Fréttablaðið - 13.08.2009, Page 27
FIMMTUDAGUR 13. ágúst 2009 1
Listilega vel gerðir rússneskir
pappírskjólar.
Pappír er kannski ekki efni sem
hefð er fyrir að nota í kjóla. Í júlí/
ágúst-útgáfu franska tímaritsins
L’Officiel mátti hins vegar líta
ótrúleg sköpunarverk tveggja
rússneskra hönnuða.
Þar voru á ferðinni Alexandra
Zaharova og Ilja Plotnikov undir
merkjum Doberman. Þau bjuggu
til kjóla og fylgihluti úr pappír
þannig að úr urðu hreinustu lista-
verk. Hér eru nokkur dæmi um
kjólana sem birtust á síðum tíma-
ritsins í sumar.
Í dag leggja tískuhönnuðir mikið upp úr ímynd sinni og í glamúrheimi er nauð-synlegt að vera í slúður-
blöðunum, ekki síður en í tísku-
blöðunum og ekki er verra að
láta sjá sig með þotuliðinu á
réttum stöðum. Í dag er varla
talað um tískuhús Diors nema að
minnast á John Galliano í sömu
setningunni og markaðssetning-
in gengur óneitanlega mikið út á
sviðsetningu hans sjálfs. En sú
var tíðin að varla nokkur maður
þekkti hönnuð Diors og það um
nærri þrjátíu ára skeið. Árið
1961 tók Marc nokkur Bohan við
af Yves Saint Laurent sem list-
rænn stjórnandi Dior en Saint
Laurent tók við stjórnar-
taumum eftir sviplegt
fráfall meistara Diors
1957 en var svo kvadd-
ur í herinn. Líkur má
reyndar að því leiða
að þetta hafi orðið til
þess að Saint Laur-
ent opnaði sitt tísku-
hús þar sem að eig-
endur Diors vildu
ekki fá hann til
baka en það er önnur
saga.
Þrátt fyrir að varla
nokkur maður þekki í
dag Marc Bohan má þó
rekja til hans ýmsar nýj-
ungar í tískuheiminum.
Á þessum tíma blómstr-
aði tískan eftir mögur ár
eftir seinna stríð. Þetta
var tími endurkomu
Coco Chanel, Hubert de
Givenchy var vinsæll
og fjöldaframleiddur
fatnaður frá tísku-
húsunum var nýjung
sem opnaði mörg-
um sem ekki
höfðu efni
á hátísku
möguleika
á hönnun
frá þeim
frægustu.
Bohan var
fyrstur í
hópi fræg-
ustu hönnuða að hanna barna-
línu árið 1967 með Baby-Dior
fyrir 0-3 ára, sama ár og Miss
Dior kom á markað sem var
tískulína ætluð yngri konum
og þótti merk nýjung. Þremur
árum seinna var það herralín-
an Monsieur Dior sem kom á
markað og sömuleiðis fyrsta
herrailmvatnið frá Dior, Eau
Sauvage, ásamt raksápu og talk-
úmi en það styrkti markaðs-
stöðu tískuhússins um heim
allan. Forveri metrósexual-
mannsins var orðinn til.
Bæði 1983 og 1988 fékk Marc
Bohan fræg tískuverðlaun en að
vanda hlédrægur tók hann við
verðlaununum klæddur hvítum
vinnusloppi, ásamt samstarfs-
fólki sínu, hinn algjöri Anti-
Galliano. Hann sagði sjálfur
nýlega, nú rétt fyrir 83 ára
afmælið, að markmið hans hefði
alltaf verið að vera verðugur
arftaki Christians Dior.
Í hátískunni klæddi Bohan
kynslóðir af stjörnum og
prinsessum eins og Grace af
Mónakó sem tískuáhuga-
menn muna eftir í stór-
kostlegum útsaumuðum
kvöldkjól eða dóttur henn-
ar, Caroline á áttunda ára-
tugnum í frægri dökkblárri
buxnadragt með hvítum
röndum og stórum
axlapúðum, Elisabeth
Taylor var mynduð í
eggaldinlitri dragt frá
Dior og fleiri mætti
nefna eins og Mariu
Callas.
Dior-safnið í
Granville í Norm-
andí-héraði helgar
sumarsýningu
sína Marc Bohan
og starfi hans.
www.musee-dior-
granville.com.
Í skugga meistara Diors
ÚR HÁBORG TÍSKUNNAR
Bergþór Bjarnason skrifar frá París
Bandarísku forsetahjónin Barack
og Michelle Obama slá Hollywood-
stjörnur á borð við Angelinu Jolie út
af nýjasta lista Vanity Fair yfir best
klæddu konur og karla heims. For-
setinn kemst í fyrsta skipti á blað
en Michelle hefur verið þar tvíveg-
is áður.
Þótt Angelina Jolie sé ekki leng-
ur á lista þá virðist sambýlismað-
ur hennar, Brad Pitt, enn þá tolla
í tískunni. Aðrar stjörnur á listan-
um eru Penélope Cruz, Anne Hatha-
way og James Bond-stjarnan Dani-
el Craig.
Obama-hjónin eru þó ekki eina
fólkið úr röðum ráðamanna sem
þykir flott í tauinu því að Michael
Bloomberg, borgarstjóri New York-
borgar, og franska forsetafrúin
Carla Bruni-Sarkozy þykja einnig
smart. - ve
Smekkleg hjón
Obama-hjónin eru með tískuna á tæru ef marka má nýjasta lista
Vanity Fair yfir best klæddu konur og karla heims.
Michelle Obama hefur löngum þótt
smart en þetta mun vera í fyrsta skipti
sem forsetinn kemst á blað.
NORDICPHOTOS/GETTY
Dressuð upp í pappír
Sköpunar-
verk
Zaharova og
Plotnikov.
Ótrúlegustu
form má
móta úr
pappír.
Fyrirsætan Prunelia í
kjól eftir Marc Bohan í
París árið 1968.
í sama hús og Bílaapótek
fyrir ofan Smáralind.
Síðustu
dagar
útsölunnar.
Enn meiri
verðlækkun!