Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.08.2009, Qupperneq 11

Fréttablaðið - 13.08.2009, Qupperneq 11
FIMMTUDAGUR 13. ágúst 2009 11 vík, þar sem erlendir sérfræðing- ar munu starfa við hlið íslenskra samstarfsmanna. En ég legg mikla áherslu á að rannsóknin verði alþjóðleg og að Íslendingar fái hjálp frá hinum Norðurlöndunum, Bretlandi og öðrum löndum sem geta veitt aðstoð,“ segir Joly. „Íslenska bankahrunið er ein- stakt í heimssögunni og þess vegna er mikilvægt að okkur tak- ist að setja upp alþjóðlegan hóp til að rannsaka það, en undir stjórn Íslendinga,“ segir Joly. Valtýr segi af sér Joly gagnrýndi harkalega að Valtýr Sigurðsson sæti enn sem ríkis-sak- sóknari eftir bankahrunið, þrátt fyrir að sonur hans væri annar tveggja forstjóra Exista, sem var stærsti eigandi Kaupþings. Til að bregðast við gagnrýni Joly, sem hótaði að hætta störfum fyrir emb- ætti sérstaks saksóknara vegna málsins, skipaði Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra Björn L. Bergs- son í embætti setts ríkissaksókn- ara í öllum málum sem tengjast bankahruninu. Joly segir að vel megi una við þessa lausn, enda hafi stjórnvöld að því er virðist ekki haft aðra leið til að ganga framhjá Valtý. „Það sem mér fannst mikilvægt var að við hefðum aðgengi að ríkis- saksóknara sem gæti veitt góð ráð varðandi rannsóknina, færan mann sem þekkti íslenska kerfið vel,“ segir Joly. „Ég er ánægð með val á manni í stöðuna, en mér finnst ennþá að Valtýr eigi að segja starfi sínu lausu. Embætti hans kostar íslensk stjórnvöld háar upphæðir, en vegna hans getur það ekki sinnt stærsta verkefninu sem upp hefur komið hér á landi frá upphafi,“ segir Joly. „Allt tal um að reglur um van- hæfi eigi ekki við skiptir ekki máli. Til að setja þær reglur í samhengi má segja að þær hafi verið hugs- aðar til að taka á því þegar sonur ríkissaksóknara stelur litlu mót- orhjóli, ekki þegar hann er þátt- takandi í atburðarás sem fellir íslenska bankakerfið,“ segir Joly. Hættulegir stjórnmálamenn Joly var kjörin á Evrópuþingið sem fulltrúi Frakklands í byrjun júní síðastliðins. Hún segir það vel geta farið saman að vera stjórn- málamaður og ráðgjafi sérstaks saksóknara. Sé einhver á annarri skoðun sé sjálfsagt að ræða það, en þetta sé hennar skoðun í dag. „Ég sé ekki að störf mín fyrir Evrópuþingið hafi nein áhrif á hlut- verk mitt við rannsókn á banka- hruninu á Íslandi. Ísland er ekki einu sinni aðildarríki Evrópusam- bandsins. Það versta í heiminum eru atvinnustjórnmálamenn, til dæmis fólk sem hefur bara sinnt stjórnmálum í þrjá eða fjóra ára- tugi. Slíkt fólk er hættulegt. Það er mikilvægt fyrir mig að vera á vettvangi, að sjá hvaða áhrif skort- ur á reglum um fjármálafyrirtæki hefur haft. Það hvetur mig áfram í mínu starfi við að breyta reglun- um,“ segir Joly. FRÉTTAVIÐTAL BRJÁNN JÓNASSON brjann@frettabladid.is FASTEIGNIR Búið er að leigja út þrjá- tíu prósent af tuttugu þúsund fer- metrum turnsins við Höfðatorg. Pétur Guðmundsson, eigandi Höfða- torgs, sem á og leigir út turninn, er bjartsýnn á að það náist að leigja út allt húsið, hvort sem það taki hálft, eitt eða tvö ár. „Við erum að vinna að samning- um með nokkrum aðilum og ef þeir ganga eftir verða sextíu til sjötíu prósent af húsinu í útleigu,“ segir Pétur. Starfsemi á að hefjast í húsinu um mánaðamótin september-októ- ber. Ekki er erfitt að fá fyrirtæki til að leigja, því mörg fyrirtæki eru að leita sér að húsnæði í hagræð- ingarskyni, að sögn Péturs. „Það kom okkur nokkuð á óvart hvað við fengum margar fyrirspurnir. Mikið rennirí er af fólki sem er að skoða,“ segir Pétur. Áður en hafist var handa við að byggja húsið hafði Eykt leigt út um helming húsnæðisins en mörg fyrirtækjanna urðu gjaldþrota í kjölfar kreppunnar, að sögn Pét- urs. Meðal þeirra fyrirtækja sem höfðu ætlað að leigja í turninum var Icebank, sem féll í mars. „Þetta hús er tær snilld þó ég segi sjálfur frá og gaman fyrir menn að fara upp í það,“ segir Pétur en Höfðatorg býður í opið hús í turninum á Menningarnótt. „Menn geta farið upp á nítjándu hæð og það verður væntanlega keppni í klifri upp einn vegginn á húsinu.“ - vsp Búið er að leigja út þrjátíu prósent af turninum við Höfðatorg: Bjartsýnn á að fylla turninn TAÍVAN, AP Nærri þúsund manns hafa fundist á lífi á hamfarasvæð- inu í Taívan þar sem fellibylur reið yfir um helgina. Enn er hundraða manna saknað og óttast um líf þeirra. Í gær hafði opinberlega þó aðeins verið staðfest að 63 væru látnir og 61 saknað að auki. Verstu hamfarirnar urðu í Kaos- hing-sýslu, þar sem þrjú afskekkt þorp urðu fyrir gríðarlegu tjóni. Aðrir hlutar landsins urðu einn- ig illa úti, en björgunaraðgerðir beindust einkum að Kaoshing, þar sem talið var að flestir sem saknað var gætu reynst á lífi. Mikið úrhelli í kjölfar fellibylsins torveldaði þó allt björgunarstarf. Meðan mest var mældist úrkoman í Taívan heilir tveir metrar. Fellibylurinn bar nafnið Mora- kot og fór einnig yfir Filippseyjar og suðausturhluta Kína, þar sem hálf önnur milljón manns flúði að heiman meðan ósköpin gengu yfir. Um tíu þúsund heimili í Kína eyði- lögðust. Luo Shun-chi, 36 ára maður sem bjó í þorpinu Shiao Lin í Taívan, segir þorpið gjörónýtt, sama hver endanleg tala látinna verður. „Það er ekki nokkur leið að ég snúi aftur þangað,“ sagði hann. „Staðurinn er eyðilagður.“ - gb Úrhelli torveldar björgunaraðgerðir eftir fellibylinn Morakot á Taívan: Þúsund manns fundust á lífi HÖFÐATORG Í turninum eru tuttugu þúsund fermetrar af skrifstofurými í boði. Starfsemi hefst í húsinu um mánaðamótin september-október. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ERFIÐAR AÐSTÆÐUR Björgunarfólk þurfti að nota kaðla og klifurbúnað til að komast yfir á þar sem áður var brú. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.