Fréttablaðið - 13.08.2009, Síða 56

Fréttablaðið - 13.08.2009, Síða 56
40 13. ágúst 2009 FIMMTUDAGUR sport@frettabla- FÓTBOLTI Enska dagblaðið The Guardian heldur því fram að Eiður Smári Guðjohnsen, leik- maður íslenska landsliðsins, hafi undanfarnar vikur átt í viðræð- um við forráðamenn West Ham. Blaðið segir að ákvörðun- in hvíli að stærstum hluta hjá Eiði Smára sjálfum en að ýmis persónu bundin mál kunni að hafa áhrif á hans ákvörðun. Eiður Smári á eitt ár eftir af samningi sínum við Barcelona á Spáni en The Guardian segir að til greina komi að lána Eið til West Ham á næstkomandi tíma- bili. Félagið er einnig sagt hafa áhuga á Ítalanum Luca Toni sem leikur með FC Bayern. - esá Enskir fjölmiðlar um Eið Smára Guðjohnsen: West Ham á eftir Eiði FÓTBOLTI Góðar líkur eru á því að David Beckham snúi aftur til AC Milan á Ítalíu þegar félagaskipta- glugginn verður opnaður um ára- mótin. Enskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að Silvio Berlusconi, forseti AC Milan, væri reiðu búinn í viðræður við forráðamenn LA Galaxy um að endurnýja láns- samninginn við Beckham. Hann lék með AC Milan frá og með síðustu áramótum. Upphaf- lega átti lánssamningurinn að renna út í upphafi mars en hann fékk að klára tímabilið á Ítalíu áður en hann sneri aftur til Banda- ríkjanna. Þar hefur honum verið misjafn- lega vel tekið þar sem Beckham hefur lýst því yfir að hann vilji fara frá LA Galaxy. „Það er enginn samningur á borðinu en forráðamenn Milan hafa gert okkur ljóst að þeir vilja fá David aftur,“ sagði tals maður Beckhams í enskum fjölmiðlum í gær. „Enn sem komið er eru við- ræður enn á frumstigi á milli Milan og Galaxy.“ Það gæti vegið þungt í þeirri ákvörðun Beck- ham að leika í Evrópu að Fabio Capello, landsliðs- þjálfari Englands, sagði að Beckham yrði að spila í Evrópu yfir vetrartím- ann til að eiga möguleika á að komast í HM-lands- liðshóp Englands. Úrslita- keppni HM fer fram í Suður- Afríku á næsta ári. „Ég hef áður sagt að ef David spilar í Evr- ó p u mu n ha nn fa ra með okkur til Suður-Afríku. Ef hann spilar ekkert á vetrarmánuðunum er það hins vegar ómögulegt,“ sagði Capello. Deildarkeppnin í Banda- ríkjunum hófst í apríl síðastliðnum og lýkur í október. LA Galaxy er sem stendur í öðru sæti Vestur- deildarinnar og á góðri leið með að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. - esá David Beckham mun líklega spila í Evrópu eftir áramót: AC Milan vill Beckham aftur MEÐ AC MILAN Ekki er ólíklegt að David Beckham snúi aftur til Ítalíu. NORDIC PHOTOS/ GETTY IMAGES FÓTBOLTI Fyrirliði Chelsea, John Terry, segist hafa verið upp með sér yfir því að Manchester City hafi viljað kaupa sig. Aftur á móti hafði hann engan áhuga á að ganga í raðir félagsins. „Ef City hefði freistað mín hefði ég farið til félagsins,“ sagði Terry. „Ég var upp með mér yfir áhuganum en þeir buðu hátt í mig; 28 milljónir punda. Ég veit samt ekki hvað þeir hefðu boðið mér í laun. Peter Kenyon (yfir- maður knattspyrnumála hjá Chel- sea) hringdi þá í mig og spurði hvort ég hefði áhuga á að fara en ég sagði nei.“ Þrátt fyrir þessi orð lét Terry ekkert hafa eftir sér meðan orð rómurinn stóð sem hæst. Tóku því margir sem svo að hann væri alvarlega að íhuga breytingu. Svo virðist ekki vera samkvæmt þessum orðum varnar- mannsins. - hbg John Terry: Hafði aldrei áhuga á City JOHN TERRY Er sáttur hjá Chelsea. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES > Mættur aftur til æfinga hjá KR Prince Rajcomar er mættur aftur til æfinga hjá KR eftir að hafa verið til reynslu hjá enska C-deildarliðinu Milton Keynes Dons. Þar fékk hann ekki samning og er því aftur kominn hingað til lands. Logi Ólafsson, þjálfari KR, sagði að vel gæti verið að Prince færi aftur utan til að æfa með öðru félagi en það væri enn óljóst. Hann hefur skorað tvö mörk í fjórtán deildar- leikjum með KR til þessa. Knattspyrnudeild Álftaness auglýsir eftir þjálfurum fyrir komandi tímabil. Um er ræða þjálfun yngri fl okka félagsins, bæði karla og kvenna. Áhugasamir geta haft samband við Stefán, formann knattspyrnudeildar í gegnum netfangið knd@umfa.is Umsóknarfrestur er til 21.ágúst. Landsliðsþjálfarinn Eyjólfur Sverrisson stýrði U-21 árs landsliði Íslands í sínum fyrsta „alvöru“ leik eftir að hafa tekið við liðinu að nýju í gærdag þegar Ísland tapaði 0-2 gegn Tékklandi í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2011. Eyjólfur kveðst vera bjartsýnn á framhaldið þrátt fyrir tap og hafa séð margt jákvætt í leik íslenska liðsins. „Ég er frekar súr með að fá ekkert út úr þessum leik því við áttum frábæran fyrri hálfleik þar sem menn voru að halda boltanum vel innan liðsins og náðu að byggja upp nokkrar góðar sóknir. Við fengum í raun tvö dauðafæri sem við hefðum átt að nýta og það kom svo í bakið á okkur í seinni hálfleik,“ segir Eyjólfur, sem var ósáttur við hvernig strákarnir hans spiluðu í síðari hálfleik. „Við áttum allt of margar feilsendingar í seinni hálfleik og vorum ekki með einbeitinguna í lagi. Við áttum smá kafla sem var í lagi en þess fyrir utan vorum við í miklum vandræðum. Við vorum ekki nógu nálægt leikmönnunum og vorum bara í eintómum eltingarleik og það var mjög erfitt. Við þurfum að bæta þetta og ég er sannfærður um að við eigum eftir að draga mikinn lærdóm af þessum leik. Það er mikill efniviður í þessu liði og þarna eru margir leikmenn sem eiga eftir að spila fyrir A-landsliðið á næstu árum. Þessir strákar eru óhræddir við að halda boltanum innan liðsins og það er jákvætt,“ segir Eyjólfur. Eyjólfur tekur þó ekkert frá Tékkunum, sem sýndu á köflum í leiknum hversu þeir eru megnugir en ljóst er að þeir eru ásamt Þjóðverjum með sterkustu lið riðilsins á pappírunum. „Tékkar eru með mjög sterkt lið og misstu bara tvo leikmenn úr síðustu keppni U-21 árs landsliða þannig að þeir eru með stráka sem eru búnir að spila lengi saman og eru öflugir. Þjóðverjar eru vitanlega sterkir líka en hin liðin [Norður-Írland og San Marínó] eru smá spurn- ingarmerki og ég á eftir að sjá spólu með þeim,“ segir Eyjólfur að lokum. EYJÓLFUR SVERRISSON: BJARTSÝNN ÞRÁTT FYRIR TAP Í FYRSTA LEIK U-21 ÁRS LANDSLIÐSINS Í UNDANKEPPNI EM 2011 Er nú frekar súr að fá ekkert úr þessum leik FÓTBOLTI Ísland tapaði 0-2 fyrir Tékklandi í undankeppni U-21 árs landsliða fyrir Evrópumótið 2011 á KR-vellinum í gærdag. Leikur íslenska liðsins var kaflaskipt- ur þar sem liðið spilaði vel í fyrri hálfleik en náði sér ekki á strik í síðari hálfleik gegn sterku liði Tékka. Eftir erfiða byrjun og þunga pressu frá Tékkum náðu íslensku strákarnir að vinna sig vel inn í leikinn og voru síst lakari aðilinn í fyrri hálfleik. Ánægjulegt var að sjá hversu öruggir og yfirvegaðir íslensku strákarnir voru á boltan- um og hversu óhræddir þeir voru að halda honum innan liðs síns. það vantaði aðeins að reka smiðs- höggið á sóknirnar; Birkir Bjarna- son og Bjarni Þór Viðarsson kom- ust báðir í góð marktækifæri en inn vildi boltinn ekki. Tékkarnir áttu vissulega sín færi líka en þau skot sem hittu rammann átti Óskar Péturs son ekki í teljandi erfiðleik- um með í markinu. Staðan var markalaus þegar flautað var til hálfleiks. Íslensku strákarnir gáfu eftir Tékkar byrjuðu seinni hálfleikinn af miklum krafti, varnarmenn íslenska liðsins áttu í vök að verj- ast og miðverðirnir Hólmar Örn Eyjólfsson og Skúli Jón Friðgeirs- son höfðu í nógu að snúast. Varnarmenn Íslands náðu þó ekki að koma í veg fyrir að Tékk- ar skoruðu á 58. mínútu en þar var Michael Rabusic að verki. Óskar náði þá ekki að halda fyrir gjöf utan af kanti og Rabusic átti skot í slána og inn eftir klafs í vítateignum. Tékkar héldu áfram að ógna eftir markið og voru lík- legri til þess að bæta við en Íslend- ingar að jafna leikinn. Annað mark Tékka kom svo á 79. mínútu þegar Andres Celustka skoraði með föstu skoti eftir vel útfærða aukaspyrnu. Íslendingar reyndu hvað þeir gátu til þess að minnka muninn en sóknaraðgerðir þeirra voru ekki nægilega beittar og fínar send- ingar liðsins í fyrri hálfleik voru því miður ekki sjáanlegar í þeim síðari. Sigur Tékka var því í raun aldrei í hættu eftir seinna markið en þrátt fyrir tap í fyrsta leik geta íslensku strákarnir tekið margt jákvætt út úr leiknum. Það býr margt í þessu liði og ekki spurn- ing hvort heldur hvenær liðið nær að halda haus í níutíu mínútur til þess að fara að hala inn stig í riðl- inum. Ásamt Íslandi og Tékklandi í 5. riðli undankeppninnar eru Þýska- land, Norður-Írland og San Mar- ínó. Tékkar eru nú búnir með tvo leiki í riðlinum en þeir unnu 0-8 stórsigur á San Marínó í fyrsta leik sínum. Íslendingar mæta Norður- Írum í öðrum leik sínum í riðlinum eftir tæpan mánuð en leikið verður ytra. omar@frettabladid.is Jákvæðir punktar þrátt fyrir tap U-21 árs landslið karla í fótbolta tapaði 0-2 fyrir Tékkum í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2011 í gær. Íslensku strákarnir léku á köflum vel í fyrri hálfleik en misstu dampinn í síðari hálfleik og því fór sem fór. EFNILEGUR Birkir Bjarnason er hér í harðri baráttu við varnarmenn Tékka en hann átti nokkra góða spretti, sérstaklega í fyrri hálfleik, í leik liðanna í undankeppni EM 2011 á KR-vellinum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.