Fréttablaðið - 13.08.2009, Qupperneq 46
30 13. ágúst 2009 FIMMTUDAGUR
menning@frettabladid.is
„Ætli maður geri það ekki óvart, þegar maður heyrir
eitthvað sem manni finnst spennandi. Er ekki eitt-
hvað í öllum sem lætur eyrun stækka?“ segir Rósa
Ómarsdóttir þegar hún er spurð út í eigin gægju-
þörf. Ástæðan fyrir spurningunni er nýtt dansverk
sem hún og fimm aðrir dansarar, fjórir fatahönnun-
arnemar og einn tónsmíðanemi standa að og heitir
Ég sé þig. Frumsýningin er í kvöld.
„Við tókum fyrir forvitni og gægjuþörf og hvern-
ig manneskjan er alltaf að fylgjast með öðrum og
gægjast þó hún viðurkenni það ekki sjálf. Vinkona
okkar var á kaffihúsi og heyrði skemmtilegar sam-
ræður á milli pars sem var eiginlega að rífast.
Gægjuþörfin í henni kom upp og hún skrifaði það
niður. Við höfum notað þann texta mjög mikið.“
Um hvað var rifist? „Við erum ekki enn þá búnar
að komast að því. Þetta er mjög óræður texti.“
Út frá samtalinu var farið að skoða þessa
hneigð mannsins. „Við fórum líka inn á „peep-
show“ og gægju-blæti og þaðan kom umgjörðin,
fatahönnunarstelpurnar unnu mikið út frá því. Þetta
er svolítið rokkuð sýning, tónlistin er mjög rokkuð
og búningarnir.“ Þorbjörn Kolbrúnarson semur tón-
listina.
Verkefnið er ekki styrkt nema með húsnæði í
Austurbæ. „Það er frábært tækifæri að fá að komast
að þarna. Við erum bara að gera þetta sjálfar, eftir
vinnu.“
Frumsýnt er í kvöld klukkan níu, en aðrar sýning-
ar eru á sama tíma, 22. og 28. ágúst . Miðapantanir
fara fram í gegnum artFart og kostar 1.000 krónur
inn. - kbs
Eyrun stækka á okkur öllum
Á EIGIN VEGUM Rósa, Ásrún, Berglind, Kara, María og Þyri
skoða gægjuþörf þína. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Allir helstu einleikir sem
landinn hefur alið af sér
seinasta árið safnast saman
á Act Alone-einleikjahátíð-
inni fyrir vestan um helg-
ina. Hátíðin hefst á föstu-
dagskvöld með tveimur
einleikjum, brúðuleikhús-
sýningunni Umbreytingu,
ljóði á hreyfingu úr smiðju
Bernds Ogrodnik og Here I
Stand með Róbert Snorra-
son í sviðsljósinu. Grímu-
verðlaunasýning Grind-
víska atvinnuleikhússins,
21 manns saknað, Ég heiti
Rachel Corrie með Þóru
Karítas Árnadóttur og Ódó á
gjaldbuxunum með Þóreyju
Sigþórsdóttur eru svo á boð-
stólum á laugardagskvöld.
Á sunnudag er svo boðið
upp á sýningu á Gíslastöð-
um í Haukadal í Dýrafirði
um sögu einleikja á Íslandi.
Þar heldur einnig Jón Jóns-
son fyrirlestur um form-
ið og Hörður Torfa heldur
tónleika um kvöldið. Verður
þetta í sjötta sinn sem hátíð-
in er haldin á Vestfjörðum,
en hátíðin er runnin undan
rifjum Elfars Loga Hannes-
sonar sem sér um Kómedíu-
leikhúsið. Ókeypis er inn á
alla viðburði.
Leika einsamir á ný
STILLIR STRENGINA Brúðumeist-
arinn Bernd Ogrodnik sýnir á Act
Alone.
> Ekki missa af …
Reykjavík Jazzhátíð sem hefst
í dag með pompi og prakt
í Norræna húsinu klukkan
átta. Hátíðin er haldin í
tuttugasta sinn og er vegleg
með eindæmum. Þá er boðið
upp á teiti fyrir djassgeggjara á
Rósenberg upp úr tíu.
15.00
Hið árlega sumargrill Krafts verður
haldið í dag. Kraftur er stuðnings-
félag ungs fólks með krabbamein og
aðstandenda þeirra og er grillið liður
í starfi félagsins. Boðið verður upp á
grillmat og skemmtiatriði í Nauthóls-
víkinni en Villi Naglbítur skemmtir
ásamt Sveppa.
Dagskráin hefst klukkan þrjú og
stendur til átta, en von er á skemmti-
kröftunum um fjögur.
Dagskrá Menningarnætur
var kynnt í gær með til-
heyrandi húllumhæi í gamla
Zimsen-húsinu í Grófinni.
Þrennir útitónleikar, nýr
banki og húsin í bænum
koma við sögu.
Utanríkis-, sjávarútvegs-, landbún-
aðar- og forsætisráðuneytið ætla að
opna dyr sínar á Menningarnótt, en
þema Menningarnætur í ár er húsin
í bænum. Þá bjóða MR, indverska
sendiráðið og Höfðatorg heim gest-
um. Hægt verður að fara upp á nítj-
ándu hæð turnsins og ferðast svo
niður með bandi.
Meðal atriða sem styrkt voru
af Landsbankanum í ár má nefna
endursköpun Fjallkonunnar í
Hljómalind, en Fjallkonan var
fyrsta kaffihúsið í Reykjavík sem
rekið var af konu. Þá vekur athygli
stofnun nýs banka, ValhallaBank.
„Þetta er sem sagt erlendur banki
sem stefnir að því að hjálpa Íslend-
ingum upp úr aðstæðunum í dag og
er með nýjar áherslur,“ segir Eva
Rún Snorradóttir „útibússtjóri“, en
fyrsta útibú bankans reis á Akur-
eyri. Staðsetning bankans er dulin.
„Hann er í lítilli verslunarmiðstöð,
ég get ekki sagt meira,“ segir Aðal-
heiður Árnadóttir, hinn umsjónar-
maður bankans. Áhorfendur verða
sóttir á Bæjarins bestu.
Þá kynnir Menningarnótt
Íslenska slagverktaka. „Þessir
verktakar eru ekki að byggja hús.
Þeir leika á húsin, húsin sjálf eru
hljóðfærin og fer Karl Ágúst Úlfs-
son fyrir þeim vaska hópi,“ segir
Sif Gunnarsdóttir, formaður Höfuð-
borgarstofu. Þá verður djassinn
áberandi um borg og bæ.
Tónleikar næturinnar verða ekki
á Miklatúni þetta árið en boðið verð-
ur upp á þrenna í þeirra stað. Eina í
Hljómskálagarðinum, en þar troða
upp Þursaflokkurinn, Páll Óskar,
Papar og Ingó og Veðurguðirnir
meðal annarra. Aðrir verða á Ing-
ólfstorgi, en þar ber helst að nefna
Hjálma og Baggalút. Tónleikarnir
á Skólavörðustíg verða öllu rólegri,
með Árstíðum og poppmessu. Þá
verður menningardagskrá á Óðins-
torgi til styrktar Grensásdeild, Á
rás fyrir Grensás, en Edda Heið-
rún Backman stendur fyrir henni.
Alla dagskrána má finna á menn-
ingarnott.is og hægt að fá hana
beint í símann en dagskráin verður
ekki prentuð í ár. kbs@frettabladid.is
Nýr banki í boði
ÚTI UM ALLT Djassgeggjarar þjóðarinnar láta sig ekki vanta á Menningarnótt.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
THE OF
THE
VISION
APOCALYPSE
ÓRATORÍA EFTIR
VIRGINIU -GENE RITTENHOUSE
Miðasala: www.midi.is / í síma 552 7366 / við innganginn
FRUMFLUTNINGUR Í EVRÓPU!
í Langholtskirkju fimmtudag 13.ágúst kl. 20.00
Óperukórinn í Reykjavík
The New England Youth Ensemble
Stjórnandi Garðar Cortes
Garðar Thór Cortes
Fjóla Kristín Bragadóttir - Ingibjörg Ólafsdóttir
Hallveig Guðmundsdóttir - Aron Axel Cortes
Bragi Jónsson