Samvinnan


Samvinnan - 01.10.1948, Qupperneq 14

Samvinnan - 01.10.1948, Qupperneq 14
Austur—vestur bros í Genf. Fulltrúi Breta, Hector McNeil, og rússneski fulltrúinn, Arutiunian (t. h.), rœðast við. Þeir hafa sannaÖ, að þjóðir geta unnið saman Sagt frá ECA — Efnahagsnefnd Evrópu —, sem afsannar kenn- inguna um, að alþjóðlegar stofnanir geri aldrei neitt Eftir MICHAEL L. HOFFMAN ALÞJÓÐLEGAR stofnanir hafa ekki orð fyrir að vera úrræðagóð- ar né starf þeirra árangursríkt fyrir bætta, alþjóðlega samvinnu. Þrjátíu ára saga þeirra sýnir í ríkum mæli af- brýðisemi í milli þjóða, deilur og karp í milli fulltrúa og vonbrigði og mis- heppnun í starfi .Allt of oft hafa þess- ar stofnanir helzt skapað aðstöðu til þess að gera heyrinkunnan skoðana- mismun þjóðanna á hinum pólitíska vettvangi. Og því meira, sem talað er, því meiri er misskilningurinn. Þetta á, því miður, eins við stofnanir Sam- einuðu þjóðanna og Þjóðabandalagið sáluga. En þrátt fyrir þetta allt, er hægt að benda á skemmtilega undantekningu frá þessari leiðinlegu reglu. Þessi und- antekning er Efnahagsnefnd Evrópu, fECA), sem situr í Genf, og er undir- nefnd Efnahags- og félagsmálastofnun- ar Sameinuðu þjóðanna. ECA stendur báðum fótum á jörðu. en svífur ekki í lausu lofti eins og sum- ar aðrar alþjóðlegar stofnanir. Þessi stofnun hefur nú um meira en eins árs skeið, unnið að því á raunhæfan og árangursríkan hátt, að leysa sum tor- veldustu og umdeildustu efnahags- vandamál Evrópu. Að stofnuninni standa sérfræðingar frá löndum báð- um megin við landamerkjalínu aust- urs og vesturs, þeir eru fulltrúar mis- munandi pólitískra skoðana og við- horf þeirra til efnahags- og fjárhags- mála ná yfir stórt svið. En þeim hefur tekiz að vinna saman, sem ein heild, að því marki, að fundur í Efnahags- og félagsmálastofnun S. Þ., sem haldinn var í sumar er leið, samþykkti einum rómi viðurkenningu á þessu starfi og lýsti jafnframt stuðningi við starfsfyr- irætlanir nefndarinnar. Þetta er merkilegt, {jegar þess er jafnframt minnzt, að þessi virðulega stofnun, þ. e. Efnahags- og félagsmálastofnunin, hefur næsta sjaldan komizt að öðru samkomulagi en því, að fresta fundum og umræðum. ECA fæst ekki við hug- sjónir, heldur áþreifanlega hluti. Það hefur tekið til meðferðar hluti eins og kol, stál, járnbrautir og þjóðvegi. Og þessir hfutir eru teknir til með- ferðar á raunhæfan hátt.—Ákveðið er, hversu mikið af kolum, stáli, flutn- ingatækjum og öðrum slíkum nauð- synjum, skuli koma í hlut hverrar hinna sárþjáðu meginiandsþjóða.Ætla mætti, að þetta vald yfir hinni efna- hagslegu lífæð þjóðanna, mundi fæða af sér harðvítugar deilur og lítinn starfsárangur, en reynslan hefur af- sannað það. KALLA MÁ, að ECA hafi fæðst í þennan heim hinn 29 marz árið 1947. Faðernið má rekja til einnar af hinum nær óteljandi ályktunum, sem gerðar hafa verið í Efnahags- og félags- málastofnuninni. Frá fyrstu tíð hefur 14

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.