Fréttablaðið - 08.08.2009, Side 10

Fréttablaðið - 08.08.2009, Side 10
10 8. ágúst 2009 LAUGARDAGUR NÁTTÚRUVERND SUNN, samtök um náttúruvernd á Norðurlandi, vilja að Gjástykki í Þingeyjarsýslu verði verndað fyrir hvers konar raski. Þetta kemur fram í ályktun sam- takanna frá því í gær. Gjástykki, sem er rétt norðan við Kröflu, er það svæði í heiminum á þurru landi sem best sýnir hvernig landreksflekarnir færast í sundur, að mati Ingólfs Ásgeirs Jóhannes- sonar, formanns SUNN. Vilja sam- tökin því að stjórnvöld berjist fyrir uppbyggingu eldfjallafræðagarðs í Gjástykki og við Leirhnjúk, sem er vestan Kröflu. Þegar hafa rannsóknarboran- ir hafist við Gjástykki í hrauninu norðanverðu en iðnaðarráðherra setti það skilyrði á síðasta ári að frekari boranir þyrftu að fara í umhverfismat. SUNN lýsir yfir andstöðu við þessar rannsóknar- boranir. Segja samtökin að boran- ir sem þessar kosti sitt og það sé alltaf ljóst að þegar þær fari fram hyggist framkvæmdaraðili virkja. „Við sem viljum vernda Gjá- stykki viljum ekkert rask þar og teljum að kostnaður við rannsókn- arboranir sé óásættanlegur ef þar verður svo aldrei virkjað,“ segir í ályktuninni. Skora þau jafnframt á umhverfisráðherra að hefjast handa við undirbúning friðlýsing- ar svæðisins svo tryggja megi eftir föngum að svæðið verði lyftistöng fyrir Íslands. - vsp Náttúruverndarsamtök á Norðurlandi: Vilja setja upp eldfjalla- fræðagarð við Gjástykki GJÁSTYKKI Stefnt er að því að virkja á nokkrum svæðum á Norðurlandi. Þar á meðal í Gjástykki og á Þeistareykjum. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR SJÁVARÚTVEGUR Afli íslenskra fiskiskipa árið 2008 var rúmlega 1.283 þúsund tonn, 113 þúsund tonnum minni en árið áður. Mestu munar um samdrátt á loðnuveið- um um 156 þúsund tonn. Þrátt fyrir minni afla jókst aflaverðmætið um fjórðung, og var rúmlega 99 milljarðar króna á síðasta ári, að því er fram kemur í samantekt Hagstofu Íslands. Stærstur hluti afla íslensku skipanna var unninn á Austur- landi, aðallega uppsjávarafli. Obbinn af botnfiskaflanum var hins vegar unninn á höfuðborgar- svæðinu og á Suðurnesjum, rúm- lega 40 prósent aflans. - bj Minna veitt af fiski í fyrra: Aflaverðmætið 99 milljarðar FISKAÐ Samdráttur í loðnuafla hafði mikil áhrif á heildarafla íslenskra skipa árið 2008. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR FRIÐRIKSSON Getum enn bætt við nemendum í 5 ára og 8 ára bekk Skóli Ísaks Jónssonar er persónulegur skóli sem hefur í rúm 80 ár sérhæft sig í kennslu yngstu grunnskólabarnanna. Við leggjum metnað okkar í kennslu í íslensku, stærð- fræði og tónlist og tökum glöð á móti nýjum börnum í 5 ára og 8 ára bekk. Hægt er að sækja um skólavist á heimasíðu skólans www.isaksskoli.is eða hjá skrifstofu skólans í síma 553 2590. ÍSAKSSKÓLI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.