Fréttablaðið - 13.08.2009, Page 26
13. ágúst 2009
FIMMTU- DAGUR
2
Rauðir skór sem sóttir eru í
smiðju fréttalesarans Rons
Burgundy.
Nike hefur sent frá sér nýja
týpu af skóm. Hönnuðir sóttu
innblástur til fréttalesarans
Rons Burgundy, úr kvik-
myndinni Anchorman, sem
Will Ferrell túlkaði.
Skórnir, sem eiga að passa
við jakkafötin sem Burgundy
klæddist, þykja ekki sérlega fal-
legir. Þeir eru gerðir úr rauðu
rúskinni, með röndóttu pólýest-
er-mynstri, hvítu leðri og gulu
Nike merki. En það var vísvitandi
gert.“ Við vitum að skórnir eru
ljótir,“ segja framleiðendurnir
meðal annars á heimasíðu sinni.
Skórnir fást aðeins í takmörkuðu
upplagi og verða einungis seldir
í Japan.
Skór í anda Burgundys
Will Ferrell sem Ron Burgundy.
HBE FASHION er ný vefverslun sem býður upp á tískufatnað frá
Japan fyrir dömur á öllum aldri. Fatalínan hefur farið sigurför um Asíu
og fengið góðar viðtökur víða í Evrópu en hún er sögð vönduð og
stílhrein og á góðu verði. Nánar á www.hbefashion.is.
Stutt hár hefur komið sterkt inn
síðustu misserin og það góða við
það er að síddir allt frá eyrum
niður að öxlum þykja jafnheit-
ar. Einnig eru ýmsar útgáfur af
stuttu greiðslunni leyfilegar, hvort
sem er frjálst og ruglingslegt eða
í föstum skorðum - rennislétt með
þungum topp a la Vogue-drottning-
in Anna Wintour.
Greiðslan þar sem stórir liðir
byrja við eyrun og hrynja niður
bakið hefur verið vinsæl þó nokk-
uð lengi. Madonna sjálf skart-
ar greiðslunni á tónleikaferða-
lagi sínu um þessar mundir og
það þykir mörgum gefa ákveðinn
tískustimpil enda Madonna sjaldn-
ast í því gamla eða síðasta.
Taglið kom, sá og sigraði í ár og
á tískupöllunum mátti sjá módel
helstu tískukónga og -drottninga
skarta stífu rennisléttu tagli,
ýmist hátt sett upp eða lágt. Hár-
greiðslan dregur athyglina að fal-
legum löngum hálsi og getur hent-
að hversdags jafnt sem spari.
juliam@frettabladid.is
Hárið í haust
Það er hægt að ganga að minnst þremur hárgreiðslum vísum
núna í vetur en tískuspekúlantar hafa samþykkt stutt hár,
sítt og liðað og svo klassískt tagl sem hártísku vetrarins.
Sienna Miller mætir
á frumsýningu G.I.
Joe með hárið tekið
saman í sítt tagl.
Madonna hefur
nú í sumar sett
aukaliði í hárið.
Módelin á tísku-
vikunni í Mílanó
sýndu að það má
gjarnan setja hárið
í tagl í vetur.
Faye Dunaway og fleiri
leikkonur gerðu stutta hárið
afar vinsælt. Hér er Faye í
Bonnie and Clyde.
Audrey Tautou er stutt-
hærð um þessar mundir
og með frjálslega útgáfu
af einni heitustu klipp-
ingu vetrarins.
Augnháralitur og augnbrúnalitur
Tana® Cosmetics
SÖLUSTAÐIR: APÓTEK OG SNYRTIVÖRUVERSLANIR
NÝTT!!
Plokkari með ljósi
!
"#$%
&'( )* +
,-%,.,/,-%,.,0&
Auglýsingasími
– Mest lesið