Fréttablaðið - 13.08.2009, Blaðsíða 58
42 13. ágúst 2009 FIMMTUDAGUR
ÍSLAND (4-5-1)
Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður. 8
Besti maður íslenska liðsins eins og oft áður. Varði nokkrum sinnum glæsilega og steig í raun vart feilspor
í markinu. Gat ekkert gert við marki Slóvakanna.
Grétar Rafn Steinsson, hægri bakvörður. 4
Óvenju daufur. Átti nokkra spretti í fyrri hálfleik en virtist vera að spara sig í þeim síðari þegar yfirferðin var
nánast engin á honum.
Sölvi Geir Ottesen, miðvörður. 6
Spilaði aðeins í 50 mínútur en skilaði góðu verki. Var traustur og hlýtur að hafa farið af velli vegna
meiðsla.
Kristján Örn Sigurðsson, miðvörður. 4
Óvenju slakur leikur hjá honum. Hélt línu illa og spilaði Slóvakanna nokkrum sinnum réttstæða, seldi sig
og átti slakar sendingar. Bætti þó fyrir það með markinu.
Indriði Sigurðsson, vinstri bakvörður. 7
Flottur leikur hjá Indriða. Stóð vaktina í vörninni vel og lét mikið til sín taka í sókninni í síðari hálfleik.
Sívinnandi og með betri mönnum.
Brynjar Björn Gunnarsson, tengiliður. 4
Virkaði þungur og ólíkur sjálfum sér. Barðist eins og venjulega en það skilaði óvenju litlu að þessu sinni.
Fór svo í miðvörðinn þar sem hann gerði skelfileg mistök sem hefðu getað kostað Ísland sigurinn.
Ólafur Ingi Skúlason, tengiliður. 4
Afar slakur framan af en óx ásmegin eftir því sem leið á leikinn. Ekki mjög áberandi og virðist í lítilli
leikæfingu.
Eiður Smári Guðjohnsen, tengiliður 5
Átti nokkra spretti en afar lítið kom út úr hans aðgerðum. Hvarf þess á milli sem voru vonbrigði þar sem
hann var aldrei þessu vant að leika þá stöðu sem hentar honum og liðinu best.
Emil Hallfreðsson, vinstri kantmaður. 5
Lifnaði við í síðari hálfleik. Sendingarnar samt ekkert til að hrópa húrra fyrir og oft of lengi að koma
boltanum frá sér.
Pálmi Rafn Pálmason, hægri kantmaður. 5
Slakur framan af en óx ásmegin eins og flestum leikmönnum liðsins. Barðist vel og gaf sitt. Átti horn-
spyrnuna sem skilaði íslenska markinu.
Heiðar Helguson, framherji. 6
Eini útileikmaður Íslands með meðvitund í fyrri hálfleik. Vann vel úr sínu og átti skalla og skot að marki.
Dró af honum í síðari hálfleik og hefði mátt fara fyrr af velli.
Varamenn:
Aron Einar Gunnarsson kom inn á fyrir Sölva Geir á 50. mínútu. 7
Kom með mikið líf í íslenska liðið sem náði þess utan tökum á miðjunni með hans innkomu. Gekk þó oft
illa að losa bolta en vann þá ófáa í staðinn.
Stefán Gíslason kom inn á fyrir Eið Smára á 77. mínútu. -
Garðar Jóhansson kom inn á fyrir Heiðar Helguson á 86. mínútu. -
Atli Viðar Björnsson kom inn á fyrir Pálma Rafn á 89. mínútu. -
FRAMMISTAÐA LEIKMANNA
Laugardalsvöllur, áhorf. 5.099
Ísland Slóvakía
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 10–12 (4–6)
Varin skot Gunnleifur 5 – Jan 3
Horn 6-7
Aukaspyrnur fengnar 9-10
Rangstöður 5-3
0-1 Robert Vittek (35.)
1-1 Kristján Örn Sigurðsson (59.)
1-1
Lars Christoffersen (7)
Undankeppni HM 2010:
3. RIÐILL:
Slóvenía-San Marínó 5-0
4. RIÐILL:
Aserbaijan-Þýskaland 0-2
0-1 Bastian Schweinsteiger (12.), 0-2 Miroslav
Klose (54.).
6. RIÐILL:
Hvíta-Rússland - Króatía 1-3
0-1 Ivica Olic (27.), 0-2 Eduardo da Silva (69.), 1-2
Dmitry Verkhovtsov (81.), 1-3 Ivica Olic (83.).
7. RIÐILL:
Færeyjar-Frakkland 0-1
0-1 Andre-Pierre Gignac (42.).
9. RIÐILL:
Noregur-Skotland 4-0
1-0 John Arne Riise (35.), 2-0 Morten Gamst
Pedersen (45.), 3-0 Erik Huseklepp (60.), 4-0
Pedersen (90.).
STAÐAN:
Holland 7 7 0 0 16-2 21
Makedónía 6 2 1 3 4-7 7
Skotland 6 2 1 3 4-10 7
Noregur 6 1 3 2 6-5 6
Ísland 7 1 1 5 6-12 4
Vináttulandsleikir:
Rússland-Argentína 2-3
1-0 I. Semshov (18.), 1-1 S. Aguero (45.), 1-2
L. Lopez (46.), 1-3 J. Dátolo (59.), 2-3 R. Pavly-
uchenko (79.).
Tékkland-Belgía 3-1
0-1 J. Vertonghen (12.), 1-1 R. Hubnik (27.), 2-1
M. Baros (41.), 3-1 M. Kadlec (78.).
Eistland-Brasilía 0-1
0-1 L. Fabiano (45.).
Búlgaría-Lettland 1-0
Ungverjaland-Rúmenía 0-1
Svíþjóð-Finnland 1-0
1-0 J. Elmander (42.).
Úkraína-Tyrkland 0-3
0-1 T. Sanli (58.), 0-2 S. Cetin (63.), 0-3 H.
Altintop (66.).
Túnis-Fílabeinsströndin 0-0
Danmörk-Chile 1-2
0-1 E. Paredes (61.), 1-1 L. Schöne (63.), 1-2
A. Sanchez (69.).
Írland-Ástralía 0-3
0-1 T. Cahill (38.), 0-2 T. Cahill (44.), 0-3 D.
Carney (90.).
Liechtenstein-Portúgal 0-3
0-1 H. Almeida (16.), 0-2 R. Meireles (24.), 0-3
H. Almeida (28.).
Svartfjallaland-Wales 2-1
1-0 Jovetic (32.), 2-0 R. Djalovic (45.), 2-1 S.
Vokes (51.).
Pólland-Grikkland 2-0
Holland-England 2-2
1-0 D. Kuyt (10.), 2-0 R. van der Vaart (38.), 2-1
J. Defoe (49.), 2-2 J. Defoe (77.).
Makedónía-Spánn 2-3
1-0, 2-0 G. Pandev (8., 33.), 2-1 F. Torres (51.),
2-2 G. Pique (54.), 2-3 A. Riera (56.).
ÚRSLIT
FÓTBOLTI Norðmenn létu Skota
finna illilega fyrir því á Ullevaal-
leikvanginum í Ósló í gærkvöldi
þegar þeir unnu 4-0 en gestirnir
misstu Gary Caldwell út af með
rautt spjald á 33. mínútu í stöð-
unni 0-0. Sigur Norðmanna þýðir
að Íslendingar eru nú komnir í
botnsæti 9. riðils.
Það var ekki langt að bíða þess
að Norðmenn nýttu sér liðsmuninn
eftir að Caldwell fór út af þar sem
John Arne Riise skoraði strax með
skoti úr aukaspyrnu.
Morten Gamst Pedersen bætti
svo við tveimur mörkum og Erik
Huseklepp skoraði eitt mark áður
en yfir lauk og úrslitin mikil von-
brigði fyrir Skota sem voru að von-
ast til þess að koma sér í ákjósan-
lega stöðu til þess að komast upp
úr riðlinum ásamt
Hollendingum. Landsliðsþjálfar-
inn George Burnley hjá Skotum er
þó sannfærðum um að lið hans geti
náð markmiðum sínum.
„Þessi leikur var óneitanlega
mikil vonbrigði fyrir okkur og
það má segja að allt sem gat farið
úrskeiðis hafi farið úrskeiðis hjá
okkur. Þetta er samt enn í okkar
höndum því við eigum tvo heima-
leiki eftir og ef við vinnum þá
munum við enda í öðru sætinu í
riðlinum og komumst í umspilið,“
segir Burnley.
Baráttan um annað sætið stend-
ur á milli Skotlands og Makedóníu
en liðin mætast einmitt á Hamp-
den Park-leikvanginum í Glasgow
í byrjun næsta mánaðar. - óþ
Norðmenn unnu sinn fyrsta sigur í 9. riðli undankeppni HM 2010 í gærkvöldi:
Íslendingar verma botnsætið
FAGN John Arne Riise fagnar marki sínu gegn Skotlandi í gær. NORDIC PHOTOS/AFP
LOKALEIKIR 9. RIÐILS
Ísland-Noregur 5. sept.
Skotland-Makedónía 5. sept.
Noregur-Makedónía 9. sept.
Skotland-Holland 9. sept.
FÓTBOLTI Ísland og Slóvakía skildu
jöfn, 1-1, í vináttulandsleik í
Laugardalnum. Hálfleikirnir voru
eins og svart og hvítt hjá íslenska
liðinu.
Fyrri hálfleikur í Laugardalnum
í gær er með þeim leiðinlegri sem
hafa verið spilaðir þar lengi. Bæði
lið spiluðu hægan og hundleiðin-
legan göngubolta. Áhugi beggja
liða á verkefninu var ekki mikill
og leikmönnum virtist leiðast að
þurfa að vera á vellinum.
Andleysið var algjört hjá
íslenska liðinu. Uppspilið hægt,
fáir leikmenn að taka þátt í sóknar-
aðgerðum og íslenska liðið skapaði
sér ekki eitt þokkalegt marktæki-
færi allan hálfleikinn. Eina lífs-
markið í liðinu var hjá Gunnleifi í
markinu og svo hjá Heiðari í sókn-
inni sem vann ágætlega úr því sem
hann fékk.
Mótspyrnan frá Slóvökum var
ekkert sérstaklega mikil enda það
lið ekki skipað neinum snilling-
um. Þeirra sóknaraðgerðir voru
þó beittari og Gunnleifur kom
íslenska liðinu tvívegis til bjargar
með góðri markvörslu. Hann réð
þó ekki við þrumufleyg Robert Vit-
tek á 35. mínútu.
Íslenska liðið tapaði þá boltanum
á eigin vallarhelmingi, hann end-
aði hjá Vittek sem lét vaða utan
teigs og boltinn söng niðri í horn-
inu. Lítið sem Gunnleifur gat gert
við því. 0-1 í hálfleik sem var sann-
gjörn staða enda Slóvakar skárri
þó svo þeir hafi líka verið slakir.
Allt annað var að sjá íslenska
liðið í síðari hálfleik. Liðið fór
allt í einu að berjast og láta finna
fyrir sér. Það skilaði sér í því að
íslenska liðið náði tökum á leikn-
um og jafnaði með skalla Kristj-
áns eftir hornspyrnu Pálma. Liðið
hefði mátt láta hné fylgja kviði
en þrátt fyrir ágætar sóknarlot-
ur gekk það ekki upp. Það vantaði
slagkraftinn til þess að klára sókn-
irnar og jafntefli því niðurstaðan.
Íslenska liðið hefði einnig getað
tapað leiknum en Gunnleifur kom
til bjargar.
Engu að síður jákvætt hversu
vel liðið hélt bolta í síðari hálfleik
og reyndi að sækja. Það var mikil
framför frá síðustu leikjum. Það
er aftur á móti algjörlega óafsak-
anlegt að liðið skuli ekki mæta til
leiks fyrr en í síðari hálfleik. And-
og áhugaleysið í fyrri hálfleik var
leikmönnum til skammar og þjálf-
arar liðsins verða að spyrja sig að
því af hverju menn mættu ekki til-
búnari en raun bar vitni.
Til hvers eru menn að mæta í
vináttulandsleiki ef þeir nenna
ekki að spila? Þá má allt eins
sleppa því að spila. Ólafur þjálfari
vildi mjög augljóslega fá sigur í
leiknum enda skipti hann vart fyrr
en undir lokin á meðan Slóvakar
skiptu grimmt. Sigurinn fékk hann
ekki og hann átti íslenska liðið
í raun ekki skilið fyrir að nenna
aðeins að spila í 45 mínútur.
henry@frettabladid.is
Hysjuðu upp um sig í síðari hálfleik
Eftir arfaslakan fyrri hálfleik girti íslenska landsliðið sig í brók gegn Slóvökum og tryggði sér jafntefli í
vináttulandsleik í gær. Það var varnarmaðurinn Kristján Örn Sigurðsson sem skoraði jöfnunarmarkið.
KAFLASKIPT Allt annað var að sjá leik íslenska liðsins í síðari hálfleik eftir slaka frammistöðu í fyrri hálfleik. Hér er Eiður Smári
Guðjohnsen á fleygiferð á Laugardalsvelli í gærkvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
FÓTBOLTI Ólafur Jóhannesson þjálf-
ari Íslands var nokkuð sáttur þegar
Fréttablaðið náði tali af honum
eftir leik og sagði að íslenska liðið
hefði jafnvel getað staðið uppi sem
sigurvegari.
„Já, ég er sáttur við leik liðsins.
Mér fannst við spila vel í dag, ná
jafntefli gegn sterkri þjóð og vera
jafnvel nær því að vinna en þeir.
Við vorum reyndar mjög heppnir
í restina þegar þeir sluppu í gegn
en heilt yfir er ég mjög sáttur við
leik liðsins,“ sagði Ólafur.
Íslenska liðið byrjaði leikinn í
gærkvöldi frekar rólega og virk-
aði liðið hálf áhugalaust en allt
annað var að sjá til liðsins í síðari
hálfleik.
„Það voru smá áherslubreyt-
ingar í hálfleik. Ekki merkileg-
ar en við þurftum að laga aðeins
færsluna í vörninni, færslu á milli
varnar og miðju, og það gekk mun
betur í seinni hálfleik ásamt því
að við lögðum áherslu á að halda
boltanum aðeins lengur áður en
við færum að reyna erfiðar send-
ingar. Svo held ég að hungur leik-
manna í að gera vel hafi verið
sterkt í seinni hálfleik“
Íslenska liðið hafði ekki átt
góðu gengi að fagna í undanförn-
um leikjum og var Ólafur nokkuð
ánægður með hvernig menn svör-
uðu kallinu um betri leik.
„Auðvitað hefur það áhrif að
tapa leikjum. Það hefur áhrif á
leikmennina og þá sem standa í
kringum liðið. Maður finnur auð-
vitað ótta og skjálfta og við töluð-
um um það fyrir leikinn að eini
möguleikinn til að breyta því væri
inni á vellinum og ég var mjög
ánægður með þá svörun. Þetta var
góður leikur og fínn undirbúning-
ur fyrir leikinn gegn Noregi.“ - sjj
Landsliðsþjálfarinn Ólafur Jóhannesson var nokkuð brattur eftir 1-1 jafnteflið gegn Slóvakíu í gærkvöld:
Fínn undirbúningur fyrir Noregsleikinn
BARÁTTA Emil Hallfreðsson í baráttu við
varnarmenn Slóvakíu í leiknum í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON