Samvinnan


Samvinnan - 01.10.1948, Qupperneq 21

Samvinnan - 01.10.1948, Qupperneq 21
Bjórstofa i Marshfield. Bæjarmenn skemmta sér við örvaspil. myndi liann komast í kast við enn erf- iðari hindranir en sjálfan steininn. Eldhúsvaska og önnur slík tæki til aukinna þæginda er ekki hægt að fá með minna en þrjátíu mánaða, eða tveggja og hálfs árs, fyrirvara. „Bret- land framleiðir til útflutnings, og hús- móðirin verður að bjargast við það, sem hún hefur.“ Það, sem hún hefur í Marshfield, er eldhús með miðaldasniði og naumur skammtur af nauðsynjavörum, og þar að auki það, sem garðarnir hennar gefa af sér yfir sumarið. Þar sem tvennt fullorðið er í heimili, eru skammtarnir í naumasta lagi, en þar sem börn eru í heimili, eru auðveldara að láta skammtana endast, því börnin eta ekki fullan skammt. Brauð hefur nýlega verið gefið frjálst, en aðrar vör- ur eru enn undir svo alltumlykjandi skömmtunarkerfi, að styrjaldar- skömmtunin í Bandaríkjunum verður við samanburð hreinasti barnaleikur. UNGBÖRN fá 6 til 7 lítra mjólkur ur á viku. Fullorðnir geta fengið l!/2 h'tra á viku og meira, ef nóg er af mjólk, eitt egg á sama tíma, og kjöt, sem svarar tveim máltíðum á viku. Af fleski er skammturinn um 60 grömm á viku fyrir manninn, af te um 225 grömm á mánuði og álíka magn á viku af smjöri, smjörlíki eða annarri feiti. Sykurskammturinn er um 225 grömm á viku og helmingi minna af sultu, en í hennar stað má taka sykur ef jrurfa þykir, og svo er aukaskammt- ur af sykri til niðursuðu. Auk Jressara ákveðnu skammta er hægt að fá tekex, niðursoðið kjöt og niðursoðna mjólk eftir einingakerfi. Má hver maður nota á þennan hátt 28 einingar eftir jrví sem hann lystir. Fiskur er ekki skannntaður, en reykt síld í dósum er skönnntuð. Eldsneyti er skammtað, en kaffi ekki, en það kostar um kr. 7.30 kílóið. Þrátt fyrir alla skömmtun eru þó börnin í Marshfield þrifleg og rjóð í kinnum. Þau ganga flest í þorpsskól- ann og munu með tímanum ganga í hjónaband með einhverjum úr þorp- inu. Hægur fólksstraumur frá þorp- unum og sveitum til stærri bæjanna veldur stjórninni nokkurrar áhyggju, því að hún vill að sjálfsögðu, að fólkið sé í sveitinni, svo að framleiðsluáætl- unin fyrir 1952 fái staðizt. En húsnæð- iseklan í borgunum bjargar þessu að nokkru leyti við, svo að fólkið neyðist til að hverfa aftur til sveitanna. Radd- ir eru uppi um það, að bæta fræðslu- kerfið, svo að börnin geti notið meiri fræðslu en nú gerist í Marshfield. Eldra fólkinu þar er ekki mikið um þessa nýjung gefið. Þeim var heldur ekki meira en svo urn bílstjórana í ameríska hernum, sem önnuðust birgðaflutninga milli Chippenham og Birstol í tvö ár sam- fleytt, og óku með geysihraða gegnum þorpið. Nokkrir flugvellir voru í ná- grenninu, og þarna voru negraher- sveitir þjálfaðar undir styrjöldina. EJmferðin var mikil og stöðug. Aðal- gatan í þorpinQ, sem annars er bein, snýr upp á sig við annan endann og myndar S-bugðu, sem að vísu kann að vera falleg, en er ekki að sama skapi hentug. Við enda bugðunnar stendur aðal-veitingastofa bæjarins, og það kom þrisvar sinnum fyrir á þessum ár- um, að amerískur bílstjóri á stórum vörubíl, gáði sín ekki í tíma að taka beygjuna. „Það var óþægileg truflun, bæði fyr- ir framreiðslustúlkuna og gestina,“ sagði einn áhorfandinn. „En annars tók Marshfield þessu með heimspeki- legri ró. Bristol varð fyrir loftárásum, en Marshfield ekki. Tíu hjóla vörubíl- ar, sem leggja leið sína inn um glugg- ann, gera næstum því jafnmikinn hávaða en miklu minna tjón. Og amerísku bílstjótarnir voru allra al- mennilegustu menn, barngóðir og sungu vel. Allir, að undanskildum þessum hvítu, sem þeir höfðu með sér. Við gátum aldrei almennilega skilið til hvers þeir komu.“ MARSHFIELDBÚAR eru hæg- lætismenn, en þeir eiga dálítið neyðarlega kímni. Þeir eru þolinmóð- ir og jirautseigir, þegar á móti blæs, og bera yfirleitt öll þau einkenni brezku þjóðarinnar, sem reynzt hefur bezti höfuðstóllinn, þegar á hefui reynt. (Lausl. þýtt úr The New York Magazine). LJÓSMYNDIR í ÞESSU HEFTI: Forsiðumynd, frá ILúsavik, eftir Guðna Þórðarson. Hann hefur einnig tekið myndir frá samvinnufyrirtœkj- um i Húsavík. — Aðrar myndir lánað- ar af ýmsum aðilum. 21

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.