Fréttablaðið - 13.08.2009, Qupperneq 48
32 13. ágúst 2009 FIMMTUDAGUR
tonlist@frettabladid.is
TÓNNINN GEFINN
Trausti Júlíusson
Tónlistarheimurinn er að ganga í gegnum skrýtna, en að mörgu
leyti spennandi, tíma þessi misserin. Þó að enn seljist mest af tón-
list á geisladiskum í heiminum þá fer sú sala ört minnkandi og róm-
aðar stórverslanir vestan hafs og austan leggja upp laupana hver á
fætur annarri, nú síðast Virgin Megastore í New York. Á móti er sala
á stafrænni tónlist að aukast og ýmis önnur form tónlistar fá nú meiri
athygli en áður. Áhuginn á vínylplötum hefur stóraukist og meira að
segja gamla góða kassettan virðist vera að fá smá uppreisn æru.
Nýlega hitti ég þýskan útgefanda og safnara sem hafði keypt ein-
tak af íslensku safnspólunni Rúllustiganum í Grikklandi og var mjög
spenntur fyrir öllum gömlu íslensku neðanjarðarsnældunum. Á níunda
áratugnum og fram á þann tíunda var kassettan aðalútgáfuformið í
grasrótinni hér á landi og safnsnældur á borð við SNARL, Skúringar
og Strump voru eiturferskar. Og nokkrar frábærar plötur komu ein-
göngu út á þessu formi. Mosi frændi, sem kemur fram í fyrsta sinn
í tuttugu ár á Grand rokk í kvöld, gaf til dæmis árið 1987 út hina
stórskemmtilegu Suzy Creamcheese for President og sveitir eins og
Oxzmá, Fan Houtens Kókó, Muzzolini og Texas Jesús gerðu sömuleiðis
fínar spólur.
En það er ekki bara aukinn áhugi fyrir gömlu snældunum. Það er
líka verið að búa til nýjar. Hinn geðþekki hávaðaseggur AMFJ (Aðal-
steinn Mother Fucker Jörundsson) var til að mynda að senda frá sér
spóluna Ítemhljóð og Veinan. Á hlið A eru sex verk tekin upp í hljóð-
veri, en á hlið B eru meðal annars tónleikar frá Café Amsterdam 30.
desember 2008. Þeir
sem hafa séð AMFJ spila
vita að þar er ekkert
gefið eftir. Upplýsingar
um útgáfuna má finna á
www.falkworld.net.
Guð blessi kassettuna
NOSTALGÍA Framhliðin á
snældu Mosa frænda, Suzy
Creamcheese for President, er
eftirminnileg, en endurkomu-
tónleikar sveitarinnar eru á
Grand rokk í kvöld.
> Í SPILARANUM
Brendan Benson – My Old Familiar Friend
Eiki Einars - Ég er með hugmynd
Grizzly Bear - Veckatimest
Andrés Þór - Blik
Egill Sæbjörnsson - Egill S
Feðgarnir Óskar og Pan Thorarensen sem skipa rafdúett-
inn Stereo Hypnosis eru á leiðinni í tónleikaferð um Eystra-
saltslöndin 1. september. Þar munu þeir spila á tónlistarhá-
tíðum í Eistlandi, Lettlandi og Litháen. „Þetta er hrikalega
spennandi og það fyndna við þetta er að við erum að fara í
fyrsta skipti saman til útlanda,“ segir Pan. „Þetta verður
bara lúxusferð. Það er búið að redda öllu fyrir okkur, bæði
gistingu og ferðum á milli þannig að þetta verður skemmti-
legt.“
Ein hátíðin sem þeir fara á nefnist Eclectica/Avant Garde
og er alþjóðleg raftónlistarhátíð sem er haldin árlega í Eist-
landi. Á meðal þeirra sem hafa komið þar fram eru Trent-
emöller, Röyksopp og The Knife. Í fyrra var tónlistar-
maðurinn Brian Eno, sem hefur unnið mikið með U2,
heiðursgestur hátíðarinnar.
Áður en feðgarnir fara út halda þeir útgáfutónleika á
laugardaginn í félagsheimilinu Röst á Hellissandi og eru
gestir hvattir til að hafa tjaldið og lopapeysuna með í för.
Tilefnið er útgáfa plötunnar Hypnogia sem er væntanleg í
lok ágúst. Tónleikarnir hefjast klukkan 21 og frítt er inn. - fb
Feðgar í tónleikaferð við Eystrasalt
STEREO HYPNOSIS Feðgarnir halda útgáfutónleika á Hellissandi á laugar-
daginn.
Laugardaginn 8. ágúst var
eitt ár liðið síðan síðustu
stórtónleikar með erlendum
flytjanda voru haldnir hér
á landi. Þá steig gítargoðið
Eric Clapton á svið Egils-
hallar fyrir framan þrettán
þúsund áhorfendur.
Tónleikarnir eru þeir næst-
stærstu sem hafa verið haldnir
hér á landi með erlendum flytj-
anda. Aðeins rokksveitin Metall-
ica hefur laðað að sér fleiri áhorf-
endur, eða átján þúsund talsins í
Egilshöllinni árið 2004.
Grímur Atlason skipulagði
Clapton-tónleikana og þrátt fyrir
að miðarnir hafi nánast selst upp
fór hann afar illa út úr þeim fjár-
hagslega. Ástæðan var sífellt
lækkandi gengi krónunnar, enda
voru þeir haldnir aðeins tveim-
ur mánuðum fyrir bankahrunið.
Síðan þá hafa engir erlendir stór-
tónleikar verið haldnir hérlendis
og algjörlega óvíst hvenær af því
verður næst, enda kreppan ennþá
í algleymingi.
„Ísland er náttúrulega rugl
umhverfi fyrir svona vettvang.
Ég gerði „díl“ við Eric Clap-
ton í október 2007. Þá var geng-
ið þannig að einn dollari var 58
krónur. Ég borgaði fyrsta helm-
ing greiðslunnar og þá var geng-
ið einn dollari á 73 krónur. Þegar
ég borgaði síðari helminginn var
hann á 83 krónur. Það var sama
hversu marga miða ég seldi. Þetta
fór til andskotans og ég kom út í
stórtapi,“ segir Grímur. „Ég gerði
„díl“ um flugvél sem ég þurfti
að leigja og gerði það í febrúar.
Þá kostaði hún mig rétt rúmar
fimm milljónir. Þegar ég greiddi
hana borgaði ég tæpar tíu. Fimm
vikum eftir að ég byrjaði að selja
miða féll gengið um þrjátíu eða
fjörutíu prósent og það var alveg
hrikalegt fall.“
Þrátt fyrir að hafa farið illa út
úr tónleikunum er Grímur stolt-
ur af þeim, enda heppnuðust þeir
mjög vel. „Þetta var ofboðslega
flott gigg. Þetta var alvöruband,
trommuleikarinn hans McCartn-
eys og rosalegur mannskap-
ur. En þetta var eiginlega „kata-
Enginn í spor Erics Clapton
SÍÐUSTU STÓRTÓNLEIKARNIR?
Breska goðsögnin Eric Clapton spilaði í Egilshöll fyrir
framan rúmlega þrettán þúsund manns. Sveitarstjór-
inn Grímur Atlason tapaði stórfé á Clapton-
tónleikunum.
Fyrirtækið Concert skipulagði tón-
leika Bobs Dylan og James Blunt í
fyrra. „Við sömdum um þetta áður
en gengið hrundi og þegar kom að
því að borga var upphæðin búin
að hækka alveg svakalega,“ segir
Ísleifur B. Þórhallsson. „Við kom-
umst þokkalega heilir frá þessu
en í raun og veru töpuðum við á
báðum tónleikunum, það var ekk-
ert annað hægt.“
Ísleifur segir að útkoman hafi
verið svekkjandi enda var búið að
leggja mikla vinnu í að fá lista-
mennina til landsins. „Ég var
búinn að eltast við Dylan í tvö til
þrjú ár og loksins þegar það nást
samningar þá hrynur gengið svona
svakalega,“ segir hann. „Við höfum
ekki hreyft okkur síðan og ástand-
ið hefur bara hríðversnað eftir
þetta. Óvissan er algjör.“
Björgvin Rúnarsson hjá
2B Company flutti White-
snake til landsins. „Frá
því að við skrifuðum
undir samning við þá
hækkuðu tónleikarn-
ir um 60 til 70 prósent.
Maður var kominn í
svitakast áður en tón-
leikarnir byrjuðu,“ segir
Björgvin, sem heldur ekki
fleiri erlenda tónleika
á næstunni. „Maður
þorir ekki að flytja
inn Kókópöffs-
pakka núna.“
Guðbjartur Finnbjörnsson seg-
ist ekki hafa tapað mikið á Paul
Simon-tónleikunum því hann
náði að endursemja við
hann mánuði áður en
hann kom til landsins.
„Hann lækkaði sig en
þetta var alveg á mörk-
unum. Það var ekki
hagnaður en miðað við
upphaflegu töluna þegar
ég var að semja hefði
verið mikið tap.“ - fb
Flytja ekki inn Kókópöffs-pakka
ÍSLEIFUR ÞÓRHALLSSON Eins
og aðrir tónleikahaldar-
ar tapaði Concert á
tónleikum Dylans og
Blunts í fyrra.
HVAÐ ER FRAMUNDAN?
Jethro Tull í Háskólabíói 11. og 12.
september.
Raggi Bjarna í Höllinni 26. septemb
Iceland Airwaves 14.-18. október.
Kristján Jóhannsson í Höllinni 17.
október
stróf“. Ég get ekki alveg skilið
það þegar menn eru í einhverri
þjóðerniskennd að tala um íslenska
krónu. Það er alveg hræðilegur
gjaldmiðill. Stöðugleikinn er eng-
inn og maður veit ekkert. Öll plön
eru bara út í bláinn.“
Fimm aðrir stórtónleikar voru
haldnir í fyrra, allir í Laugardals-
höllinni, og var tap á þeim öllum.
Fyrst steig á svið John Fogerty 21.
maí, tónleikar sem Grímur skipu-
lagði einnig, síðan Bob Dylan 26.
maí, því næst Whitesnake 10. júní
og tveimur dögum síðar tróð James
Blunt upp. Loks mætti hingað Paul
Simon 1. júlí áður en Clapton lokaði
hringnum í ágúst.
Ljóst er að miðað við ástandið
hérlendis gætu íslenskir tónlistar-
áhugamenn þurft að bíða í það
minnsta í ár í viðbót eftir því að
berja erlendar stjörnur augum í
Egils- eða Laugardalshöll. Eftir
offramboð síðustu ára þar sem
hverjir tónleikarnir ráku aðra
á okkar litla markaði er hvíldin
kannski bara af hinu góða. „Stað-
an er gasaleg,“ segir Grímur. „Við
súpum seyðið af því að það voru
haldin endalaus gigg sem voru í
boði einhverra banka. Það var allt-
af talað um að það væri uppselt en
þá var helmingurinn af miðun-
um borgaður af einhverjum bönk-
um. Þessi tónleikabransi er orð-
inn verulega skaddaður af þessu
rugli.“ freyr@frettabladid.is
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N
Starfsmöguleikar:
Innkaupastjóri
Útlitsráðgjafi
Stílisti
Verslunarstjóri
1. Önn 2. Önn
Fatastíll
Fatasamsetning
Textill
UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA 533-5101
Erna, stílisti
Ég hef unnið við förðun á
Stöð 2 í 6 ár, þar á meðal
við förðun keppenda í Idol
og annarra sjónvarpsþátta
hjá 365. Einnig vinn ég við
auglýsingar, mynbönd og myndatökur. Það er
óhætt að segja að námið hefur hjálpað mér
mikið í starfi mínu í förðun og stíliseringu.
Skjöldur Mio,
tískuráðgjafi
Ég taldi mig vita flest
allt um tísku og útlit
áður en ég fór í skólann.
En annað kom á daginn.
Ég hef lært heilmikið um fatasamsetningu,
textil, litafræði, líkamsbyggingu og flest allt um
útlit. Námið nýtist mér frábærlega í því sem ég
er að gera.
Ú T L I S T - O G F Ö R Ð U N A R S K Ó L I
w w w . u t l i t . i s
VILTU VERÐA STÍLISTI?
The Academy of Colour and Style er skóli sem kennir útlitsráðgjöf. Námið byggir á
helstu atriðum útlitshönnunar og er meðal annars tekið fyrir litgreining, fatastíll og
textill. Eftir nám fá nemendur diplóma í útlitsráðgjöf (fashion consultant).
Starfsmöguleikar eftir nám eru margir og spennandi og geta nýst á ýmsum sviðum og
atvinnugreinum.
Hver önn tekur þrjá mánuði og fylgja öll kennslugögn með náminu.
Kennsla fer fram í Tækniskólanum einu sinni í viku frá 18-22.
Litgreining
Förðun út frá litgreiningu
Litasamsetning