Fréttablaðið - 13.08.2009, Page 1

Fréttablaðið - 13.08.2009, Page 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI NEYTENDAMÁL Ólöglegar verðmerkingar á matvöru virðast viðgangast í stórum stíl í íslenskum matvöruverslunum, þrátt fyrir að samkeppnisyfirvöld hafi ítrekað hvatt til þess að látið verði af þeim. Samkeppniseftir- litið hefur hafið stjórnsýslumál sem beinast að smásöluverslunum, framleiðendum mat- vöru og birgjum. Hér er um að ræða forverðmerkingar á matvöru fyrir matvöruverslanir; sem einnig er kallað leiðbeinandi smásöluverð. Slíkar verðmerkingar ná til tíu til fimmtán pró- senta þeirrar matvöru sem seld er í matvöru- verslunum hérlendis með veltu á bilinu sjö til tíu milljarðar króna. Helstu vöruflokkarnir eru unnin kjötvara og ostar. Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytenda- stofu, telur að forverðmerkingar brjóti gegn samkeppnislögum. Spurður um hvers vegna Neytendastofa hafi ekki brugðist við, en það er hennar hlutverk, segir Tryggvi að það hafi staðið til um það leyti sem Samkeppn- iseftirlitið tók málið upp. „Það gekk ekki lengra þar sem þetta var í athugun. Við vild- um sjá hvernig Samkeppniseftirlitið tæki á þessu.“ Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppn- iseftirlitsins, segir að ekki sé hægt að full- yrða neitt um að forverðmerkingar séu brot á samkeppnislögum. „En Samkeppniseftir- litið hefur hafið stjórnsýslumál sem beinast að smásöluverslunum og meðal annars hópi framleiðenda og birgja á sviði kjötfram- leiðslu. Sú rannsókn miðar að því að leiða í ljós hvort brotið hafi verið gegn samkeppnis- lögum með aðgerðum sem tengjast forverð- merkingum.“ Páll segir að niðurstöður rannsóknar Samkeppniseftirlitsins frá því í fyrra hafi leitt í ljós að forverðmerkingar og þau sam- skipti sem tengjast þeim, kunni að fela í sér aðgerðir sem ganga gegn banni við samráði fyrirtækja eða misnotkun á markaðsráðandi stöðu. „Því var hins vegar ekki slegið föstu án frekari rannsóknar. Könnunin gaf til kynna að þessar forverðmerkingar takmarki samkeppni því verðmunur á þessum vörum milli verslana er margfalt minni en eðlis- líkra vara, sem ekki eru forverðmerktar. Nýlegar athuganir ASÍ benda í sömu átt.“ Athugun Samkeppniseftirlitsins leiddi í ljós að verðmunur á milli verslana á þeim vörum sem eru forverðmerktar af birgjum er oft enginn og aldrei meiri en sex pró- sentum hærri í stórmörkuðum og klukku- búðum en í lágvöruverðsverslunum. Þegar matvöruverslanir verðmerkja sjálfar er ekki óalgengt að verð í stórmörkuðum og klukkubúðum sé 30-60 prósent hærra en í lágvöruverðsverslunum. svavar@frettabladid.is FIMMTUDAGUR 13. ágúst 2009 — 190. tölublað — 9. árgangur Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Mér finnst þetta góð blanda. Ég fer oft í þessi föt þegar ég klæði mig upp á,“ segir Rúna Sigurðar-dóttir viðskiptafræðinemi. „Mér finnst kjóllinn sérstaklega sýna strauminn í tískunni í dag. Gagn-sæ efni eru í tísku.“Rúna segi t Innt eftir því hvort Rúna eigi fleiri föt með mömmu sinni segir hún: „Við deilum helst skóm. Mik-ill aldursmunur er á okkur þannig að við höfum ólíkan smekk en ætliég fái ekki tískuáh segir Rúna og heldur áfram: „Ég skoða mikið tískublogg þar sem stelpur á Íslandi og erlendis tala um tísku,“ upplýsir Rúna o bvið ð Eignaðist buxur tólf ára Rúna Sigurðardóttir deilir áhuga sínum á tísku með foreldrum sínum. Hún gengur í fötum af mömmu sinni, finnst skemmtilegt að pabbi hennar hugsi um tískumerki og hefur sjálf áhuga á götutísku. Rúna segist eiga mikið af sokkabuxum með mismunandi munstrum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ANTÍKLOKKAR Eyrnalokkarnir Magnetic Memories eftir fatahönn- uðinn Bryndísi Sveinbjörnsdóttur eru búnir til úr segulbandi og antík- perlum og fást í fjölmörgum litum. Útsölustaði er hægt að finna með því að slá inn leitarorðin Magnetic Memories á Facebook. VEÐRIÐ Í DAG Er Ísland of lítið? „Heimurinn er nú safn smáríkja, því að smálöndin eru mörg og stórveldin fá. ESB er smáríkja- samband“, skrifar Þorvaldur Gylfason. Í DAG 18 11-21 FÓLK „Hún er orðin rosalega vin- sæl í Svíþjóð. Þetta gengur rosalega vel,“ segir María Björk Sverris- dóttir, umboðs- maður Jóhönnu Guðrúnar. Söngkonan kemur fram á tónleikum í Malmö í Svíþjóð á laugardaginn ásamt hinum heimsfræga Mika. „Það er stærsta útvarpsstöðin í Svíþjóð (RIX FM) sem heldur þessa tónleika. Þarna verða stóru nöfnin í Svíþjóð plús alþjóðleg- ir tónlistarmenn, sem eru Mika og Jóhanna,“ segir María Björk. Um frábæra kynningu er að ræða fyrir Jóhönnu, enda sló Mika rækilega í gegn fyrir tveimur árum með laginu Grace Kelly. Jóhanna fetar jafnframt í fót- spor söngkonunnar Lady Gaga sem söng á sama sviði um síðustu helgi. - fb/ sjá síðu 46 Jóhanna Guðrún í Svíþjóð: Syngur með Mika í Malmö JÓHANNA GUÐRÚN EFNAHAGSMÁL „Það er ekki hægt að byrja á því að frysta eignir fólks, fyrst verður að sanna glæp- samlega hegðun þess,“ segir Eva Joly, ráðgjafi sérstaks saksóknara vegna bankahrunsins. Hún segir almenning verða að sýna biðlund meðan málin séu rannsökuð. Afar flókið sé að ákveða hvort og hvenær eigi að frysta eignir grunaðra. Þegar þrír nýir saksóknarar koma til starfa hjá embætti sér- staks saksóknara í haust munu þeir meðal annars hafa uppi á brott- fluttu fé, með aðstoð erlendra sér- fræðinga, segir Joly, í viðtali við Fréttablaðið í dag. Joly mun funda með forstjóra bresku efnahagsbrotadeildarinn- ar, Serious Fraud Office, snemma í september. Hún segir Ísland og Bretland hafa sameiginlega hags- muni af því að setja saman púslu- spilið sem eftir sitji eftir banka- hrunið. Best væri ef samstarfið yrði mun víðtækara, þannig að emb- ætti sérstaks saksóknara gæti notið reynslu og þekkingar sem til staðar er hjá bresku efnahags- brotadeildinni, segir Joly. - bj / sjá síðu 10 Eðlilegt að eignir grunaðra auðmanna hafi enn ekki verið frystar segir Eva Joly: Almenningur sýni biðlund Gömul gildi Lára Stefánsdóttir hefur fyrsta skólaár sitt sem skólastjóri Listdans- skóla Íslands TÍMAMÓT 24 FARTÖLVUR Minni, léttari, hraðari og fallegri en áður Sérblað um fartölvur FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG Henson aftur í tísku Linda Borg Arnar- dóttir heldur á lofti klassískri ís- lenskri hönnun. FÓLK 36 RÚNA SIGURÐARDÓTTIR Deilir áhuga á tísku með foreldrunum • tíska Í MIÐJU BLAÐSINS SKÝJAÐ MEÐ KÖFLUM Í dag verður hæg vestlæg eða breyti- leg átt, víðast 2-8 m/s. Rigning eða súld N- og NV-lands en víða skýjað með köflum og skúrir síðdegis. Hiti 10-16 stig, hlýjast sunnanlands. VEÐUR 4 13 11 12 12 1316 Rannsaka verðmerkingar Verðmerkingar, sem Neytendastofa og ASÍ telja ólöglegar, viðgangast í matvöruverslunum í stórum stíl. Samkeppniseftirlitið hefur hafið stjórnsýslumál sem beinast að verslunum og hópi framleiðenda og birgja. FLÜGGER HERMUNDARDÓTTIR Þegar Stuðmenn sungu um Hörpu Sjöfn Hermundardóttur árið 1982 hefur þá vart órað fyrir að málningarfyrirtækin Harpa og Sjöfn myndu sameinast árið 2001. Enn síðar festi danska fyrirtækið Flügger kaup á Hörpu-Sjöfn hf., svo þær stöllur hafa mögulega leikið eitthvert hlutverk í lagfæringum þessa unga manns á Hverfisgötunni í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Jafntefli við Slóvakíu Karlalandslið Íslands í fótbolta gerði 1-1 jafntefli við Slóvakíu í vináttulandsleik á Laugardalsvelli í gærkvöldi. ÍÞRÓTTIR 42

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.