Fréttablaðið - 13.08.2009, Qupperneq 12
12 13. ágúst 2009 FIMMTUDAGUR
nær og fjær
„ORÐRÉTT“
„Þegar maður les þessa skýrslu og
hvernig íslenska krónan hefur þróast
síðustu árin og áratugina þá er þetta
eins og einhvers konar hræðilegur
brandari,“ segir
Þórir Hrafn
Gunnarsson
lögfræðingur
um nýja skýrslu
Seðlabanka
Íslands um kosti
þess og galla að
breyta umgjörð
peningastefnunn-
ar. Í skýrslunni fær
það sjónarmið byr
undir báða vængi
að krónan sé of veikburða til þess að
vera nothæfur gjaldmiðill. Þar segir
jafnframt að íslenska krónan hafi
veikst um 99,95 prósent gagnvart
þeirri dönsku frá því að þær voru
aðskildar árið 1920.
Þórir Hrafn telur þær upplýsingar
sem þarna koma fram lýsa óviðun-
andi ástandi en telur þó að bjartari
tímar geti verið fram undan eftir að
Ísland sótti um inngöngu í Evrópu-
sambandið í lok júlí. „Vonandi nást
góðir samningar svo við getum
gengið í ESB við fyrsta tækifæri. Það
er lykilatriði að Íslendingar geti tekið
upp evruna sem allra fyrst svo við
losnum við þessa matadorkrónu,“
segir Þórir Hrafn.
SJÓNARHÓLL
SKÝRSLA UM PENINGASTEFNUNA
Eins og hræði-
legur brandari
ÞÓRIR HRAFN
GUNNARSSON
lögfræðingur
■ Litbolti nýtur vaxandi vinsælda
í hinum vestræna heimi, meðal
annars hér á landi. Leikmönnum
er skipt í lið, og nota þeir loft-
knúnar byssur til að skjóta litlum
kúlum sem fylltar eru af matarlit
í leikmenn í öðrum liðum.
Rekja má litboltann til ungra
Bandaríkjamanna sem höfðu
brennandi áhuga á veiðum.
Árið 1981 fundu þeir leið til
að upplifa spennuna af því að
veiða menn með litbyssum sem
notaðar voru af líffræðingum til
að merkja dýr og tré.
Leikurinn hefur þróast síðan,
og nú er talið að um 1,9 milljónir
Bandaríkjamanna spili litbolta
nokkrum sinnum á ári.
LITBOLTI
VILDU VEIÐA MENN
Umferðarstofa hefur tekið
saman helstu atriði varð-
andi umferðaröryggi grunn-
skólabarna. Fréttablaðið
ræddi við Þóru Magneu
Magnúsdóttur, fræðslufull-
trúa hjá Umferðarstofu.
UMFERÐ „Sem betur fer er nú ekki
mikið um það að börn slasist á leið
í og úr skóla. En þess vegna erum
við standa í allri þessari vinnu, til
að koma í veg fyrir að breyting
verði þar á,“ segir Þóra Magnea
Magnúsdóttir, fræðslufulltrúi hjá
Umferðarstofu. Nú styttist í að
skólastarf hefjist og á hverju ári
stíga rúmlega fjögur þúsund börn
sín fyrstu skref sem virkir þátt-
takendur í umferðinni.
Á hverju vori býður Umferðar-
stofa upp á Umferðarskóla fyrir
elstu árganga leikskóla, börn á
aldrinum fimm til sex ára. „Þar
er farið yfir allt það helsta sem
máli skiptir, hvernig á að fara
yfir götu, reiða
hjólið og þar
fram eftir göt-
unum, og börn-
in eru gjarnan
með þetta allt
á hreinu,“ segir
Þóra og þakkar
vitneskju grunn-
skólabarnanna
að hluta til bók-
unum um krakk-
ana í Kátugötu, sem börn landsins
fá sendar heim til sín frá þriggja
ára aldri. „Þegar þau svo byrja í
grunnskóla eru þau að koma úr
vernduðu umhverfi leikskólans,
með sínum lokuðu leikvöllum og
leiðbeinendum sem fara með í allar
gönguferðir. Þau kynnast því jafn-
vel í fyrsta sinn að þurfa að ganga í
skólann, og því er eðlilegt að sumir
foreldrar verði dálítið stressaðir.“
Umferðarstofa hefur tekið
saman helstu atriði varðandi
öryggi skólabarna í umferðinni.
„Þessum ábendingum er ekki síður
beint að fullorðnum. „Það er mik-
ilvægt að vera vakandi þegar allt
þetta unga fólk fer af stað á haust-
in,“ segir Þóra Magnea Magnús-
dóttir. kjartan@frettabladid.is
Unga fólkið fer af stað
TIL BEGGJA HLIÐA Umferðarstofa dreifir 40.000 endurskinsmerkjum til skólabarna í
haust. MYND/TEITUR JÓNASSON
ÞÓRA MAGNEA
MAGNÚSDÓTTIR
„Það er helst að frétta að 110 manna íslensku-
námskeið sem við höldum hjá Háskólasetri
Vestfjarða er um það bil hálfnað,“ segir Ingi
Björn Guðnason, verkefnisstjóri hjá háskólasetr-
inu. „Þetta er þriggja vikna námskeið og á því
eru aðallega skiptinemar sem eru að hefja
nám við ýmsa háskóla á Íslandi í haust.“
Námskeiðið er hugsað sem inngangur
að tungumálinu og menningunni. „Við
héldum þetta námskeið líka í fyrra og það
sýnir sig að nemendurnir eru mjög ánægð-
ir með að fara út á land fyrstu vikurnar á
Íslandi. Ísfirðingar og nærsveitungar eru
ótrúlega duglegir að aðstoða við
kennsluna með því að tala bara
íslensku við nemendurna.
Svo eru farnir að tínast til
okkar nemendur sem eru að
hefja meistaranám í haf- og
strandsvæðastjórnun sem við bjóðum upp
á. Þeir koma víða að úr heiminum og munu
dvelja hérna næsta árið. Þetta er annað árið
sem við bjóðum upp á þetta nám í samstarfi
við Háskólann á Akureyri, en nemendurnir
sem byrjuðu í september í fyrra eru ein-
mitt að klára síðustu valáfangana sína
núna. Þeir byrja svo á lokaritgerðunum
sínum strax í kjölfarið. Sumir ætla að
vinna rannsóknirnar sínar á Íslandi en
aðrir fara út í heim, til Kanada, Eng-
lands og Suður-Afríku til dæmis.
Nú, svo er maður farinn að hlakka
til helgarinnar því á föstudag-
inn hefst einleikjahátíð
Act Alone hér á Ísafirði,
sem er sannkölluð
veisla fyrir leikhús-
áhugafólk.“
HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? INGI BJÖRN GUÐNASON, VERKEFNISSTJÓRI
Erlendir nemar ánægðir úti á landi
Í fótbolta og
Eurovision
„Þjóðremba á kannski
heima á íþróttavöllum og í
Eurovision, en ekki í sögu-
skoðun og stjórnmálum.“
GUÐNI TH. JÓHANNESSON UM
ICESAVE OG SÖGUNA.
Fréttablaðið, 12. ágúst.
Rólegur
„Ég bíð þess tiltölulega ró-
legur að málinu verði lokað,
svo við getum snúið okkur að
öðrum brýnum verkefnum.“
STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON UM
ICESAVE-SAMNINGINN
Fréttablaðið, 12. ágúst.
FÓLK Magnús Scheving, í gervi sínu sem Íþrótta-
álfurinn úr Latabæ, kom færandi hendi á barna-
spítala í Manchester á Englandi á þriðjudag. Þar
heimsótti hann hinn fjögurra ára gamla Har-
ley Slack, sem þurfti að aflima fyrir þremur
mánuðum eftir að drengurinn fékk heilahimnu-
bólgu. Með í för var starfsmaður heilbrigðisfyrir-
tækisins Össurar, en fyrirtækið hyggst framleiða
gervifætur fyrir drenginn.
Saga Harleys hefur vakið mikla athygli í Bret-
landi. Hendur hans og fætur hafa verið fjarlægð
og ekki er von á að hann komist heim frá sjúkra-
húsinu fyrr en í nóvember.
Enska götublaðið The Sun átti þátt í því að skipu-
leggja heimsóknina. Blaðið hefur komið af stað
söfnun fyrir Harley og hafa um 400 þúsund pund
þegar safnast. Myndband af heimsókninni má sjá
á heimasíðu The Sun. - kg
Íþróttaálfurinn kom færandi hendi á Barnaspítala í Manchester:
Heimsótti veikan dreng
HEIMSÓKN Hinn fjögurra ári gamli Harley Slack fékk meðal
annars Íþróttaálfsbúning og DVD-myndir að gjöf frá Íþrótta-
álfinum. MYND/NMA
Lamisil Once 1% húðlausn inniheldur 10 mg af terbínafíni (sem hýdróklóríð). Lamisil Once er einskammta meðferð við
fótsvepp (tinea pedis). Ekki má nota Lamisil Once ef til staðar er ofnæmi fyrir terbínafíni eða einhverju öðru innihaldsefni
lyfsins. Lamisil Once er eingöngu ætlað til útvortis notkunar. Lyfið er eingöngu ætlað til húðmeðferðar á fótum. Lamisil
Once á ekki að nota á meðgöngu nema brýna nauðsyn beri til. Konur með barn á brjósti eiga ekki að nota Lamisil Once.
Börn og unglingar undir 18 ára aldri eiga ekki að nota lyfið þar sem reynslu skortir af slíkri notkun. Lyfið á einungis að
bera á einu sinni. Best er að bera Lamisil Once á húðina eftir sturtu eða bað. Lyfið verður að bera á báða fætur, jafnvel
þótt einkenni sjáist einungis á öðrum fæti. Þetta tryggir eyðingu sveppsins. Hann getur leynst víðar á fótum þótt ekki
sjáist nein merki um hann. Lamisil Once er mild lausn og ertir sjaldnast húðina. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Lesið vandlega leiðbeiningarnar sem fylgja hverri pakkningu. Markaðsleyfishafi: Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi:
Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ.
Drepur fótsveppinn
- þarf aðeins að bera á einu sinni
½½
Notaðu alla Lamisil
Once® túpuna á báða
fæturna til að forðast
að sýkingin taki sig
upp á ný
Berðu Lamisil
Once® á:
á milli tánna, bæði undir
þær og ofan á
bæði á iljar og jarka
24h
Til að ná sem bestum
árangri skal ekki þvo
fæturna í sólarhring
1 32
Það getur skapað hættu
að aka barninu
Hafa skal í huga að öll umferð
ökutækja við skóla skapar hættu.
Af þeim sökum er mikilvægt að
foreldrar séu ekki að aka börnum
sínum að óþörfu til skóla og skapa
með því hættu fyrir aðra gangandi
vegfarendur, ekki síst börn.
Nota skal sérstök svæði
Þegar nauðsyn krefur að börn séu
keyrð í skóla er mjög mikilvægt
að þau fari út úr bílnum þar
sem þau eru örugg. Ekki stofna
lífi barnsins og annarra í hættu
með því að sleppa þeim út við
gangstéttarbrún. Nota skal sérstök
stæði eða útskot sem eiga að vera
við flesta skóla.
ER BARNIÐ TIL-
BÚIÐ AÐ GANGA
TIL SKÓLA?
Er stysta leiðin örugg?
Ef mögulegt er að láta barnið ganga
eitt til skólans skal finna og ganga
leiðina með barninu nokkrum sinn-
um áður en skólaganga hefst. Velja
skal þá leið þar sem sjaldnast þarf
að ganga yfir götu. Stysta leiðin er
ekki alltaf sú öruggasta.
Allir eiga að nota
endurskin
Ef engin gangstétt er á að ganga á
móti umferðinni, eins fjarri henni
og unnt er. Ef fleiri eru saman á að
ganga í einfaldri röð. Allir eiga að
nota endurskinsmerki eða vera í
yfirhöfnum með endurskini.
Er foreldrið góð fyrirmynd?
Hafa skal í huga að foreldrar eru
fyrirmyndir barnsins. Hvernig hegða
þeir sér í umferðinni? Barnið lærir
meira af því sem foreldrarnir gera en
því sem þeir segja.
Sjá nánar á vef umferðarstofu: us.is.