjá Eskimó. Sigurður Skúlason sló í gegn í prufunum og fékk í kjölfarið hlut- verk í myndinni. Hann fór til Rúss- lands fyrir tveimur vikum í bún- ingamátun, hár og förðun. „Hann mun svo halda til þeirra landa sem tekið verður upp í fyrir utan Ísland og leika í nokkra daga. Þannig að þetta er nokkuð stórt hlutverk. Það kom skemmtilega á óvart,“ segir Andrea. Ekki náðist í Sigurð í gær. Ungu leikararnir eru fimm talsins og koma úr Listaháskóla Íslands. Þau verða í minni hlut- verkum án texta, en hafa þó verið beðin um að senda mál af sér fyrir búninga. Þá er ekki loku fyrir það skotið að fleiri bætist í hóp- inn. Mikil leynd er yfir myndinni. „Það liggur mikill trúnaður yfir handritinu. Sigurður er búinn að sjá það en bara af því að æfingar standa yfir. Það má enginn tjá sig um það að svo stöddu. En þetta er skemmtilegt verkefni og stórir aðilar sem koma að þessu,“ segir Andrea. Endir myndarinnar er tekinn upp á Íslandi en tökur hér hefj- ast seinni part- inn í október og standa í rúma viku. Svokallað B- Unit kemur hingað í lok mán- aðar til að mynda og ferðast það vítt og breitt um land- ið og er tekið meðal annars úr þyrlum. Þær tökur verða svo meðal annars notaðar við tölvuvinnslu. Aleksandr Sokurov hefur leik- stýrt 47 verkum auk þess að skrifa handrit og hefur hann unnið til verðlauna á öllum helstu kvik- myndahátíðum heims, líkt og í Toronto, Montréal og Cannes. Hann hefur lengi verið leiðandi í rússneskri kvikmyndagerð og hafa myndir eins og Russian Ark, Fath- er and Son, Aleksandra, The Sun, Mother and Son og fleiri vakið verðskuldaða athygli um allan heim. kbs@frettabladid.is SIGURÐUR SKÚLASON: FÉKK HLUTVERK Í MYND ALEKSANDRS SUKAROV Rússnesk stórmynd á Íslandi SLÓ Í GEGN Sigurður fékk óvænt hlutverk í kvikmyndinni við prufur í maí. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Guðmundur Felixson Aldur: 19 ára. Starf: Vinn hjá Orkuveitunni í sumar og svo nemandi í MR. Stjörnumerki: Hrútur. Búseta: Bý í Vesturbænum hjá foreldrum mínum. Fjölskylda: Þrír pabbar, ein mamma, ein hálfsystir og þrjár stjúpsystur. Guðmundur er formaður Herranætur og stofnaði nýverið Félag íslenskra fram- haldsskólaleikfélaga, FÍFL. LEIÐANDI AFL Rússneski kvikmyndaleikstjórinn Alexandr Sokurov leitar til Íslands vegna nýrrar kvikmyndar. NORDICPHOTOS/AFP Breski lögfræðingurinn Christopher Watson hefur verið við veiðar á Íslandi undanfarna daga. Watson er kunnur lögfræðingur í Bret- landi en kunnari er hann þó vænt- anlega fyrir að vera faðir Harry Potter-leikkonunn- ar Emmu. Watson flaug hingað til lands beint eftir frumsýningu nýjustu Harry Potter-myndarinnar í New York. Með í för var sonur hans og yngri bróðir Emmu, Alex, og besti vinur hans. Alex lék reyndar lítið hlutverk í Harry Potter-mynd- inni Fönixreglunni fyrir nokkrum árum. Þetta föruneyti veiddi í Norðurá, Laxá í Kjós og Langá og alls staðar veiddist vel. Má því búast við að Watson láti þetta ekki verða síðustu Íslandsheimsókn sína. Seinna mark bikarmeist- ara KR í Evrópuleiknum gegn Larissa fór eitthvað illa í grísku gestina. Kristinn Kjærn- ested og aðrir höfðingjar í KR-mafíunni voru búnir að skipuleggja kvöldverð og drykki fyrir aðalmennina í gríska föruneyt- inu eftir leikinn. Þeir grísku struns- uðu hins vegar beint úr Frostaskjól- inu eftir leikinn og kvöddu hvorki kóng né prest. Eiður Smári Guðjohn- sen og Auðunn Blöndal skemmtu sér saman á Mojito- kvöldi á Vegamót- um á fimmtudags- kvöld. Þeir félagar létu þó kokteilana vera þetta kvöldið, að minnsta kosti Eiður Smári, sem drakk bjór á milli þess sem hann gaf ungum kven- kyns aðdáendum eiginhandarárit- un. - hdm FRÉTTIR AF FÓLKI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.