Fréttablaðið - 13.08.2009, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 2009
KYNNING
● AFGANSKIR FRAMBJÓÐENDUR Í KOSNINGABARÁTTU Á NETINU
Þrátt fyrir fátækt, menntunarskort
og rafmagnsleysi í Afganistan hika
forsetaframbjóðendur landsins
ekki við að heyja kosningabaráttu
sína á netsíðum eins og Facebook,
Twitter og YouTube. Þeir reyna hvað
þeir geta að feta í fótspor Baracks
Obama, forseta Bandaríkjanna, sem
nýtti sér tæknina hvað mest þegar
hann bauð sig fram til forseta, með
góðum árangri.
Forsetaframbjóðendurnir í Afgan-
istan eru 41 talsins. Sumir birta
stefnumál á Facebook, halda úti vef-
síðum og blogga og enn aðrir setja
inn kynningarmyndbönd á YouTube.
Þar sem einungis tíu prósent
afgönsku þjóðarinnar hafa aðgang
að internetinu mætti leiða að því
líkur að frambjóðendurnir hefðu ekki erindi sem erfiði en Luke Cholerton-Bozier hjá Red Narrative segir að jafn-
vel þótt einungis fimm prósent þjóðarinnar hefðu aðgang að internetinu væru það engu að síður 1,5 milljónir
mögulegra kjósenda í landi með þrjátíu milljón íbúa. - ve
Afganskir forsetaframbjóðendur heyja kosningabaráttu sína á netsíðum eins og
Facebook, Twitter og YouTube. NORDICPHOTOS/GETTY
Í Tölvutek Borgartúni er að
finna landsins mesta úrval af
fartölvum, að sögn fram-
kvæmdastjórans, Hafþórs
Helgasonar.
Tölvutek býður upp á vélar frá
Packard Bell, Acer, Toshiba,
HP, Sony, MSI, Asus og Lenovo.
„Packard Bell, sem hafa verið
mest seldu tölvurnar okkar
alveg frá opnun, virðast
samt vera skrefi á undan
öðrum framleiðendum,“ segir
Hafþór. „Öll nýja tæknin í far-
tölvum í dag fer yfirleitt bara í
dýrustu vélarnar, en hjá Pack-
ard Bell er hún líka í minnstu
og ódýrustu vélunum.“ Þar má
nefna LED-baklýsingu í skjái
sem gefur skýrari mynd, þynnri
skjá og lengri rafhlöðuendingu
og Draft-N-þráðlaust net, sem
hefur þrefalt meiri drægni og sex
sinnum meiri hraða en önnur.
Svokallaðar fistölvur, á bil-
inu eitt til 1,3 kíló að þyngd,
hafa einnig notið vinsælda, en
Hafþór segir að þar sé í raun
nýr kaupendahópur á ferðinni.
„Fólk er mikið að kaupa í viðbót
við aðra fartölvu, ekki í staðinn
fyrir hana. Þetta verður þá vél
til að hafa í töskunni, í hanska-
hólfinu eða taka með í flugvél-
ina,“ útskýrir Hafþór og segir
Asus bjóða upp á sérlega gott
úrval af ýmsum gerðum slíkra
fistölva.
Rafhlöðuend-
ing skiptir kaup-
endur ei n n ig
miklu máli, enda
um hálfgerða bylt-
ingu í þeim efnum
að ræða. „Tölvurn-
ar eru farnar úr há-
mark fjögurra tíma
endingu upp í átta
til níu tíma í smávél-
unum, sem eru hannað-
ar með góða rafhlöðuend-
ingu fyrir augum. Þær end-
ast allan skóladaginn og eru
þar að auki litlu þyngri en góð
skólabók,“ segir hann og kímir.
Nýju fartölvurnar frá Tos-
hiba eru svo með skemmtilega
öðruvísi vefmyndavél. „Hún er
í raun aðgangsstýring,“ útskýr-
ir Hafþór. „Vélin ber kennsl á
mismunandi andlit. Notandinn
brosir í vélina og hún hleypir
honum þá að þeim svæðum sem
hann hefur aðgang að í tölvunni.
Börnin á heimilinu þurfa þannig
ekki að muna nein lykilorð – bara
brosa,“ segir hann.
Fistölvur oft keyptar til
viðbótar við fartölvur
Hafþór Helgason, framkvæmdastjóri Tölvutek, segir töluvert um að fólk kaupi sér fistölvu til að eiga samhliða annarri
fartölvu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Nýju Toshiba-tölvurnar þekkja
brosin á eigendum sínum.